Heimilisritið - 01.11.1948, Side 20

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 20
—- Nei, það er ekkert fjör í þessu. Náðu heldur í harmóniku- mússikk. Garðyrkjumaðurinn ók sér ó- lundarlega, en frúin virti hann ekki svars. Hún gekk til lians með dreymandi augnaráð'i. — Svona tæra og unaðslega músík liefur enginn samið, nema Tschaikovvsky. Eg elska Tschai- kovvsky! — Sjækoskí, hver er það? Ut- lendingur? Eg þóttist vita, að ég væri ekki sá eini. — Nei, telpa mín, — þegar ég gamna mér við kvenmann, þá geri ég það í al- vöru. Ég vil ekki að stelpur, sem ég er með, séu að sleikja aðra karlmenn. Þá lýsi ég frati á þær í hvelli. Þau voru ónáðuð með því, að dyrabjöllunni var hringt ákaft og lengi. Frúin bliknaði. — Þér verðið að fara! Farið þér bakdyramegin, og gangið hægt um. Það má enginn vita, að þér hafið verið hér! Hún reyndi að lempa hann á undan sér fram að dyrunum. En hann fór sér hægt, drap rólega í vindlingnum, tók upp neftó- baksdósirnar og tróð vænum skammti í neðri vörina. Frúin horfði á hann með hryllingi. Hvað hafði hún eiginlega verið að hugsa? Henni létti, þegar dyrnar lokuðust að baki hans. En ennþá eimdi eftir af svita- lykt í stofunni og á þykku, aust- urlenzku gólfteppinu voru nokkrar moldarklessur. Frúin stóð hreyfingarlaus og starði fram fyrir sig lífsþreytt- um, tómlegum augum, sem ekki virtust eiga sér neina von fram- ar. Dyrabjöllunni var hringt á nýjan leik. Ilún gekk hægt út í forstofuna til að opna. HANN VINNUR í garðinum hjá Lövik forstjóra frá klukkan sjö á morgnana til klukkan fimm á daginn. En það stendur aldrei neinn bak við gluggatjöldin. Öðru hverju heyrir hann leikið á píanó í húsinu. Það eru skrítn- ir, dapurlegir tónar, sem allt í einu geta orðið að þrumuveðri. Honum finnast tónarnir skrítn- ir. Það er frúin, sem leikur á píanóið, og honum hefur oft dottið í hug, að henni muni ekki líða sem bezt. Hún er að minnsta kosti ólík flestum, sem hann hef- ur kynnzt. Lína er indæl, en það er eins og hann sakni einhvers. Hann veit ekki sjálfur, hvað það er, sem hann saknar, nema að það stendur í einhverju sambandi við þessa undarlegu píanótóna. Hann laumast oft til að gjóa augunum upp í franska glugg- ann. — En það gerist aldrei neitt. ENMR 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.