Heimilisritið - 01.11.1948, Page 34

Heimilisritið - 01.11.1948, Page 34
En nístandi stöfuðu steingervingsbros hinn stórgrýtta kargþýfisvöll, með hryllingi sjálfan sig látinn þar leit og líkamann fölan sem mjöll. — I reitinum kvikuðu kærleikans blóm, sá kraftur, sem bært getur fjöll. Hann vaknaði af draumi við blóðsókn í barm — á borg hinnar eilífu þrá. Er svefninn af örþreyttu augunum leið hann ennþá með hryllingi sá þá ófrjóu jörð í anda hans geim, sem ögrandi grönunum brá. Hann augunum brá móti iðgrænni hlíð og álfanna voldugu byggð, og fjötraður vilji úr viðjunum brauzt, sem vakti hans átthagatryggð. Að rækta sitt hjarta og rækja sín störf hann reyndi af himneskri dyggð. Niðjar íslands eldi skírðir, eigrið starfsins þröngu braut. Glepjizt ekki af glaumsins kynjum. Gleðjizt yfir hverri þraut. Sökkvið grjóti, græðið sanda, grisjið skóga, ræktið tún. Þá mun land vort lifa og standa laufum skreytt að hamrabrún. Hlúið vel að hjartans gróðri, hugnizt bezt að reynslusorg. Eflið skilning/ræktið rósum rein við hugans duldu borg. Beinið göngu um brattans leiðir. Blóði vígið þyrnilund. Efsti tindur æðsta frama eilíft veitir gull í mund. 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.