Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 55

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 55
Smásaga eítir ERSKINE CALDWELL, höf- und skáldsögunnar „Dagslátta drottins" JONSMESSUHITZ HINN MIÐALDRA Ben Hackett og vagnhestamir Crom- well og Júlía, voru að hamast við að koma heyinu í hlöðu eins og um lífið væri að tefla, þegar þrumuveðrið brast á yfir hæða- drögunum í austri. Ben hafði átt von á því, þar sem þrumurn- ar höfðu dunið upp og niður með fljótinu allan morguninn, en Ben kærði sig ekki um að láta svnda- flóðið skella yfir, fyrr en hann hefði komið heyinu undir þak, og þegar syndaflóðið var um garð gengið, hefði hann verið til í að drepa mann. Ben hafði verið lieitur og sveittur áður en hryðj- an skall á, og nú var hann reið- ur. Regnið kældi hann og dró dálítið úr bræðinni, en hann bölvaði samt ennþá yfir þrumu- veðrinu, sem hafði spillt fyrsta heyfeng hans. Skúrinni var nú lokið og sólin skein aftur lieitar en nokkru sinni, en engu að síður varð hann að fleygja af vagninum hey- hlassinu, sem hann var að enda við að hlaða á hann. Sveittur og bölvandi ruddi hann af vagnin- um og rak Cromwell og Júlíu þvert yfir engið út á akurbraut- ina. Ben tróð í pípuna og klifr- aðist upp í vagninn. Með hljóð- um, sem helzt minntu á gaggið í hænu með nýskriðinn ungahóp, ók Ben í áttina til þjóðvegarins. Sólin var hátt á lofti og aftur var sterkjuhiti. En heyið var vott. Fjandinn hirði það allt saman! „Ef Drottinn kann tökin á því að hirða hey í svona veðri, þá ætti hann að ómaka sig niður og hirða það sjálfur, herra trúr“, sagði Ben við Cromwell og Júlíu. Cromwell sló taglinu upp í HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.