Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 66

Heimilisritið - 01.11.1948, Síða 66
Úr einu í annað Dragið ekki að kaupa jólagjafirnar |)angað til síðustu dagana fyrir jól, þegar afgreiðslufólkið er orðið þreytt og 'þú þarft að flaustra öllu af á síðustu stundu. Kf þú ert í vandræðum með, hvað þú átt að gefa vini þínum eða ættingja í jólagjöf skaltu gefa honum næsta árgang af Heimilisritinu. Afgreiðslan í Garðastræti 17 gefur út viðurkenningu fyrir greiðsl- unni og þú lætur stíla hana á þann er gjöfin á að fá. Spurðu sjálfa þig, hvort slík gjöf væri þér ekki kærkomin. Gleymið ekki að hafa fulla vatnsfötu eoa deigt teppi við hendina þegar kveikt er á jólatrénu. Jólakerlin liafa oft valdið stórbruna. Rottur eru svo frjósörn kvikiudi, að tal- ið er að rottuhjón, sem lifa góðu lífi, geti á einu ári eignnst 880 afkvæmi. A stríðsárunum fengu flugmenn auka- skamrnt af smjöri og lifrarlýsi, vegna þess að þessar fæðutegundir innihalda mikið af A-vitamíni, sem kemur i veg fyrir nátt- blindu. Ef C-vitamín skortir í líkamann fá menh skyrbjúg, sem lýsir sér m .a. með þvi, að tannholdið verður lint, það blæðir úr því og tennurnai- losna. Pótt siglingamenn fortíðarinnar h'efðu enga hugmynd um vita- mín kunnu þeir þó ráð við þessu. Víking- arnir gömlu höfðu til dæmis ávallt með sér mikið af lauk í ferðunr sinum og átu hann hráan, enda fengu þeir þá ekki skyr- bjúg. Ráðning á október-krossgátunni LÁRÉTT: 1. skrimta, 5. ergileg, 10. ei, 11. I.R., 12. reyrinn, 14. of æstar, 15. snarpar, 17. unds, 20. agiun, 21. bláa, 23. geims, 25. ata, 26. breið, 27. nekt, 29. flýg, 30. ljóskerin, 32. ólán, 33. ækis, 36. óskir, 38. óðs, 40. asnar, 42. laun, 43. stapi, 45. túla, 46. svírinn, 48. nýnæmið, 49. knúinna, 50. át, 51. an, 52. atriðin, 53. hraðast. LÓÐRÉTT: 1. stráugt, 2. reyndin, 3. meis, 4. tinna, 6. rifan, 7. grær, 8. letileg, 9. gargaði, 13. naga, 14. opna, 16. ritskoðar, 18. ne, 19. smellin, 21. brýnist, 22. ái, 24. skjár, 26. blika, 28. tón, 29. fræ, 31. sólunda, 32. ókunnur, 34. snúinna, 35. framast, 37. S. A., 38. ótíð, 39. spik, 41. al, 43. sviti, 44. innar, 46. smáð, 47. núna. I síðuslu krossgútu höfðu skýringar brenglazt dálítið. Athugið, að 49. lárétt á að vera 50., en skýringin á 49. er: drifinna. Skýringin á 16. lóðrétt er: athugar. — Þrátt fyrir þessi mistök, sem naumast eru af- sakandi, hafa margir sent rétta ráðningu á krossgátunni. Stúlkur í Nýju Guinea tatóvera sig eingiingu til þess að' þóknast karlmönnun- um. I sumum héruðum þar er engin stúlka talin giftingarhæf, fyrr en hún hef- ur skreytt sig með þessti móti. A f.yrsta ríkisstjórnarári Elisabetar Eng- landsihottningar voru samþykkt lög þess efnir, að hver sá, er gekk með meira en tveggja vikna skegg. skyldi greiða fimm króna skatt á ári. HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Helgafell, Garðastræti 17, Reykja- vík, sími 5314. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Laugavegi 19, sími 5812. — l’rentsmiðja: Víkingsprent, Garðastræti 17, sími 2864. — Verð hvers heflis er 5 krónur. 64 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.