Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 58
42 heilsa Helgin 7.-9. september 2012
HEILSA HOLLUSTAN Í FYRIRRÚMI
Rodalon sótthreinsun
• Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði
Endursölustaðir: Afreksvörur • BYKO • Femin.is • Fjarðarkaup • Lyfjaverslanir Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
8 ástæður fyrir því
að borða hollan mat
1Til að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdómaMikil neysla fitu,
sérstaklega á mettuðum fitusýrum svo
sem dýrafitu og fitu úr mjólkurvörum
getur orðið til þess að auka líkurnar á
hjarta- og æðasjúkdómum. Mettuð fita
getur safnast saman inni á æðaveggjun-
um og þrengt þá og er það ein algengasta
ástæðan fyrir hjartaáföllum.
2Til að koma í veg fyrir háan blóðþrýstingMargir neyta
meira natríums en þeir þurfa á að halda
og kemur stór hluti þess úr salti. Minni
saltneysla hefur reynst mörgum vel sem
þjást af of háum blóðþrýstingi. 3Til að minnka líkurnar á krabbameiniMikil neysla
alkóhóls, reyktrar fæðu eða unninnar
matvöru getur aukið hættuna á sumum
tegundum krabbameins.
4. Til að koma í veg fyrir offituÞegar fólk neytir fleiri hitaeininga en það brennir eru aukahitaeiningarnar geymdar sem fita. Fólk sem þjáist af offitu er í áhættuhópi varðandi
fjölda sjúkdóma, svo sem sykursýki 2, háþrýsting, of hátt kólesteról,
hjarta- og æðasjúkdóma og gallsteina.
5Til að koma í veg fyrir meltingar-vandamál. Lítil neysla trefja getur valdið meltingarvandamálum á borð við vindverki, hægðatregðu,
langvarandi niðurgang eða gyllinæð. 6Til að auka vellíðanHeilbrigt mataræði og hreyfing eykur al-menna vellíðan, jafnt andlega sem líkamlega.
8Til að auka orku, sveigj-
anleika og úthald. Heilbrigt
mataræði inniheldur öll þau
næringarefni sem þarf til að
styrkja vöðvana, sinarnar og
beinin sem byggja stoðkerfi
líkamans.
7.Til að sofa beturHeilbrigt mataræði stuðlar að djúpum, nær-andi svefni sem veldur
því að fólk vaknar afslappað og endurnært. Gott
jafnvægi próteins og kolvetna hjálpar til við að
koma í veg fyrir sveiflur í orkuþörf þeirra sem
sækja í sykurríkar, unnar matvörur. Blóðsykurinn
helst jafn og þar með orkan.