Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 6
354 Ritstjórnarg rein LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Þáttaskil í íslenskri heilbrigðisþjónustu Á síðustu þremur til fjórum áratugum höfum við íslendingar vanist þeirri hugsun að heil- brigðisþjónustan í landinu sé með því allra besta sem þekkist. Þetta má til sanns vegar færa. I skýrslu Efnahags- og framfarastofnun- arinnar — OECD, sem út kom 1993, þar sem gerð var ítarleg úttekt á íslenska heilbrigðis- kerfinu, kom fram að það veitti þjónustu sem væri töluvert umfram meðallag OECD- ríkja. Ekki er síður athyglisvert, að kostnaður hér á landi við þessa þjónustu er um 15% lægri en vegið meðaltal OECD- ríkjanna, þegar tillit hefur verið tekið til þess að verð á aðföngum heilbrigðisþjónustunnar er talsvert hærra hér á landi (1). Hin almenna skoðun að á Islandi sé heil- brigðisþjónusta í besta lagi endurspeglast í há- stemmdri 1. gr laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverj- um tíma eru tök á að veita (2). Hártoga má hvað þessi setning þýðir í raun. Orðalagið gef- ur kost á breytilegri túlkun og ef til vill þýðir hún þess vegna ekki neitt þegar að kreppir. Engu að síður verður að álykta að greinin sé svo vegna þess að við lagasetninguna höfðu menn háleitar hugmyndir og markmið. Fræðileg þekking og tæknileg geta á sviði lækninga hefur lengi haft burði til að gera meira og betur en fjárveitingar til heilbrigðis- mála í hinum svokölluðu velferðarríkjum hafa leyft. Nú dregur enn í sundur því þekkingu op tækni fleygir hraðar fram en nokkru sinni. Á sama tíma eru velferðarkerfi Vesturlanda í miklum vanda vegna tilkostnaðar, sem nú er meiri en þau fá risið undir. Öldruðum sem eru hlutfallslega lang stærsti hópur neytenda heil- brigðisþjónustunnar, fjölgar mun hraðar en þeim sem fjármagna hana. Batnandi tækni við aðgerðir og svæfingar opnar heilum hópum réttlætanlegan og eðlilegan aðgang að aðgerð- um, sem áður voru taldar þeim of áhættusamar vegna aldurs og almenns heilsufars. Tiltölulega einföldum sjúkratilfellum verður nú æ oftar að sinna af starfsmönnum heilbrigðisþjónustunn- ar vegna þess að vaxandi hluti þjóðarinnar eru einstæðingar án náinna tengsla við börn eða aðra ættingja. Framleiðsla heilbrigðisþjónustunnar; heilsu- bót. líkn í þjáningu og forvarnir, geldur þess að erfitt er að reikna hana til beinharðra peninga nema að litlu leyti. I hörðu efnahagslegu ár- ferði verður það viðhorf áleitið að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna sé eyðsla sem að ósekju megi draga úr. Verulegur árangur hefur náðst í sparnaði og hagræðingu síðustu árin. Rekstrarútgjöld sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík hafa þannig lækkað um rúmar 360 milljónir króna frá árinu 1991 til 1994 á núverandi verðlagi (3,4). Ekki er auðvelt að meta hvort þessi lækkun hefur bitn- að á þjónustunni, en vaxandi biðlistar og aukið álag á deildum sem taka við bráðveikum benda þó til að komið sé að „sársaukamörkum". Á skurðdeildum Borgarspítalans eins bíða nú nærfellt 2000 manns eftir aðgerð (5). Fregnir af fjárlagagerð næsta árs benda ekki til þess að hún veiti svigrúm til aukinnar þjónustu. Þátta- skil í íslenskri heilbrigðisþjónustu felast í því að nú er opinbert að eftirspurn eftir því sem hing- að til hefur talist eðlileg sjúkrahúsþjónusta er orðin meiri en fjárveitingar leyfa. í ljósi þess að minni fjármunum er varið til heilbrigðisþjónustu en þekking og tækni geta hagnýtt sér til þjónustu við sjúka, skiptir miklu að fjármagni sé sem best varið. Þetta er sjálf- sagt og kann að virðast einfalt, en þegar grannt er skoðað er hér verið að fjalla um forgangs- röðun innan heilbrigðisþjónustunnar, flókið mál og viðkvæmt í hæsta máta. Forgangsröðun má í stórum dráttum flokka í tvennt. / fyrsta lagi eru læknar, annað heil- brigðisstarfsfólk og stjórnendur heilbrigðis- stofnana stöðugt að taka ákvarðanir um hvað skuli ganga fyrir. I þessu sambandi reynir oft á siðareglur stétta og siðferðisvitund einstak- linga. íöðru lagi hafa Alþingi og heilbrigðisyf- irvöld megináhrif á forgangsröðun með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.