Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 8

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 8
356 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Blóðrauðastyrkur hjá eldra fólki sem leitar læknis á stofu: Gagnstæðar breytingar í konum og körlum Hans J. Beck, Marcella Iniguez, Helgi Tómasson, Bcck HJ, Inigucz M, Tómasson H, Kjeld M Blood haemoglobin concentration in elderly people sccking doctors clinics: opposite changes in men and women Læknablaðið 1994; 80: 356-61 Anaemia of uncertain origin is common in elderly people and is reported to be more common in men than women. We have investigated retrospectively a database of haematological and biochemical data on 16.332 people referred to an outpatient laboratory and compared the blood haemoglobin (Hb) concen- tration of the sexes. In men the mean adult Hb values of 151 g/1 started to decline at the age of 60 to reach the level of 138 g/1 by the age of 80 and older. In women, by contrast, the mean adult Hb concen- tration of 134 g/1 started to increase at the age of 50 to 137 g/1 then declining after the age of 70. A multiple regression analysis of variables likely to influence measured Hb values indicated that 6,7 g/1 of the observed 13 g/1 decrease in elderly men could not be explained by chance or selection bias and that an increase of Hb values in women was sustained until after 80 years of age. Results would suggest that sex or sex hormone related factors influence haemoglobin concentrations in elderly people. Ágrip Eldra fólki er hætt við blóðrauðaskorti (ana- emia) af óþekktum ástæðum og hefur karl- mönnum verið hættara við því en konum. Til að kanna þetta nánar höfum við rannsakað gagnabanka á almennri rannsóknarstofu í efna- og blóðmeinafræði, sem hafði að geyma færslur frá 16.330 manns, og bárum saman Frá Rannsóknastofunni í Domus Medica, viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Islands, rannsóknastofa Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Matthías Kjeld, rannsóknastofu Landspítalans, 101 Reykjavík. Matthías Kjeld blóðrauðastyrk (haemoglobin concentration) kynjanna. í karlmönnum byrjaði meðalstyrkur blóðrauðans að lækka um sextugt og féll úr 151g/l í 138g/l hjá áttræðum körlum og eldri. í konum, aftur á móti, hækkaði blóðrauðastyrk- urinn úr 134g/l hjá konum á fimmtugsaldri í 137g/l hjá konurn á sjötugsaldri en þá byrjaði hann að falla lítið eitt. Staðtölulegir útreikn- ingar (multiple regression analysis) á breytum sem líklegar voru til þess að hafa áhrif á blóð- rauðastyrk bentu til þess að af 13g lækkun sem fundist hafði í eldri körlum væri aðeins hægt að útskýra 6,7g/l sem tilviljun og að í konum héld- ist hækkun blóðrauðastyrks fram yfir áttrætt. Niðurstöðurnar gefa til kynna að kyn eða þætt- ir háðir kyni hafi áhrif á blóðrauðastyrk í eldra fólki. Inngangur Það er nokkuð vel grundað að styrkur blóðrauða (Hb=haemoglobin) í eldra fólki fer lækkandi, en um ástæðu(r) lækkunarinnar og hve mikil hún er vita menn ekki (1). Sumir sem kannað hafa þessi mál telja, að blóðrauðalækk- unin sé í raun einhvers konar kvilli og eigi að meðhöndlast sem slík, en aðrir halda að hér sé um að ræða lífeðlisfræðilegan þátt öldrunar og sérstök viðmiðunargildi skuli fundin og notuð fyrir þennan aldurshóp (2-5). Flestar kannanir hafa bent til þess að Hb falli meir í gömlum körlum en konum (4-7) og sumir hafa einungis fundið þekktar ástæður fyrir lækkuninni hjá miklum minni hluta fólksins (8) en aðrir aðeins aukna dreifingu Hb-styrks meðal eldra fólks (9). Rannsóknir á blóðkornamyndun í eldra fólki hafa gefið til kynna að eitthvað hafi dreg- ið úr starfsemi beinmergs og bent hefur verið á að minnkuð framleiðsla karlhormóna gæti verið orsakaþáttur í þessum breytingum (10). I nýlegri könnun á 3946 manns, 70 ára og eldri,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.