Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 12

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 12
360 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 einstaklinga sem vísað hafði verið til rannsókn- arstofunnar, og bendir það til þess hversu al- gengar þessar rannsóknir eru (16). Niðurstöð- ur rannsóknarinnar sem hér er birt, eru í sam- ræmi við nýlega rannsókn á slembiúrtaki sem sýndi lækkun í Hb-blóðstyrk aldraðra íslenskra karla (17). Rannsókn okkar var gerð á sjúklingum sem leituðu leiknis á stofu, þess vegna verða ekki gerðar kröfur um að niðurstöður verði eins og hópurinn hefði verið valinn með slembiúrtaki. Þetta kemur hins vegar ekki mjög niður á til- gangi rannsóknarinnar þar sem í hópnum er að finna eigin viðmiðunarhópa, þannig að mis- munur eða tilhneigingar innan hópsins eru metnar og gera má ráð fyrir að það spegli nokkuð sams konar breytingar í því þýði fólks, sem hópurinn kemur úr, eins og munurinn á Hb-gildum kynjanna. Tilgangurinn með fjölfaldri aðhvarfsrann- sókn var að kanna hvort hægt væri að útskýra tilhneigingar Hb-gildanna með bjögun (bias) sem borist hefði inn í rannsóknina með aðferð- um gagnaöflunarinnar. Tvennt varð einkum að athuga í þessu sambandi: I fyrsta lagi gátu mismunandi Hb-gildi orsak- ast af mismunandi starfsháttum læknanna. í öðru lagi gátu rosknir karlar verið heilsu- farslega verr á sig komnir en konur á svipuðum aldri, þegar þeir leituðu læknis. Við notuðum þess vegna MCV- og sökkniðurstöðurnar til þess að bera saman heilsufar kynjanna með tilliti til blóðrauðaskorts. Ef kreatínín og heild- arprótín í sermi höfðu verið mæld voru þau einnig tekin með í aðhvarfsrannsóknina. Allur meiriháttar munur í algengi sjúkdóma sem or- saka blóðrauðaskort, eins og til dæmis járn- eða vítamínskortur, hefði átt að speglast í þess- um fjórum mælingum að mestu leyti. Hækkun á sökki er tengd margvíslegum sjúkdómum; aðallega smitsjúkdómum, lang- vinnum bólgusjúkdómum og krabbameini og margir þessara sjúkdóma hafa blóðrauðaskort í för með sér. Hefðu sjúkdómar af þessu tagi orsakað blóðrauðaskort í rannsóknarhópi þeim sem hér er kynntur, mætti búast við sökk- hækkunum. Með því að taka sökkniðurstöð- urnar inn í dæmið höfum við samt sem áður ekki leyst til fullnustu mismunandi heilsufars- ástand einstaklinganna í hópnum. Blóðrauða- skorturinn sjálfur veldur hækkuðu sökki (18) og sökk hækkar nreð aldri (19) og meðal aldr- aðra finnast hækkuð sökkgildi án þess að þeim tengist nokkur augljós þýðing varðandi sjúk- dóma (20,21). Niðurstöður þessarar rannsóknar virðast benda til einhvers aldursþáttar sem lækkar Hb- styrk í blóði karla en hefur önnur áhrif hjá konum. Mismunur Hb-styrks í blóði karla og kvenna, sem þróast í og eftir kynþroskann, er talinn stafa af hærri styrk karlhormóna hjá körlum, en sýnt hefur verið fram á að karl- hormón örvar rauðkornamyndun (eryt- hropoiesis) (22,23). Það hefur því verið álitið að minnkandi karlhormónavirkni gæti orsakað lækkaðan Hb-styrk sem finnst í eldri körlum. Rannsókn sem tók til færri en 20 karla og mældi heildartestósterón í blóði benti ekki til þess að lækkun styrks karlhormónsins orsakaði blóðrauðaskortinn (10). Okkur er hins vegar ekki kunnugt um neina viðameiri rannsókn á þessu nreð fleiri mæliþáttum, til dæmis fríu testósteróni og gulbúshormóni (luteinizing hormone) í sermi auk heildartestósteróns. Talið er að karlhormón örvi blóðmyndun með beinum áhrifunr á beinmerg og óbeint með áhrifum á rauðkornamyndun (22,23). Karlhormón með 58 byggingu virðast örva beinmerginn (22) þar sem viðtaki fyrir 56 karl- hormóna hefur fundist (23). Þegar karlhor- mónavirkni var bæld í körlum í sex mánuði (24) með nafarelin acetati (LHRF — lutein- izing hormone releasing factor — agonist) kom fram marktæk lækkun á Hb-styrk blóðs (llg/1) eða svipuð og sú sem kemur eftir brottnám eista (25). Þá hefur einnig komið í ljós að þriggja mánaða meðferð með testósteróni leið- ir til marktækrar aukningar á Hb í blóði (26). Rauðkornamyndun í sermi aldraðra er svipuð og hjá yngra fólki (27). Þegar heildartestóster- ón er mælt í sermi eldri karla hefur verið ósam- ræmi í niðurstöðum en þegar frítt testósterón (ekki bundið prótíni), andróstanedíól glúkúr- óníð eða gónadótrópín eru mæld sýna niður- stöður almennt lækkun karlhormóna og hækk- un heiladingulshormóna (28). Þetta gæti þýtt bætta kynkirtlastarfsemi (compensated hypog- onadism) í mismiklum mæli og styddi kenning- una um að minnkandi franrleiðsla karlhor- móna eða einhverra þátta tengdum karlhor- mónum sem hafa áhrif á blóðmyndun, gætu verið orsök lækkaðs Hb-styrks í öldruðum körlum. Tíðahvörfin hjá konum hafa í för með sér minnkun á framleiðslu karlhormóna en mun meiri minnkun kvenhormóna (29). í rottum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.