Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 371 Tafla VIII. Sjúkdómsgreiningar eftir kyni og aldri. Kyn Aldur Piltar Stúlkur <15 >15 ára Samtals F0 Vefrænar geðtruflanir 2 1 1 2 3 F1 Vímuefnamisnotkun 3 10 4 9 13 F2 Geðklofi 5 2 1 6 7 F3 Geðslagstruflanir 0 5 2 3 5 F4 Kvíðatruflanir 7 24 15 16 31 F5 Lystarstol 0 6 3 3 6 F6 Persónuröskun 8 4 4 8 12 F7 Þroskahefting 4 4 5 3 8 F8 Þroskatruflanir 5 1 3 3 6 F9 Hegðunartruflanir 20 12 21 11 32 X Sjálfsvigstilraunir 3 10 4 9 13 unglinga fékk greiningar í flokki hegðunar- eða persónuleikatruflana. Það er athyglisvert að enginn þeirra 10 unglinga sem mældust vel greindir, hafði góða námsstöðu, en þeir höfðu flestir búið við mikið álag (SÁ-stig 5=4). Slæm tengsl við jafnaldra koma ekki á óvart, en samskiptaörðugleikar við bæði jafnaldra og fullorðna voru áberandi vandamál hjá þeim sem lögðust inn á deildina. Eins og tafla VII ber með sér var námsstaða þeirra sem voru í slæmurn félagsskap lakari en þeirra sem voru í betri félagsskap (p<0,001). Ennfremur var námsstaða þeirra sem höfðu léleg tengsl við jafnaldra lakari en þeirra sem voru í félagsskap (p<0,01). I töflu VIII má sjá tíðni sjúkdómsgreininga eftir kyni og aldri. Fjöldi greininga er meiri en fjöldi einstaklinga. Vímuefnavandi sem var oftar greindur hjá stúlkum, var alltaf auka- greining. Þroskahömlun var eina geðgreining- in í aðeins einu tilfelli af átta. Einungis einn var greindur með víðtæka þroskatruflun, en aðrar þroskatruflanir voru sértækar, svo sem náms- örðugleikar, og þá ekki aðalgreining. Ætlast er til að greiningin persónuleikatruflun sé aðeins gefin einstaklingum 18 ára og eldri, þó að rætur þessara truflana liggi snemma á lífsferlinu. Þrátt fyrir þetta voru 12 unglingar greindir persónuleikatruflaðir við athuganir á deild- inni, fjórir undir 15 ára aldri. Samtals greindust 44 unglingar með hegðunar- eða persónuleika- truflanir. Geðslags- og kvíðatruflanir voru samanlagt marktækt algengari hjá stúlkum en piltum (p<0,001), en álíka algengar í yngri og eldri aldurshópum. Persónuleika- og hegðunartrufl- anir voru hins vegar algengari hjá piltum (p<0,01). Ekki var marktækur munur á öðrum greiningum eftir kyni og ekki marktækur mun- ur eftir aldri. Geðklofi var greindur í sjö tilvik- um, aðeins einu undir 15 ára aldri. Flestir unglinganna útskrifuðust heim til sín eða 85, en 11 fóru á aðra stofnun. Alls útskrif- uðust 12 unglingar af deildinni án samráðs við starfsfólk. Engin eftirmeðferð var áætluð á vegum deildarinnar í 38 tilfellum. í 37 málum voru í reynd engin samskipti við deildina eftir út- skrift, en í 32 málum hafði deildin afskipti af sjúklingunum fimm sinnum eða sjaldnar. Það vekur athygli hve eftirmeðferðin er lítil, þegar tekið er mið af hversu algeng alvarleg einkenni voru við komu og hve sjaldan var hægt að vísa málum til annarra fagaðila eftir útskrift. Algengt var að ungum geðsjúklingum væri fljótt vísað til fullorðinsgeðdeilda. Mörg- um erfiðum málum var vísað til barnaverndar- yfirvalda. Stundum varð að vísa málum til að- ila sem óvíst var hvort stæðu faglega undir eftirmeðferðinni. I rúmum helmingi tilvika var göngudeildar- meðferð í formi einstaklings- og/eða fjöl- skyldumeðferðar talin æskileg eftir útskrift. Alls hefðu 23 þurft langtímameðferð á stofn- un, langflestir eða 18 vegna hegðunartruflana. Til viðbótar var þörf fyrir áfangastað eða sam- býli fyrir 14 unglinga. Umræða Meginniðurstaða þessarar athugunar er sú staðreynd, að upp undir helmingur þeirra ung- linga sem voru í meðferð á deildinni á fyrstu fimm árum starfseminnar, voru unglingar með yfirgnæfandi hegðunar- og félagsvanda. Vandamál þessara unglinga hafa oftast staðið lengi og án þess að markvisst hafi verið tekið á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.