Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 24

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 24
372 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 þeim fyrir konni á deildina. Þeir hafa oft alist upp við mikið sálfélagslegt álag sem hefur ásamt fleiru stuðlað að vanda þeirra. Þeir komu margir sem bráðatilfelli á deildina í framhaldi af einhvers konar þrotum í nánasta umhverfi, svo sem í fjölskyldu, skóla eða jafn- vel meðferðar- og stuðningskerfinu umhverfis þá. Á sambærilegum erlendum deildum eru hegðunartruflanir einnig áberandi (9,13) og fjölskylduaðstæður jafnvel enn verri en hér (9). í heild voru þessir 100 unglingar illa á vegi staddir. Tveir þriðju hlutar hópsins höfðu lítil tengsl við jafnaldra og meirihluti þeirra sem hafði tengsl við jafnaldra, var í slæmum félags- skap. Samfara þessum litlu eða óheppilegu tengslum var lök námsstaða. Stór hópur átti í samskiptaörðugleikum við foreldra. Um 30% sjúklinganna áttu foreldra með vímuefnavanda og svipaður tjöldi átti foreldra með aðrar geð- truflanir. Framtíðarhorfur unglinga sem þann- ig er ástatt fyrir eru ekki bjartar, nema þeir fái mikla aðstoð frá heilbrigðis,- félags- og menntakerfi. Meðaldvalartíminn á deildinni var langur samanborið við fullorðinsdeildir en virðist ekki hafa verið lengri en á tilsvarandi erlendum deildum (9,12). Dvalartími eldri stúlknanna var ef til vill styttri en annarra, samfara minna sálfélagslegu álagi og meiri tíðni þunglyndis- og kvíðatruflana. Kynjahlutfallið í þessari athugun var líkt því sem aðrir hafa fundið, það er fleiri stúlkur en piltar, enda þótt munurinn sé ekki marktækur. I barnæsku eiga fleiri drengir en stúlkur við geðtruflanir að stríða. Á unglingsárunum virð- ist þetta hlutfall snúast við, en tíðni tilfinninga- truflana virðist aukast hjá stúlkum, sem verða fjölmennari sem notendur geðheilbrigðiskerf- isins (20). Geðtruflanir pilta koma fremur fram í hömlulausri hegðun og vímuefnamisnotkun (20), en þeir fá oftar aðstoð á vegum annarra aðila en heilbrigðiskerfisins. Slæmt andrúmsloft á heimili, ósætti og ósamkvæmni foreldra er einn mikilvægasti áhættuþátturinn í fjölskyldunni hvað varðar sálfélagslegan þroska barna (21). Tæpur helm- ingur unglinganna sem komu til innlagnar, hef- ur búið við verulegt ósætti milli foreldra og/eða skilnað. Um það bil þriðjungur hefur búið við vímuefnamisnotkun foreldra, sem telst vís- bending um truflun á getu hinna fullorðnu til að sinna foreldrahlutverkinu (22). Algengir og eðlilegir þættir í lífi barna svo sem búferlaflutningar og flutningar milli skóla eru álag sem flest börn ráða við, en geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir önnur og leggst þá við annað álag sem fyrir er (23). Unglingarnir útskrifuðust oftast heim til sín, en allt of oft án þess að fullnægjandi eftir- nreðferð fagaðila væri fáanleg. Eins og fyrr segir, var mörgum erfiðum málum vísað til barnaverndaryfirvalda, oftast vegna verulegs félagslegs vanda ásamt hegðunarvandkvæð- um. Vandamál þeirra rúmlega 50 unglinga sem höfðu aðrar geðtruflanir, sýna nokkuð vel þá breidd í geðrænum erfiðleikum sem eðlilegt er að meðhöndla á unglingageðdeild, sérstaklega sé tekið ntið af því að til eru aðrar stofnanir sem ætlað er að sinna þeim sem hafa yfirgnæf- andi hegðunar- og félagsvanda. Þessir ungling- ar fengu nrarkvissari eftirmeðferð frá deild- inni, enda fyrst og fremst á ábyrgð geðheil- brigðiskerfisins að fylgja þeim eftir. Skammur meðferðartími á göngudeild fyrir innlögn gæti bent til þess að leitað sé til ung- lingageðdeildar þegar mál eru komin í þrot og þá hugsanlega fyrst og fremst til að nýta mögu- leikann á innlögn. Einnig er hugsanlegt að starfsfólk deildarinnar hafi frekar tekið á móti málum þar sem innlögn var í sjónmáli, en síður þar sem líklegt var að göngudeildarmeðferð nægði. Mönnun unglingageðdeildar miðar við þá sem innlagðir eru hverju sinni og svigrúm lítið til að vinna mál á göngudeild. Niðurstaða þessarar athugunar er að of stór hluti sjúklinganna sem lagður var inn á ung- lingageðdeild fyrstu fimm árin, hafði fyrst og fremst hegðunar- og félagsleg vandamál. Margir þessara unglinga þurftu langtíma end- uruppeldi og kennslu en sjaldan mjög sérhæfða meðferð. Telja má fullvíst að með markvissri göngudeildarvinnu og samstarfi þeirra aðila sem að málunum koma, hefði oft mátt komast hjá innlögn. Aftur á móti má gera ráð fyrir að margir unglingar með heilbrigðisvandamál fyrst og fremst, fái ekki þá hjálp í heilbrigðis- kerfinu sem þeir og fjölskyldur þeirra þurfa á að halda, án tillits til hvort þörf er fyrir innlögn eða ekki. Ekki er vitað hver þörfin er fyrir innlagnir vegna geðtruflana sem ekki eru fyrst og fremst hegðunar- og félagsvandi. Gera má ráð fyrir að ástandið hér á landi sé svipað og í öðrum vest- rænum löndum, þar sem aðeins lítill hluti ung- linga með geðtruflanir fá hjálp geðheilbrigðis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.