Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 31

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 1994: 80 379 næturrisi, jafnvel meðal þeirra sem höfðu næt- urrismælingu innan eðlilegra marka (mynd 4). Þegar miðað var við næturris var aldur hins vegar sá þáttur sem sterkast forspárgildi hafði, hlutfall getulausra karla hækkaði og næturris- um fækkaði. Af niðurstöðum þessarar rann- sóknar er ekki hægt að draga þá ályktun að ein sjúkdómsgreining hafi öðrum fremur tengsl við getuleysi af líkamlegum toga. Hins vegar er athyglisvert að sjúklingar með Peyronies-sjúk- dóm höfðu oftar en aðrir næturrismælingu inn- an eðlilegra rnarka. Peyronies-sjúkdómur lýsir sér með bandvefshnúðamyndun á getnaðar- limi og getur þannig aflagað liminn er ris á sér stað en veldur ekki beinni truflun á blóðflæði. Pví kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Greinilegt er að sálrænir þættir vega þungt hjá ungum mönnum þegar getuleysi er annars vegar, en meðal karla undir 40 ára aldri var næturrismæling eðlileg í 73% tilfella, enda þótt um hafi verið að ræða hóp þar sem talin var ástæða til ítarlegra rannsókna (15). Þessi niður- staða er áþekk því sem fengist hefur í erlendum rannsóknum (9). Áhættuþættir getuleysis vegna æðaþrengsla eru taldir svipaðir og áhættuþættir æðakölkunar annars staðar í lík- amanum, það er reykingar, sykursýki og háþrýstingur (3). Áhugi manna á tengslum reykinga við getuleysi hefur vaxið mjög á síð- ustu árum. Sýnt hefur verið fram á að reyking- urn fylgir verulega aukin hætta á æðakölkun í aðrennslisæðum getnaðarlims í ungum, getu- lausum karlmönnum (15). Okkar rannsókn var afturvirk og ekki spurt sérstaklega um reyking- ar. Af þeim gögnum sem liggja fyrir er þó ljóst að rúmlega 35% karlanna voru reykingamenn. Verið er að kanna tengsl reykinga við getuleysi hér á landi í framvirkri rannsókn. Getuleysi rneðal sykursjúkra karla er vel- þekkt vandamál og talið er að 50-75% karla nreð sykursýki séu getulausir eða -litlir (17-19). í okkar rannsókn voru 17 karlar með sykursýki og voru niðurstöður næturrismælinga hjá þeim svipaðar og hópnum í heild og er það í sam- ræmi við niðurstöður annarra (18). Nýlega hefur verið sýnt fram á með dýratilraunum að í sykurs- ýki er myndun köfnunarefnisoxíðs í æðaþeli trufluð, en efnið er mikilvæg forsenda þess að ris geti átt sér stað (7,8,20). Þegar eru hafnar með- ferðarrannsóknir á efnum er valda losun á köfn- unarefnisoxíði og lofa þær góðu (21). í rannsókn okkar voru 12 karlar með ein- kenni sem gátu talist grunsamleg fyrir bláæða- leka. I þessum tilvikum er um eðlilegt blóð- flæði til limsins að ræða, en bláæðarnar tæmast of fljótt. Limurinn stinnist þá aðeins við rótina en lítil þensla á sér stað yst, oft varir risið einnig skamma stund. I okkar rannsókn voru karlar með bláæðaleka raunar oftar með næt- urris en aðrir (tafla III). Næturrismæling hjá þessum hópi var þó oft á mörkum þess eðlilega og gaf raunar vísbendingar um bláæðaleka í mörgum tilvikum. Af þeim körlum sem rann- sakaðir voru reyndust átta vera með leka sem staðfestur var með sértækri bláæðamynda- töku. Þeir fóru allir í aðgerð, þar sem megin- bláæð limsins (vena dorsalis profunda) var undirbundin en einnig var gerð aðgerð á einum einstaklingi til viðbótar sem hafði mjög grun- samleg einkenni, þrátt fyrir neikvæða rann- sókn. Aðgerðir sem þessar voru fyrst gerðar laust eftir aldamót, en hafa átt vaxandi fylgi að fagna í völdum tilvikum síðastliðinn áratug. Mönnum ber ekki fyllilega saman um árangur aðgerða þessara, en talið er að 24-80% sjúk- linga fái nokkurn eða algeran bata (6,22). I þessari rannsókn voru ýmis hormón mæld hjá þremur af hverjum fjórum körlum (207/ 282). Af þeim voru 12,1% (34) með of lágt testósterón og 2,8% með of hátt prólaktín í blóði. í langflestum tilvikum voru hormón aðeins mæld einu sinni, en til öruggrar grein- ingar á vanstarfi kynkirtla er mælt með endur- teknum mælingum (2). Nýgengi minnkaðrar testósterónmyndunar eykst með aldri (23), en í rannsókn okkar var meðalaldur karla með lágt testósterón 53,5 ár, sem ekki er hærra en meðalaldur hópsins í heild. Stærstur hluti þeirra karla sem mældist með lækkað testósterón var með eðlilegt gulbús- stýrandi hormón (luteinizing hormone, LH) (23/34; 68%). Ef um er að ræða lágt testóster- ón samfara hækkun á LH er talið líklegt að um sé að ræða vanstarfsemi eista (primer hypog- onadismus). Alls reyndust fimm karlar vera með lækkað testósterón samfara LH hækkun (1,8%). Ef LH og testósterón eru bæði lækkuð er talið að um sé að ræða truflun á starfsemi undirstúku og/eða heiladinguls (secunder hypogonadismus). Sex karlar (2,1%) voru með lækkun á báðum hormónum, en þar af höfðu tveir fengið hormónameðferð áður, sem kann að skýra lækkunina hjá þeim. í rannsókninni reyndust 10 karlar (3,5%) vera með hækkun á eggbúsörvandi hormóni (follicle stimulating hormone, FSH), en það

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.