Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 36

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 36
382 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 ins eru tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkvi- stöð Reykjavíkur sem hlotið hafa ítarlega þjálf- un í flutningi og meðferð bráðveikra og slasaðra ásamt reyndum aðstoðarlækni af lyf- lækningadeild Borgarspítalans. Neyðarbíllinn er að jafnaði staðsettur á slysadeild Borgarspítalans og er útbúinn full- komnum tækjum, meðal annars til að veita sérhæfða endurlífgun og má nánast líta á sem færanlega gjörgæslu. Megintilgangur starfsem- innar er að veita slösuðum og öðrum bráðveik- um sjúklingunr sérhæfða meðferð svo fljótt sem kostur er. Á árunum 1982-1986 var neyðarbíllinn ein- ungis starfræktur á daginn og á kvöldin til mið- nættis sex daga vikunnar (1). Frá 1989 hefur hann verið rekinn allan sólarhringinn og hefur tjöldi útkalla verið á bilinu 3000-3500 á ári eða tæplega þriðjungur allra sjúkraflutninga á Reykjavíkursvæðinu (mynd 1). Við teljum að þessi breyting á starfstíma neyðarbílsins hafi ekki haft áhrif á árangur endurlífgunar þar sem engin breyting varð á meðferð eða útkallstíma. Sjúkdómar hafa reynst vera um 67% útkalla að jafnaði en um 25% þeirra hafa verið vegna slysa. Algengustu bráðasjúkdómar hafa verið úr flokki hjarta- og æðasjúkdóma, heila- og taugasjúkdóma og lungnasjúkdóma en útköll vegna eitrana, efnaskiptatruflana og bráðaof- næmis eru ekki óalgeng. Um 2% af heildar- útköllum neyðarbílsins hafa verið vegna hjarta- og öndunarstöðvunar eða um 60 tilfelli árlega. Árið 1986 komu út nýjar leiðbeiningar urn sérhæfða endurlífgun frá ameríska hjartafélag- inu (American Heart Association: Standards and guidelines for cardiopulmonary resuscita- tion and emergency cardiac care) (2). I þeim var meðal annars lagst gegn notkun bíkarbón- ats sem til þess tíma hafði verið notað sem fyrsta lyf þegar urn hjarta- og öndunarstöðvun var að ræða. Einnig var nánast tekið fyrir notk- un kalsíums og ísóprenalíns auk nokkurra ann- arra breytinga sem lagðar voru til. Allir læknar neyðarbílsins sækja námskeið í sérhæfðri end- urlífgun áður en þeir hefja störf á bílnum. Pessi námskeið hafa miðast mjög við hinar amerísku leiðbeiningar enda hafa þær til skamms tíma verið þær einu sem tiltækar hafa verið. Frá árinu 1987 hefur í öllum aðalatriðum verið far- ið eftir endurskoðuðum leiðbeiningum frá 1986 og þótti því áhugavert að kanna hvort breytt meðferð hefði í för með sér aðrar og ef til vill Fjöldi □ Útköll . "'ltssk ■ Á- •• -i Sf • 1 j* g(: Jj. ‘hf:-: ■ Át.: 1989 1990 Ár Mynd 1. Heildarútköll neydarbíls á hverju ári 1987-1990. jákvæðari niðurstöður en áður hafa fengist með rekstri neyðarbílsins. Efniviður og aðferðir Safnað var upplýsingum fyrir tímabilið 1987- 1990 af sérstökunr eyðublöðunr sem læknir neyðarbílsins útfyllir jafnóðunr eftir hvert út- kall vegna hjarta- og öndunarstöðvunar í sam- ræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar (3). Eftir hvert tilfelli er skráð nafn sjúklings, kennitala, heimilisfang, hvar tilfellið átti sér stað, hvort vitni voru að því eða ekki og hvort nærstaddir hófu endurlífgun eða ekki. Hjart- sláttartruflun á fyrsta riti er skráð, svo og allar læknisaðgerðir, svo sem hvers konar öndunar- aðstoð, rafstuð og lyfjagjafir. Jafnframt eru skráð helstu atriði líkamlegrar skoðunar, fyrstu sjúkdómsgreiningar og greint frá afdrif- um sjúklings. Eftir hvert útkall var skráð á Slökkvistöð Reykjavíkur nákvæmlega hvenær tilkynning barst, hvenær neyðarbúl var kom- inn á staðinn, hvenær sjúklingur var kominn í bflinn og hvenær neyðarbfllinn var kominn með sjúkling á sjúkrahús. Fengin voru afrit af sjúkraskrám þeirra sjúklinga sem lögöust inn á Borgarspítalann, Landspítalann og Landakot og könnuð afdrif þeirra. Utkallstími var skilgreindur sem sá tími sem líður frá því að boð berast Slökkvistöð Reykja- víkur þar til neyðarbíll kemur á staðinn. Niðurstöður Á árunum 1987-1990 voru 230 endurlífgun- artilraunir gerðar af áhöfn neyðarbílsins. Þegar hjarta- og öndunarstöðvun vegna slysa, drukknunar, ofneyslu vímuefna og sjálfsvígs

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.