Læknablaðið - 15.10.1994, Page 46
390
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
yfirliðið lagður inn bráðainnlögn vegna með-
vitundarleysis. Var það rakið til höfuðhöggs
sem sjúklingur fékk á unglingsárum.
Þeir tveir sjúklingar er höfðu sjúkdóm í mið-
taugakerfi og fengu endurtekin yfirlið voru í
fyrra sinnið greindir með krampa. Annar
þeirra fékk sömu greiningu aftur en ekki var
hægt að staðfesta krampa hjá hinum.
Úr efnaskiptahópi fékk einn sjúklingur með
sykursýki endurtekið yfirlið vegna blóðsykurs-
falls.
Úr hópnum þar sem orsök fannst ekki fengu
þrír endurtekin yfirlið. Hjá einum sjúklingi var
hjartasjúkdómur talinn orsök yfirliðs í síðara
skiptið. Hjá tveimur er orsök ófundin. Annar
þeirra hefur verið ítarlega rannsakaður, meðal
annars með raflífeðlisfræðilegri rannsókn í
hjartaþræðingu. Hinn hefur ekki verið rann-
sakaður frekar.
Meðalaldur er lægstur í skreyjutaugar- og
efnaskiptahópunum, eða 35,4 og 37 ár. í hin-
um þremur er meðalaldur svipaður eða 56,9,
61 og 61,3 ár.
Umræða
Ef hóparnir eru athugaðir nánar kemur í ljós
að þeir sem dóu úr blóðþrýstingsfallshópi voru
flestir háaldraðir, sex eldri en 70 ára. Sá yngsti
(51 árs) var með illkynja sjúkdóm. Hinir voru
einnig með aðra alvarlega sjúkdóma; hjarta-
og/eða lungnasjúkdóma, nýrnabilun, heila-
stofnsblóðfall og krabbamein, það er að segja
allt alvarlega veikir sjúklingar. Flestir (sex af
átta) höfðu fengið yfirlið vegna lyfjatöku, oft-
ast töku þvagræsilyfja. Af þeim fjórum sem
dóu úr hjartahópnum voru þrír háaldraðir (83-
91 árs). Sá yngsti var 47 ára, en hann hafði
neggaukaþrengsli. Þeir sem eftir lifðu voru
mun yngri einstaklingar (meðalaldur 55 ár)
með vægari hjartasjúkdóma, svo sem takttrufl-
anir frá hjarta eftir hjartavöðvabólgu, gátta-
flökt, sjúkan sinus hnút en ekki kransæðasjúk-
dóm eða hjartabilun.
Samkvæmt ofansögðu er dánarhlutfall í
þessum tveimur hópum talsvert hærra en í þýð-
inu (8). Sjúklingar sem fá yfirlið af völdum
hjartasjúkdóma og blóðþrýstingsfalls í stand-
andi stöðu hafa slæmar horfur sem trúlega
skýrist af því að þeir hafa annan alvarlegan
sjúkdóm. Það er því að líkindum erfitt að
breyta miklu um horfur þessara sjúklinga en
standa þarf vel að lyfjameðferð þeirra. Þekkt
er að meðal þessara sjúklinga er dánartíðni
hærri hjá körlum en konum, auk þess sem
hjartabilum og hár aldur leiða til hærri dánar-
tíðni (7).
Skreyjutaugarhópurinn var langstærstur og
var einnig með lægstan meðalaldur (39,6 ár)
(1). Af þeim dóu þrír (6,5%) og voru þeir allir
úr eldri hluta hópsins, 75-85 ára, meðaldán-
araldur var 81 árs. Enginn þeirra var með
þekktan hjartasjúkdóm. Tveir dóu úr lungna-
bólgu og einn úr lungnablóðreki. Tveir létust
innan árs, sem er lægra en búast mætti við fyrir
þennan aldurshóp samkvæmt töflunum. Því er
óhætt að telja að í þeim hópi sjúklinga sem fá
yfirlið af völdum skreyjutaugarertingar sé dán-
artíðni ekki aukin.
Sjúklingar með sjúkdóma í miðtaugakerfi
hafa einnig háa dánartíðni, 22,2% (tafla I). í
þessurn aldurshópi hefði mátt búast við lægri
dánartíðni, eða 2,9% á fimm árum, samkvæmt
aldursstöðluðum töflum. Annar þeirra sem
lést hafði illkynja sjúkdóm en hinn útbreiddan
æðasjúkdóm.
Dánartíðni í hópnum þar sem orsök fyrir
yfirliði var óþekkt er 5% hærri en búast mætti
við í þýðinu (tafla II). Þetta bendir til að hluti
sjúklinga geti haft annan alvarlegan sjúkdóm
og því brýnt að komast nær greiningunni.
Af þeim 20 sem fengu endurtekin yfirlið
fékk mikill meiri hluti, eða 70%, aftur sömu
greiningu (tafla III) en það er í samræmi við
erlendar rannsóknir (7). Allir úr skreyjutaug-
arhópi fengu aftur sömu greiningu. I þeim hópi
eru einnig talsvert yngri einstaklingar en í hin-
um hópunum. Þetta styður enn frekar að yfir-
lið af völdum skreyjutaugarertingar sé ekki
vegna alvarlegs sjúkdóms og sé aðallega meðal
yngri einstaklinga. Enginn þeirra sem greindist
með hjartasjúkdóma sem orsök yfirliðs fékk
endurtekið yfirlið. Þetta er önnur niðurstaða
en í erlendri rannsókn (7) þar sem 24,8% fengu
endurtekið yfirlið. Þeirra niðurstaða var að
endurtekin yfirlið væru algengari hjá sjúkling-
um með yfirlið af völdum hjartasjúkdóma ef
þeir fengu ekki viðeigandi meðferð. Mætti því
álíta að hér hafi annar sjúkdómur, sem var fyrir
hendi, verið greindur og meðhöndlaður á við-
eigandi hátt. En eins og áður segir voru þeir
sem eftir lifðu úr hjartahópi mun yngri ein-
staklingar og með vægari hjartasjúkdóm en
þeir sem dóu.
Skýringin á því hve fáir fengu endurtekið
yfirlið getur því einfaldlega verið sú að þeir
sem voru í áhættuhópi eru dánir. Hlutfallslega