Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 47

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 391 flestir úr blóðþrýstingsfallshópi fengu endur- tekið yfirlið eða sjö af 23 (30,4%). Af þessum sjö voru þrír með sömu greiningu og áður. í öllum tilfellum orsakaðist blóðþrýstingsfallið af lyfjum. Hjá þeim fjórum sem eftir eru voru kringumstæður breyttar við síðara yfirliðið. Tveir voru með fyrra yfirlið orsakað af lyfjum en hið síðara annars vegar vegna skreyjutaug- arertingar og hins vegar yfirlið vegna blóðleys- is. Sá sjötti fékk nýja greiningu, flog vegna heilameiðsla. Sá síðasti var með þekkt negg- aukaþrengsli og hjartaöng ásamt tilhneigingu til blóðþrýstingsfalls. Lýsing á aðdraganda fyrra yfirliðsins bendir til yfirliðs vegna blóð- þrýstingsfalls en seinna yfirlið kom án fyrirvara (9) og því grunsamlegt fyrir hjartsláttartruflan- ir. Hjá þeim er fengu yfirlið vegna lyfja mætti ætla að auðvelt væri að koma í veg fyrir þau er orsök væri ljós en svo reyndist ekki vera. Tveir sjúklingar með sjúkdóma í miðtauga- kerfi fengu við endurtekin yfirlið sömu grein- ingu og áður. Annar þeirra fær nú greininguna óþekkt orsök þar sem í hans tilfelli var ekki hægt að greina á milli hjartasjúkdóms og krampa. I efnaskiptahópnum fær einn af þrem- ur endurtekið yfirlið en það var viðbúið þar sem hann var með insúlínháða sykursýki og því í hættu að fá endurtekið blóðsykursfall. Ur hópnum með óþekkta orsök fyrir yfirliði fá þrír endurtekið yfirlið, eða 15%. Hjá einum finnst orsök, hjartsláttartruflanir vegna sjúks sinus hnúts. Gæti það einnig verið upphaflega orsök- in fyrir yfirliði. Hinir tveir eru enn með óþekkta orsök. Kapoor og samstarfsmenn (7) fundu sjaldan sjúkdómsgreiningu við endur- tekin yfirlið hjá sjúklingum með áður óþekkta orsök fyrir yfirliði. Lokaorð Niðurstaða okkar er að sjúklingar með yfir- lið af völdum hjartasjúkdóms eða blóðþrýst- ingsfalls hafi slæmar horfur. Annars vegar aukna dánartíðni og hins vegar hættu á endur- teknu yfirliði, aðallega þó meðal sjúklinga með blóðþrýstingsfall. Yfirlið af völdum skreyju- taugarertingar virðist ekki rýra lífslíkur sem samrýmist því að um meinlaust fyrirbæri sé að ræða sem algengast er meðal yngri einstak- linga. Dánartíðni sjúklinga með óþekkta orsök fyrir yfirliði er einnig hærri en í þýðinu sem bendir til að hluti sjúklinganna hafi aðra alvar- lega sjúkdóma og er því brýnt að bæta grein- ingu. Því má bæta við að í nýrri rannsókn okkar á yfirliði og yfirliðakennd (9) reyndist tíðni hjarta- og æðasjúkdóma allnokkru hærri eða 26%. Hjá þeim er höfðu aðsvifskennd var or- sök vegna hjartasjúkdóma mjög svipuð. Að- svifskennd getur því verið merki um alvarlega hjartsláttartruflun og þarfnast rannsóknar til fullnustu. HEIMILDIR 1. Haraldsdóttir V. Ragnarsson J. Orsakir og tíðni yfirliða. Ferilrannsókn um eins árs skeið. Læknablaðið 1988: 74: 391-6. 2. Day SC, Cook EF. Funkenstein H. Goldman L. Eval- uation and outcome of emergency room patients with transient Ioss of consciousness. Am J Med 1982; 73: 15- 23. 3. Eagle KA, Black HR, Cook EF, Goldman L. Evaluation of prognostic classifications for patients with syncope. Am J Med 1985; 79: 455-60. 4. Savage DD, Corwin L, McGee DL, Kannel WB, Wolf PA. Epidemiologic features of isolated syncope. The Fra- mingham Study. Stroke 1985; 16: 626-9. 5. Kapoor WN. ÍCarpf M, Wieand S. Peterson JR, Levey GS. A prospective evaluation and follow up of patients with syncope. N Engl J Med 1983; 309: 197-204. 6. Kapoor W, Snustad D, Peterson J, Wieand HS, Cha R, Karpf M. Syncope in the elderly. Am J Med 1986; 80: 419-28. 7. Kapoor WN, Peterson J, Wieand HS. Karpf M. Diag- nostic and prognostic implications of recurrences in pa- tients with syncope. Am J Med 1987; 83: 700-8. 8. Yearbook of Nordisk Statistics. Nordic Council of Minis- ters. Nordic Statistical Secretariat, 1987; 26: 60. 9. Blöndal B, Gottskálksson G, Ragnarsson J. Orsakir að- svifa og aðsvifskenndar. Læknablaðið 1991; 77: 289-96.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.