Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 61

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 403 ríkisins eins og almannatrygg- ingalög gera ráð fyrir. Sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa er veigamikill þáttur í heilbrigðisþjónustunni og því bæði æskilegt og eðlilegt að um þann þátt sé fjallað í íslenskri Heilbrigðisáætlun. (Alyktunin hefw verið send heilbrigðismálaráðherra og afrit til TR, landlœknis, Sérfræðinga- félags íslenskra lœkna og Félags íslenskra heimilislœkna.) V Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn á Húsavík dagana 26. og 27. ágúst 1994 hvetur Heilbrigðisráðuneytið til þess að gera áætlun um verkaskipt- ingu og starfssvið sjúkrahúsa í landinu, leggja drög að sam- vinnu þeirra og sérhæfingu og reyna að meta með skipulögð- um hætti hvar þörf uppbygging- ar er mest. Hvar þurfi að fjölga sjúkrarúmum og hvar megi draga úr rekstri. Slík áætlun gæti leitt til þess að fjármagnið leitaði þangað, sem þess er mest þörf. (Ályktunin hefur verið send heilbrigðismálaráðherra og afrit til landlæknis, héraðslækna og Landssambands sjúkrahúsa.) VI Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn á Húsavík dagana 26. og 27. ágúst 1994 skorar á yfirvöld heilbrigðis- og mennta- mála að fjölga kennurum við læknadeild Háskóla íslands. Fjölgun kennara er nauðsynleg til að tryggja læknastúdentum næga kennslu og tilsögn í klín- ísku námi þeirra. Jafnframt er fjölgun kennara nauðsynleg vegna áætlana um aukið fram- haldsnám ungra lækna á ís- landi. Háskóla íslands ber að viður- kenna alla kennslu, sem læknar leggja fram við háskólakennslu heilbrigðisstétta. (Ályktunin var send ráðherr- um menntamála og heilbrigðis- mála og afrit til lœknadeildar, rektors Háskóla Islands og Fé- lags lœknanema.) VII Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn á Húsavík dagana 26. og 27. ágúst 1994, leggur til að stjórn Læknafélags Islands skipi nefnd er kanni hvernig skaðabótaábyrgð lækna er hátt- að í nálægum löndum og kanni með hvaða hætti sjúklingum er bætt tjón, sem þeir hafa orðið fyrir vegna læknisþjónustu. Jafnframt verði lagt mat á það hvernig slík mál hafa verið af- greidd hér á landi. Telji nefndin ástæðu til úrbóta, þá skal hún leggja fram valkosti er tryggi sem best hagsmuni sjúklinga og lækna. Nefndin skal skila skýrslu fyrir næstu formannaráðstefnu Læknafélags Islands. (Nefndin verður skipuð síðar og eru lœknar hér með minntir á málþing um bótaábyrgð heil- brigðisstétta og sjúkrastofnana, sem auglýst er hér í blaðinu.) VIII Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn á Húsavík dagana 26. og 27. ágúst 1994 varar við vaxandi hættu af ýmsum illvið- ráðanlegum smitsjúkdómum. Fundurinn telur núverandi skipulag, viðbrögð og viðbúnað gegn þessari ógnun ekki full- nægja þeim öryggiskröfum og möguleikum sem lega landsins, fámenni og þekking lækna gefur tilefni til. Fundurinn ályktar að stjórn Læknafélags íslands skipi starfshóp til að vinna að nauð- synlegum úrbótum á þessu sviði. (Stjórn LÍmun ræða við land- lœkni um stöðu þessara mála áður en starfshópur verður skip- aður.) IX Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn á Húsavík dagana 26. og 27. ágúst 1994 felur stjórn LI að kanna hvernig almanna- tengslum læknasamtakanna verði best við komið með það fyrir augum að viðhalda já- kvæðu viðhorfi samfélagsins til starfa lækna. (Viðræður við sérfrœðinga á þessu sviði eru þegar hafnar.) Tillögu um að stjórn LI kann- aði möguleika á ráðningu hag- fræðings var vísað frá. Breyting á lögum LÍ Eftirfarandi breytingar voru samþykktar á aðal- fundi LÍ 1. 2. málsliður 1. greinar orð- ist þannig: Lögheimili þess og varnarþing er í Kópa- vogi. 2. Við 3. grein bætist: Bráðabirgðaákvæði: Einstakir læknar innanlands, sem ekki eru í svæðafélagi, skulu njóta sama réttar og kveðið er á um í 3. mgr. þess- arar greinar. Ákvæði þetta gildir frá aðalfundi 1994 fram að aðalfundi 1995. Ný stjórn LÍ Að loknum aðalfundi LÍ 1994 er stjórn félagsins þannig skipuð: Sverrir Bergmann formaður, Sveinn Magnússon varafor- rnaður, Guðmundur J. Elías- son ritari, Ludvig Á. Guð- mundsson gjaldkeri, Guð- mundur Björnssson, Jón V. Högnason, Drífa Freysdóttir og Páll Torfi Önundarson meðstjórnendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.