Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 405 Um frádrátt á móti ökutækjastyrk Hluti sjúkrahúslækna hefur orðið óþyrmilega var við það að skattayfirvöld hafa ákveðið að hafa að engu frádrátt á móti ökutækjastyrk og hafa úrskurð- að endurálagningu á sjúkrahús- lækna eitt til fjögur ár aftur í tímann þar sem þessi hluti frá- dráttar er þurrkaður út. Ökutækjastyrkur sjúkrahús- lækna er krónur 22.067 á mán- uði miðað við fullt starf. Annars hlutfallslega eftir ráðningar- stuðli. Hann er ætlaður til þess að mæta kostnaði við ferðir milli vinnustaða hvort heldur eru í stjórnunar-, læknis- eða kennslutilgangi. Hann ereinnig til að mæta kostnaði við ferðir á vinnustað utan hefðbundins vinnutíma það er fyrst og fremst útköll á vöktum. Hann er einnig ætlaður til að mæta kostnaði við að þurfa að eiga bifreið og hafa hana bundna í hlaði vegna vakt- skyldu. I samningi sjúkrahúslækna er því ökutækjastyrkurinn talinn vegna aksturs í þágu vinnuveit- anda, enda er fjárhagslegur ávinningur vinnuveitandans mjög verulegur. Sjúkrahús hafa siðferðilegar og lagalegar skyld- ur um læknisfræðilegt öryggi. Með bindingu bifreiðar og að hún sé jafnan tiltæk geta sér- fræðingar sinnt ábyrgðarskyldu sinni og stofnunar sinnar með mun ódýrari vaktstöðu en ella myndi verða. Fjármálaráðherra sem samningurinn er gerður við hefur staðfest með bréfi til læknis að um greiðslu vegna kostnaðar sé að ræða. Skattayfirvöld fara að með eftirtöldum hætti: 1. Endurúrskurður nær aðeins til hluta lækna, um 20-25% þeirra, enda þótt allir sjúkra- húslæknar fái ökutækjastyrk á sömu forsendu og greiðsla hans sé vegna sama kostnað- ar hjá öllum. 2. Breyting á endurúrskurði er háð geðþótta. Sjúkrahús- læknar gera sömu grein fyrir kostnaði sínum en sjúkra- húslæknar sem vinna hlið við hlið nákvæmlega sama starf fá ýmist ökutækjastyrkinn viðurkenndan sem kostnað að hluta, að öllu leyti eða alls ekki. 3. Skattayfirvöld virða að vett- ugi túlkun ráðherra á sínum eigin samningum en hann er jafnframt yfirmaður skatta- kerfisins í landinu. Rökstuðningur skattayfir- valda er sóttur í skattalög og vinnureglur ríkisskattstjóra þar sem segir að allur akstur milli heimilis og vinnustaðar sé í þágu launagreiðanda og þótt túlkun sé óljós í lögunum um akstur milli vinnustaða er úr- skurðað að hann jafngildi einnig akstri frá heimili að vinnustað og sé því einnig í þágu launa- greiðanda. En þrátt fyrir forsendurnar, skattalögin og vinnureglurnar, er frádrátturinn viðurkenndur hjá sumum, að hluta hjá öðrum en svo alls ekki hjá öðrum auk þess sem 75-80% sjúkrahús- lækna fá enga tilkynningu um endurúrskurð. Það er býsna erfitt fyrir læknasamtökin að eiga við svona málatilbúnað. Af viðtöl- um við ríkisskattsjóra mátti ráða að hann og starfsmenn hans höfðu lítinn skilning eða vitneskju um vaktstöðu lækna, útköll og uppbyggingu kjara- samnings þeirra við fjármála- ráðuneytið. Það þætti ekki góð læknisfræði að ákvarða með- ferð án þess að hafa grundvall- arþekkingu á því sem málið snerist um. Ljóst er að sjúkrahúslæknum er innbyrðis mismunað og geð- þóttaregla gildir um það hvort skattalögin eða vinnureglur skattstjóra eru hafðar að leiðar- ljósi eða ekki þótt þær séu um leið notaðar til þess að endur- úrskurða að frádráttur skuli að engu hafður á móti ökutækja- styrk. ísland er réttarríki. Því verð- ur að treysta að skattayfirvöld hætti mismunun þegnanna og láti af geðþóttaákvörðunum. Stjórn LÍ mun fylgja því fast eft- ir að læknar fái eðlilega og sam- hljóða afgreiðslu sinna mála. Hún mun einnig vinna að því markvist að svo verði gengið frá ákvæðum um ökutækjastyrk í samningum lækna, að ekki verði tilefni til aðgerða af því tagi sem nú eru viðhafðar af hendi skattayfirvalda og mætti helst líkja því miður við terror- isma. Slíkt á ekkert skylt við að- gerðir í réttarríki. Eftir mikil fundahöld og miklar tafir á framvindu í þess- um málum hafa fulltrúar við- semjenda lækna nú boðið upp á samninga um ökutækjastyrk- inn. Honum verði þannig fyrir komið að í framkvæmd nái hvorki mismunun eða geðþótta- vinnubrögð skattayfirvalda til hans. Sverrir Bergmann, formaður LI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.