Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 70

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 70
410 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Sérfræðinám í Svíþjóð Tómas Guðbjartsson”, Ásbjörn Jónsson21, borvaldur Ingvars- son3’, Páll Helgi Möller41 Inngangur Síðustu áratugi hafa hundr- uðir íslenskra lækna sótt fram- haldsmenntun til Svíþjóðar, fleiri en til nokkurs annars lands. Undanfarin ár hefur efnahagsástand þar farið versn- andi og vaxandi atvinnuleysis gætt á meðal sænskra lækna. Af þeim sökum hefur þrengt veru- lega að möguleikum íslenskra lækna til að sækja þangað fram- haldsnám. Engu að síður verður sérnám þar í landi að teljast fýsi- legur kostur enda búa Svíar við eitt öflugasta heilbrigðis- og tryggingakerfi í heimi og miklu fé er varið til rannsókna. Einnig telst kostur að laun lækna í Sví- þjóð eru góð og félagslegur að- búnaður eins og best verður á kosið. Markmið okkar með þessu greinarkorni er fyrst og fremst að kynna unglæknum fram- haldsnám í Svíþjóð og veita þeim sem eru á leið þangað í sérnám hagnýtar upplýsingar varðandi umsóknir og flutn- inga. Par sem nú eru fleiri um hverja stöðu skiptir miklu að vanda til umsóknarinnar. Það er von okkar að þetta greinar- korn geti orðið einhverjum að liði í þeirri viðleitni. Stærst Norðurlanda Frá handlækningadeild Lasar- ettet í Helsingjaborg11, rönt- gendeild Borgarspítalans21, bæklunardeild háskólasjúkra- hússins í Lundi31, handlækn- ineadeild háskólasjúkrahússins í Lundi4'. Svíþjóð er stærst Norður- landa eða 450.000 knr og þar búa 8,5 milljónir, þar af 1,5 mill- jón af erlendu bergi brotin. Til samanburðar eru íbúar í Dan- mörku og Finnlandi í kringum fimm milljónir í hvoru landi fyrir sig og rúmar fjórar milljón- ir í Noregi. Þéttbýlustu svæðin eru Skánn í suðri og svæðið um- hverfis höfuðborgina Stokk- hólm, en hún er jafnframt stærsta borg landsins með 663 þúsund íbúa. Næst kemur Gautaborg með tæplega 430 þúsund íbúa en Málmey (230 þúsund) og Uppsalir (158 þús- und) þar á eftir. Svíþjóð er háþróað iðnríki og þjóðarframleiðsla á íbúa er með því hæsta sem gerist. Járngrýti og víðáttumiklir skógar eru mikilvægar náttúruauðlindir en aðalatvinnuvegir eru málm- og vélaiðnaður auk þjónustu- greina. Svíþjóð er lýðræðisríki með þingbundinni konungs- stjórn. Þegar þetta er ritað er hægri stjórn við völd en jafnað- armenn hafa setið lengst í stjórn frá lokum seinni heimsstyrjald- ar. Sænskt þjóðfélag er að mörgu leyti svipað því íslenska en flest- um ber saman um að hugsana- háttur Svía sé nokkuð frábrugð- inn þeim íslenska. Óvíða er meira gert fyrir börn og fjöl- skyldufólk og skólakerfið er mjög vel skipulagt. Nú er verð- lag heldur lægra en á íslandi en þó munar ekki miklu. Afkoma er síst lakari og laun yfirleitt hærri en á íslandi fyrir sambæri- leg störf. Á móti kemur að þjón- usta og húsnæði eru dýrari en heima. „Anatómía“ sænska heilbrigðiskerfísins I Svíþjóð er mjög virkt en jafnframt eitt dýrasta heilbrigð- iskerfi í heimi. Undanfarin ár hefur verið reynt að stemma stigu við sívaxandi kostnaði með niðurskurði fjárveitinga en Svíar vörðu 8,4% af vergri þjóð- arframleiðslu til heilbrigðis- mála árið 1991, jafn iniklu og hér á landi, en til samanburðar var þetta hlutfall aðeins 6,1% í Danmörku og 8% í Noregi sama ár. I meginatriðum er uppbygging sænska heilbrigðis- kerfisins svipuð og á íslandi, það er að segja heilbrigðisþjón- usta er rekin fyrir opinbert fé og allir þegnar eiga sama rétt til hennar óháð tekjum. Hægt er að leggja stund á flestar sérgreinar læknisfræð- innar í Svíþjóð en samkvæmt sænsku reglunum er lengd sér- námsins minnst fimm ár. Upp- bygging sérnámsins er oft innan blokkarkerfis þannig að hægt er að ljúka náminu á sömu stofnun eða innan sama svæðis, þó stundum séu undantekningar á þessu. Námið fer að mestu frarn á sjúkradeildum/heilsugæslu- stöðvum en mikil áhersla er lögð á göngudeildarvinnu. Síðustu ár hefur sérnám í læknisfræði tekið nokkrum breytingum í Svíþjóð þannig að námið hefur verið gert skipu- lagðara. Þess er krafist að allir hafi leiðbeinanda (handledare) sem hefur yfirumsjón með sér- námi læknisins. Þannig er ekki nægjanlegt að ljúka ákveðnum tíma í sinni sérgrein heldur verður viðkomandi læknir einn- ig að geta sýnt yfirlækni og leið- beinanda fram á vissa kunnáttu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.