Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 71

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1994: 80 411 til þess að geta fengið sérfræði- réttindi. Flest sérgreinarfélögin bjóða auk þess upp á sérfræði- próf sem liægt er að þreyta sé áhugi fyrir hendi en sum sjúkra- hús gera það þó að skilyrði. Jafnhliða klínísku námi er boðið upp á sérstök námskeið í hverri sérgrein fyrir sig og geta þau verið mjög gagnleg. Nám- skeiðin eru auglýst í sænska læknablaðinu (Lakartidning- en). Yfirleitt er ekki skylda að sækja þessi námskeið en leið- beinendur eru yfirleitt hafðir með í ráðum hvaða og hversu mörg námskeið eru sótt. Oftast eru námskeiðin lækninum að kostnaðarlausu og greitt er fyrir ferðakostnað og uppihald. Læknirinn heldur auk þess launum sínum á meðan. Hægt er að fá metinn náms- tíma frá íslandi en viðkomandi yfirlæknir og nefnd á vegum hins opinbera (Socialstyrelsen) ákveða hversu mikið fæst metið og er hvert tilfelli metið sérstak- lega. í Svíþjóð er hægt að fá við- urkennda fleiri en eina sérgrein. Ekki er talið ráðlegt að hefja sérnám án þess að hafa fengið ótakmarkað lækningaleyfi á ís- landi en þó er leyfilegt í Svíþjóð að nota sex mánuði til sérnáms áður en viðkomandi hefur hlot- ið ótakmarkað lækningaleyfi. I stórum dráttum er um ferns konar sjúkrahús að ræða í Sví- þjóð. I fyrsta lagi eru svokölluð svæðissjúkrahús (regionssjuk- hus) en landinu er skipt upp í svæði (region) og þjóna þessi sjúkrahús hvert sínu svæði. Þar er að finna flest allar sérgreinar. Dæmi um svæðissjúkrahús eru sjúkrahúsin í Örebro og Lundi. í öðru lagi eru háskólasjúkrahús (universitetssjukhus), sem tengjast háskólunum sex; í Stokkhólmi, Gautaborg, Lundi, Linkjöping, Uppsölum og Umeá, og sinna þau bæði kennslu og rannsóknum. Sjúkrahús geta þannig verið bæði háskóla- og svæðissjúkra- hús, til dæmis sjúkrahúsið í Lundi. I þriðja lagi má nefna svokölluð „central lasarett" eða „lanssjukhus'1 en þau eru deildaskipt með flestum sér- greinum og upptökusvæði sem oftast er í kringum 250 þúsund manns. Sjúkrahúsin í Helsingja- borg og Kristianstadt eru dæmi um „lanssjukhus". Loks má nefna „lansdelsjukhus" (region- al lasarett) en þau eru yfirleitt tiltölulega lítil sjúkrahús með bæði hand- og lyflækningadeild auk móttökudeilda fyrir aðrar sérgreinar, svo sem háls-, nef- og eyrna- og krabbameinslækn- ingar. I Landskrona og Ángel- holm er til dæmis að finna „láns- delsjukhus“. Réttindi íslenskra lækna í Svíþjóð Samkvæmt EES-samningn- um sem tók gildi 1. janúar 1994 geta þeir læknar sem hafa ríkis- fang og læknismenntun frá öðru EES-ríki sótt um lækningaleyfi í Svíþjóð án þess að gangast und- ir próf. Ekki er skylda að vera í sænska læknafélaginu en aðild er að mörgu leyti æskileg og kostar um það bil 28 þúsund ís- lenskar krónur á ári. Um leið fæst aðgangur að lánum en sænska læknafélagið tengist bæði banka og tryggingafélagi. Meðal annars er hægt að kaupa vægu verði ábyrgðartryggingu sem tryggir lækninn fyrir mis- tökum í starfi. Námsstöður í Svíþjóð Námsstöður í Svíþjóð eru aðallega tvenns konar, annars vegar svokallaðar ST-blokkir (specialist tjanstgöring) og hins vegar svokallaðar afleysinga- stöður (vikariat). Fyrrnefndu stöðurnar eru auglýstar í sænska læknablaðinu. Sé læknir ráðinn í ST-blokk skuldbindur við- komandi stofnun sig til þess að veita honum menntun til sér- fræðiviðurkenningar. Jafnframt verður stofnunin að veita lækn- inum stöðu að loknu sérfræði- námi óski hann þess. Síðar- nefnda ákvæðið hefur gert það að verkum, samhliða vaxandi samdrætti í fjárveitingum til sænskra sjúkrahúsa, að stofnan- ir eru tregar til að ráða fólk í ST-blokkir og vilja fremur ráða lækna í afleysingastöður til nokkurra mánaða í senn. Vinnuveitandi fær þannig meiru um það ráðið hverja hann hefur í vinnu á hverjum tíma en starfs- öryggi lækna minnkar að sama skapi. En þótt ST-staða sé hag- stæðari og öruggari kostur en afleysingastaða er gallinn sá að erfitt er að komast beint í slíka stöðu héðan. Yfirlæknar vilja gjarnan sjá fyrst hvernig læknir- inn spjarar sig í vinnu áður en gengið er frá ráðningu til lengri tíma. Sé þess hins vegar nokkur kostur er skynsamlegt að reyna að komast í ST-stöðu sem fyrst. I þessu sambandi getur verið kostur að geta þess að stefnt sé heim að námi loknu. í slíkum tilvikum getur yfirmaðurinn verið tilkippilegri að ráða lækn- inn í ST-blokk uns sérnámi líkur þar sem hann þarf ekki hafa áhyggjur af að verða honum úti um fasta stöðu við stofnunina þegar sérnáminu lýkur. Eins og áður sagði eru ST- blokkir auglýstar í sænska læknablaðinu. Afleysingastöð- ur eru hins vegar yfirleitt ekki auglýstar þar en ráðið er í þær allan ársins hring, allt eftir sam- komulagi. Best er að spyrjast fyrir um afleysingastöður með því að hringja beint út eða skrifa. Mikil hjálp er að leita til Islendinga sem eru á svæðinu eða eru nýkomnir heim úr sér- námi en þeir hafa oft persónu- leg sambönd við yfirmenn en sennilega skipta slík sambönd mestu máli við ráðningar í Sví- þjóð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.