Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 73

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1994: 80 413 ökuleyfi á grundvelli þess ís- lenska ef það er gert innan árs frá því að komið er til landsins, að öðrum kosti getur viðkom- andi þurft að taka próf, bæði skriflegt og verklegt. I sumum tilvikum er krafist vottorðs frá sjúkrahúsi um framhaldsnám. Slík vottorð fást á skrifstofum spítalanna en þar kemur fram hversu lengi við- komandi hefur unnið á stofnun- inni og frá hvaða deild laun voru greidd. Á sömu skrifstofum er hægt að fá vottorð sem sýnir tekjur síðastliðins árs en slíkt vottorð getur komið að góðum notum ef sótt er um bætur úr félagslega kerfinu, til dæmis fæðingarorlof. Ekki er lengur krafist sænskuvottorðs nema í algjör- um undantekningartilvikum. Þá er staðfest af viðurkenndunt sænskukennara að viðkomandi skilji bæði ritað og mælt mál og geti gert sig skiljanlegan á sænsku. Þó má benda á að tali fólk reiprennandi sænsku getur verið ávinningur í því að fá það staðfest, til dæmis af sænsku- kennara. Einnig er sjálfsagt að geta þess þegar sótt er urn stöðu að umsækjandi tali góða sænsku. Húsnæði Yfirleitt er talið ráðlegt að byrja í leiguhúsnæði. Húsaleiga á almennum markaði er mis- munandi eftir stöðum og oft dýrari í stórborg en á minni stöðum á landsbyggðinni. I borgum er húsaleiga fyrir þriggja til fjögurra herbergja íbúð oftast á bilinu 30-50 þús- und íslenskar krónur á mánuði og er þá innifalið bæði hiti og vatn. Kallast það „varm hyra'1 þegar hiti er innifalinn en ef það er ekki er talað um „kall hyra'* en mikilvægt er að hafa þessi hugtök á hreinu þegar samið er urn verð á leiguhúsnæði. Fyrir raðhús hækkar leigan í 55-80 þúsund íslenskar krónur á mán- uði. Leigusalar eru oftast sér- stök leigufyrirtæki eða þá einkaaðilar. I flestum tilvikum fylgja íbúðunum raftæki, svo sem ísskápur, eldavél, þvotta- vél og þurrkari. Ef svo er ekki má benda á að verð á rafmagns- tækjum er umtalsvert lægra en á íslandi. Oftast er ekki miklum vand- kvæðum bundið að verða sér úti um húsnæði en best er að ganga frá þessum málum með nokk- urra mánaða fyrirvara. Hægt er að leita til íslendinga í nágrenn- inu og þeir geta síðan grennslast fyrir urn húsnæði eða sent inn auglýsingu í dagblöð. Oft er árangursríkt að hengja upp hús- næðisauglýsingu á þeim spítala þar sem fyrirhugað er að stunda nám. Þegar fólk hefur áttað sig bet- ur á hlutunum kemur til greina að kaupa húsnæði. Verð á hús- næði er rnjög breytilegt eftir stöðum en þegar þetta er ritað hefur markaðurinn verið í botni og því hagstætt að kaupa hús- næði. Aftur á móti er rétt að hafa í huga að erfiðara er að losna við húsnæði hafi fólk til dæmis í huga að færa sig um set innan Svíðþjóðar eða til ann- arra landa. Laun og skattar Á sjúkrahúsum eru byrjunar- laun aðstoðarlækna í kringum 160 þúsund íslenskar krónur á mánuði fyrir dagvinnu (ágúst 1994). Heildarlaun ráðast af vaktálagi en flestir eru á fjórum til fimm vöktum á mánuði og geta þá bæst við 40 - 50 þúsund íslenskar við dagvinnulaunin. Oft er þó greitt fyrir vaktir í formi fría, að minnsta kosti að hluta (sjá betur síðar). Greiðsl- ur fyrir vaktir eru því ekki jafn stór hluti af heildarlaununum eins og á Islandi. I þessu sam- bandi er rétt að árétta að sam- anburður á launum á milli landa er óviss mælikvarði á afkomu. Sumarfrí er yfirleitt fimm vik- ur en að auki eru vaktavinnufrí sem er þá hluti af greiðslu fyrir vaktir. Á flestum stöðum er þess krafist að læknar taki helm- ing til tvo þriðju hluta út í fríum fyrir vaktir en hitt í launum. Á sumum stöðum er þó hægt að taka allt út í peningum. Vakta- vinnufrí eru betri en á íslandi. Sé gert ráð fyrir að urn það bil tveir þriðju hlutar af greiðslu fyrir vaktir séu teknir út í fríi og vaktir séu fjórar til fimm á mán- uði þýðir þetta einnar viku frí á fimm til sex vikna fresti. Þetta frí er til dæmis hægt að nota til vísindarannsókna en oft er hægt að semja við yfirmenn um að safna upp vaktavinnufríum og vinna annars staðar um tíma, til dæmis á Islandi. Vinnuvika sérfræðinga er 43- 48 klukkustundir á viku en læknar í sérnámi (underlakare) eiga yfirleitt að vinna 40-45 klukkustundir á viku. Yfirleitt er ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Unnið er frá mánu- degi til föstudags en sums staðar er hætt fyrr á föstudögum til þess að Iengja helgina. Á flest- um stöðum er frí að minnsta kosti síðari hluta dags eftir vakt en vaktir eru yfirleitt rnjög annasamar. Vinnutími er yfir- leitt frá kl. 07:30 til 17:00 með klukkutíma í mat sem ekki telst til vinnutímans. Laun heilsugæslulækna eru yfirleitt sambærileg launum sjúkrahúslækna en ekki er greitt sérstaklega fyrir afköst líkt og heima á Islandi. Sumarfrí eru einnig sambærileg en víða er greitt að fullu fyrir vaktir í pen- ingum og vaktavinnufrí því styttri. Skattar hafa síðustu ár lækk- að umtalsvert í Svíþjóð og eru nú í kringum 30% af fyrstu 200 þúsund sænskum krónum á ári
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.