Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 80
420
LÆKN ABLAÐIÐ 1994; 80
— Mikill tími heilbrigðisstarfs-
manna fer í skrifstofustörf.
— Forvörnum og heimavitjun-
um er síður sinnt en áður.
— Megináhersla lögð á efna-
hagsrekstur.
— Gæðin minnka á kostnað
efnahagsreksturs. Seint
brugðist við nýjungum.
— Ovilji sumra heilsugæslu-
lækna að vísa á sérfræðinga.
— Afturhvarf til eldra rekstrar-
fyrirkomulags að nokkru
leyti.
— Læknar velji ,.þægilegu“
sjúklingana, frekar en þá
„erfiðu".
— Heilsugæslulæknar sem
ráða miklu um eftirspurn og
framleiðni sjá nú einnig um
fjármögnun heilsugæslu-
þjónustu að verulegu leyti.
— Verulegar kvartanir hafa
borist um að sjúklingar séu
útskrifaðir of snemma vegna
þröngs fjárhags stofn-
ananna. Nýlega kom út
doktorsritgerð í Skandina-
víu er segir sögu 440 sjúk-
linga sem hlutu þau örlög.
Margir þörfnuðust skjótrar
endurinnlagnar (9).
Petta er tilraun og rétt að
fylgjast með þróun mála.
Samantekt
Ekkert greiðslukerfi er galla-
laust. Og því miður skortir mjög
upplýsingar um árangur og til-
kostnað í heilbrigðiskerfinu.
1. Svo virðist sem greiðslu-
kerfi sem tíðkast á íslandi, það
er fjöst fjárlög, en að hluta til af-
kastahvetjandi verk samkvæmt
samningi við Tryggingastofnun
ríkisins séu hagkvæm bæði
kostnaðarlega og faglega séð. í
ofanálag hefur okkur íslending-
um tekist vel að viðhalda val-
frelsi sjúklinga. Tillaga hefur
komið fram um að áætla hverri
heilsugæslustöð ákveðna fjár-
hæð (byggða á rekstrarkostnaði
síðastliðins árs). Fjárhæðin nær
yfir allan rekstrarkostnað
stöðvanna að viðbættum áætl-
uðum kostnaði fyrir sérfræði-
þjónustu og sjúkrahúsþjónutu.
Ef farið er fram yfir kostnað
lækkar einingarverð sem greitt
er til lækna. Verulegur skrif-
stofukostnaður fylgir þessari
ráðstöfun ásamt auknu faglegu
eftiliti.
2. Breskar og sænskar til-
raunir samkvæmt kaup- og sölu-
fyrirkomulagi virðast bjóða upp
á smáfyrirtækjarekstur lækna
og hlutafélagarekstur sem hefur
ýmsar óheppilegar hliðarverk-
anir, meðal annars afturhvarf til
eldra rekstarfyrirkomulags að
nokkru leyti og samdrátt heilsu-
gæsluþjónustu (forvarnir og
heimaaðstoð). Vegna mikilla
tækniframfara í skurð- og svæf-
ingatækni hafa orðið miklar
breytingar á sjúkrahúsrekstri á
Vesturlöndum, meðal annars
hefur legutími styst um þriðjung
og rúmum á sjúkrahúsum fækk-
að um þriðjung. Sumir stjórn-
málamenn sem staðið hafa að
framangreindum tilraunum,
hafa kosið að telja þessar fram-
farir tilraununum til tekna!
3. Heilbrigðisþjónusta, sem
rekin er með afkastahvetjandi
kerfi greiðslulega séð, virðist
bjóða upp á aukinn kostnað og
þá ekki síst stjórnunarlega.
4. Margir mæla með að lækn-
ar séu eingöngu á föstum laun-
um líkt og 85% annarra heil-
brigðisstarfsmanna og aðrir
starfsmenn svo sem heilbrigðis-
ráðherra! Framgangsrík barátta
við sjúkdóma og góð þjónusta
við sjúklingana ætti að veita
hverjum og einum nægilega
hvatningu til afkasta. Jafnframt
er öllum gert jafnhátt undir
höfði.
Heimildir:
1. Who/ÓGO/91:l. Apríl 1991.
2. Arnell A. Sjukhuskontrakt. SNS För-
lag, Finland 1993.
3. Paili M. Efficiency, Equity and Costs
in the US Health Care System i
franitidens sjukvárdsmarkaden. Nat-
ur och kultur 1994.
4. Social Departementet Informations
Avis om DRG-stykkeprisforsöket.
Oct. 1991 og SINEF-NIS 1992.
5. SINEF-NIS Arbetsrapport. FI81A 92
023. Socialdepartement 1992.
6. Abel-Smith B. The reform of the
NHS. Health Care 1992; 4: 263-73.
7. Arvidsson G, Jönson B, eds. Sjuk-
várd i andra Iánder. Stockholm: SNS
Förlag.
8. Álit Iandsþingmanna í Uppsala.
9. Styrborn K. Geriatric decision-mak-
ing (Disp). Uppsala: Akademiske
sjukhuset, Aug. 1994.
10. Guðmundur Sigurðsson heilsugæslu-
læknir, 1994.
Framkvæmdastjóri LÍ
50 ára
Páll Þórðarson fram-
kvæmdastjóri læknafélag-
annavarðfimmtugurþann 10.
ágúst síðastliðinn. Páll hefur
verið framkvæmdastjóri fé-
laganna í meira en 20 ár, eða
frá árinu 1972.
Á þessum tímamótum í lífi
hans eru honum þökkuð störf i
þágu læknasamtakanna og
góður trúnaður jafnan við
lækna, og hans fólki árnað
farsældar.