Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 82

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 82
422 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Varasamir sveppir á Islandi Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir, geðdeild Landspítalans Eftirfarandi þankar eru settir á blað af því tilefni, að á bráða- móttöku Landspítalans komu nýlega tveir einstaklingar á sarna sólarhringnum með alvar- legar eitranir eftir að hafa neytt sveppa er þeir höfðu fundið úti í náttúrunni. Annar hafði aðeins neytt fáeinna sveppa. Hann kom inn með eitrunareinkenni frá meltingarfærum, hjarta og miðtaugakerfi. Hinn hafði etið sveppi svo tugum skipti og sam- tímis reykt smávegis af kanna- bis. Hann var nteðvitundarlaus við komu. Þegar hann var magaskolaður kom upp úr maga hans fjöldi ómeltra sveppa. Má leiða getum að því, hvernig farið hefði, ef hann hefði náð að melta alla þá sveppi. Annar neytti sveppanna mest af fikti, án þess að gera sér grein fyrir því að það gæti verið hættulegt, hinn til þess að kom- ast í vímu. Sumar þeirra sveppategunda, sem þegar er vitað að finnast hér á landi. geta greinilega verið varasamar til átu vegna þess að þær innihalda efni sent eru mannslíkamanum óholl og trufla starfsemi hans. Neysla þeirra getur leitt af sér ýmiss konar truflanir á líkamsstarf- semi, vægar eða jafnvel alvar- legar eitranir. Sérstaklega eitr- aðar eru þær sveppategundir, sem innihalda hið lífshættulega eitur cyclopeptide, en það veldur oft lífshættulegum lifrar- skemmdum. Sumar af vægari sveppaeitr- unum geta valdið geðrænum einkennum/truflunum, svo sem ofskynjunum. Vitneskja um þetta er útbreidd meðal vímu- efnaneytenda hér á landi og sumir þeirra fara af stað um þetta leyti árs (lok ágústmánað- ar, september og fram í októ- ber) til þess að leita að svepp- um, sent þeir telja sig vita að innihaldi psilocybin, og neyta þeirra. Hvort þeir svo þekkja þessa sveppi frá öðrum, sem inni- halda önnur skaðleg efni, er sjálfsagt undir hælinn lagt. Því má búast við, að með þeim sveppum er þeir neyta, geti slæðst sveppir sem innihalda önnur virk, eiturefni. Sveppn- um Conocybe filaris, sem al- gengur er í Ameríku og inni- heldur hið hættulega eitur cyclopeptide, er oft ruglað sam- an við litla brúna mykjusvepp- inn Psilocybe coprophilia með alvarlegum afleiðingum fyrir þann sem fyrir því verður. Sömuleiðis villast vímuefna- neytendur þar í álfu annars veg- ar oft á sveppunum Amanita muscaria og Amanita panther- ina, er innihalda múscarín. íbó- tensýru og múscimól sem að vísu eru eitur, en mun vægari og hættuminni en cyclopeptide, og hins vegar á hinum lífshættu- legu ættingjum þeirra, sveppun- um Amanitaphylloides, Amanita virosa og Amanita verna, er allir innihalda lifrareitrið cyclo- peptide. Sveppaneyslan getur vel verið einungis hluti af vírnu- efnaneyslunni þannig að með sveppunum sé neytt annarra vímuefna, sem breyta einkenn- um þeirrar eitrunar, er svepp- irnir valda. Sem dæmi má nefna neyslu kannabis með sveppun- um, neyslu stórra skammta af andkólínvirkum lyfjum (til dæmis artane) eða sjóveikitöfl- um til þess að ná fram atrópin- eitrunareinkennum svo sem of- skynjunum, sem eru aukaverk- anir stórra skammta af þessum lyfjum, eða neyslu LSD með sveppunum í því augnamiði að drýgja það. Mörg önnur vímu- efni gætu komið til greina og erfitt getur reynst að átta sig á því, hvaða efni fjölvímuefna- neytendum dettur í hug að taka inn samtímis. Albert Hoffman, sá hinn sami og fann LSD, einangraði psilocybin í sveppum árið 1958, en meðal Azteca þekktust áhrif sveppa, er innihéldu þetta efni, ntörgum öldum áður. Þeir nýttu sér þau til þess að komast í ann- arlegt ástand við trúarathafnir. Skynvilluáhrif efnisins eru svipuð áhrifum LSD, en psi- locybin er 200 sinnum veikara en LSD og verkar skernur. Ekki er að fullu vitað hvernig psi- locybin veldur ofskynjununt, en álitið er að það breyti inagni indólsambanda í heilanum. þar á meðal magni serótóníns. Um það bil 20-30 mínútum eftir að sveppanna hefur verið neytt koma fram psilocybin- áhrif, svo sem roði í andliti, slökun vöðva, aukinn hjartslátt- arhraði, útvíkkun sjáaldra, munnþurrkur og ógleði. Skyn- truflanir koma meðal annars frarn í miklum afbökunum á rúm- og tímaskyni svo og geðs- lagsbreytingum. Stórirskammt- ar geta framkallað ofsjónir og afbakanir á snerti- og sársauka- skyni. Afbakanir skynjunar af völdum psilocybins geta verið skemmtilegar og þægilegar fyrir neytandann, en þær geta líka verið mjög ógnvekjandi, valdið ofsahræðslu og jafnvel fram- kallað bráðasturlun. Andlit vina, ættingja og ókunnugra geta virst breyta um lit eða lög-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.