Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 84

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 84
424 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 magni í sveppum af ætt hæru- sveppa (Inocybe). Einkenni múscaríneitrunar koma fram 30-60 mínútum eftir neyslu. Þau lýsa sér meðal annars með munnvatns- og tárarennsli, ógleði, uppköstum, krampa- verkjum í kviði, niðurgangi, höfuðverk, sjóntruflunum, and- þrengslum, fækkun eða óreglu hjartaslaga og blóðþrýstingsfalli er getur endað í losti. Atrópin gefið í vöðva, 1-2 mg í einu, á 30 mínútna fresti kemur að mestu í veg fyrir þessi einkenni. 3. Slöttblekill (Coprinus atra- mentarius) er varasamur því hann inniheldur efni, sem bind- ur aldehyddehydrogenasa og verkar því eins og antabus ef áfengis er neytt með sveppnum. 4. Klukkusveppir (Paneol- us). Hér á landi eru þekktar að minnsta kosti fjórar til fimm tegundir og eru nokkrar þeirra mjög algengar. Engin þeirra er æt, en einhverjar þeirra inni- halda líklega psilocybin þótt það sé eitthvað umdeilt, að minnsta kosti í Bandaríkjunum þar sem sveppir þessarar teg- undar eru algengir. Klukku- sveppir eru meðalstórir með bjöllulaga hatt. Hattur og stafur venjulega samlita, brúnir eða grábrúnir. Fanireru oftast áber- andi svartflekkóttar vegna þess að gróin þroskast misjafnlega hratt. Sveppirnir vaxa oftast á taði eða vel töddum jarðvegi. Ein af þessum tegundum er grá- klukkusveppur (Paneolus campanulatus / sphinctrinus). Hann er allur grábrúnn eða leð- urbrúnn, oft með grásvörtu barði sem stundum er með hvít- um hengslum (slæðuleyfum), stafurinn langur og grannur. Sveppurinn vex á hrossataðs- hrúgum og kúadellum. Mjög al- gengur um allt land. 5. Grænslíkjusveppur (Strop- haria aeruginosa) vex í grámosa til fjalla. Hann er dimmgrænn nema fanirnar sem eru fjólugrá- ar og verða síðan dökkbrúnar. Hann er talinn smávegis eitrað- ur. 6. Hrennisteinsheftingur (Hypholoma fasciculare) er með brennisteinsgulan hatt og gulgrænar fanir. Hann hefur fundist í görðum í Reykjavík og er talinn varasamur til átu. 7. Peðsveppur er smávaxinn, oft með feitiglansandi yfirleitt brúnleitan hatt, hvolf- eða topplaga. Fanirnar eru breiðar, oftast aðvaxnar og verða dimm- brúnar við þroskann. Gróin eru brúnsvört með kímgati. Svepp- urinn vex í taði eða ýmsum rotn- andi efnum. Af þessari ætt er til dæmis taðpeðla (Psilocybe cop- rophilia) sem er örlítill með grá- brúnum hvelfdum, feitiglans- andi hatti, sem verður gulbrúnn við þurrk. Stafurinn er stuttur, oft með gráum háraflösum. Hann vex á ýmsum skít og inni- heldur psilocybin og þarf um 30- 200 stykki af ferskum sveppum til þess að valda ofskynjunum. 8. Af kögursveppaætt (Cort- inariaceae) er ættkvíslin liæru- sveppur. Af henni eru til mjög eitraðar tegundir, en hér á landi nokkrar ekki mjög eitraðar, þær innihalda múscarín eins og ber- serkjasveppurinn en líklega í meiri mæli. Af hærusveppaætt- kvíslinni finnast að minnsta kosti 20 tegundir hér á landi. Þetta eru litlir eða meðalstórir sveppir. Hatturinn er oftast topplaga (keilulaga) en réttist stundum upp við þroskann og verður knýfður, klæddur geisla- lægum meir eða minna inngrón- um hárum oftast brúnleitum, oft rifinn á barðinu. Fanirnar eru gráar eða grábrúnar enda er gróduftið grábrúnt eða tóbaks- brúnt. Stafurinn er oftast mél- ugur ofan til, en þráðóttur neð- an til. Lyktin er oft sérkennilega sæðiskennd. Peir vaxa í alls konar gróðurlendum, mest þó í mólendi, mýrlendi og snjódæld- um til fjalla. Af hærusveppum má nefna topphæring (Inocybe fastigata), gráhæring (Inocybe lacera), rauðhæring (Inocybe dulcamara) og fóthæring (In- ocybe decipens). Þeir eru allir eitthvað eitraðir en hættuleg- asta tegundin, Inocybe patouill- ardii, hefur ekki enn fundist hér á landi, svo vitað sé. 9. Af kögursveppaætt er einnig ættkvíslin stubbasveppir (Poliota). Eitthvað vex hér- lendis af sveppum þeirrar ætt- kvíslar, til dæmis hverfisveppur (Poliota mutabilis) og loga- sveppur (Poliota alnicola/ap- icrea). Talið er að af stubba- sveppaættkvíslinni séu sveppir sem innihalda psilocybin. Þessi upptalning er ekki tæm- andi á neinn hátt og vafalaust eru margar tegundir, sem ég hvorki þekki né hef haft spurnir af. Eins er rétt að hafa í huga að tegundum fjölgar stöðugt í sveppaflóru landsins og má vænta að sú fjölgun haldi áfram. Meðal þeirra sveppa, sem þar er nú þegar að finna, eru óhollar og eitraðar tegundir sem ekki er alltaf auðvelt að greina frá skað- lausum sveppum. Neysla þeirra getur valdið alvarlegum eitrun- um eins og dæmin sanna. Fíklar leita uppi sveppi, sem þeir telja að innihaldi vímuefni og neyta þeirra einna sér, eða í bland með öðrum vímuefnum, til að komast í vímu. Unglingar, jafn- vel börn, kunna að neyta sveppa af fikti, án þess að gera sér grein fyrir hættunni. Neyt- endum matsveppa getur yfirsést í greiningu. Hvenær sem er geta borist hingað ennþá eitraðri tegundir frá öðrum löndum. Því er brýnt að yfirvöld beiti sér fyrir rannsókn og skráningu á sveppaflóru landsins og láti kanna innihald sveppanna af eitruðum efnum. Heimildir Goodman & Gilman’s. The Phar- macological Basis of Therapeut- ics. 8th ed., 1992.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.