Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 91

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 91
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 431 Leiðrétting vegna skrifa í Eintaki í vikublaðinu Eintaki mánu- daginn 5. september 1994 birtist svohljóðandi klausa: „Aðal- fundur Lœknafélagsins var haldinn ú Húsavík ísíðasta mán- uði og mœtti Birna Þórðardóttir ritstjóri Lœknablaðsins galvösk. Var hún fljótlega beðin um að víkja úr salnum ásamt öðrum þeim sem ekki voru félagar í lœknafélaginu. Birna hefur löngum verið umdeilanleg kona og hefur hún meðal annars verið gagnrýnd fyrir að krefjast náms- leyfis eins og þau sem læknar njóta...“ Rétt þykir að koma leiðrétt- ingum við klausu þessa á fram- færi við lækna. Rétt er að aðal- fundur Læknafélags Islands var haldinn á Húsavík dagana 26. og 27. ágúst síðastliðinn. Rétt er einnig að Birna Þórðardóttir rit- stjóri Læknablaðsins var á fund- inum. Rangt er að hún hafi verið beðin að víkja úr salnum ásamt öðrum sem ekki voru fé- lagar í Læknafélagi Islands. Rangt er að hún hafi krafist námsleyfa eins og samningar lækna gerir ráð fyrir læknum til handa. Leitt er til þess að vita ef læknir eða læknar - en vart væru aðrir til frásagnar - telja það samboðið virðingu sinni að fara með fleipur og ósannindi og rógbera starfsmann læknasam- takanna. Stjórn Læknafélags íslands býður jafnan ritstjóra Lækna- blaðsins að sitja aðalfund til þess bæði að veita þær upplýs- ingar sem nauðsyn krefur og eins þess að gegna þar starfi fréttamanns. Birna er ráðin til læknasam- takanna eftir kjarasamningi Blaðamannafélags íslands. í fjórða kafla þess kjarasamnings þriðju grein segir: „Blaðamenn sem unnið hafa óslitið fimm ár eða lengur hjá sama blaði, skulu að loknu fimm ára starfi fá þriggja mánaða frí á fullum launum, og skal þá innifalið sumár- og vetrarleyfi ársins. Blaðamenn fái þettafrí aftur eft- irlO ára starf síðan hverju sinni eftir fjögur ár. Blaðamenn noti leyfið til utanfarar eða á annan hátt í samráði við útgefendur í því skyni að aaka hœfni sína í starfi, og skrifi þeir greinar í blöð sín eftir samkomulagi". Síðan fylgir enn frekari skil- greining sem ástæðulaust er að rekja hér. Birna hefur engra kjara notið sem falla utan þessa kjarasamnings né heldur gert kröfur um slíkt. Hún hefur reyndar hvergi nærri nýtt ákvæði kjarasamnings Blaða- mannafélags íslands sér til fullnustu og hafa læknasamtök- in notið þess sem og óumdeilan- legs dugnaðs hennar og hæfni í starfi sem ritstjóri Læknablaðs- ins. Engum getum skal að því leitt hvaða fulltrúi á aðalfundi Læknafélags Islands hefur fundið það samboðið sér að koma á framfæri ósannindum í vikublaðið Eintak. Slíkir eru mest vorkunnarverðir. Ég vil þó benda á að séu fréttirnar frá ein- hverjum úr hópi fulltrúa Læknafélags Reykjavíkur þá eru þeir einnig mínir fulltrúar á aðalfundi og hafa ekki til þess umboð frá mér né heldur mikl- um meirihluta lækna að hafa uppi í sífellu ósannindi og róg- burð um ritstjóra Læknablaðs- ins. Slíkt umboð gefa að vonum engir. Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands Bólusetning gegn inflúensu Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in ráðleggur að inflúensubólu- efni 1994-95 innihaldi eftir- talda stofna: A/Shangdong 9/93 A/Singapore /6/86/(HlNl) B/Panama 45/90 Hverja á að bólusetja? — Alla einstaklinga eldri en 60 ára. — Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykur- sýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. — Starfsfólk heilbrigðisþjón- ustu og aðra þá sem dag- lega annast fólk með aukna áhættu. Frábendingar Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. Bráðir smitsjúkdómar. Lyfjaverslun íslands útveg- ar bóluefni. Pantanir þurfa að hafa borist Lyfjaverslun ís- lands fyrir 1. október. Brýnt er að bólusetningum ljúki eigi síðar en í nóvemberlok. Bólu- efni frá fyrra ári má endur- senda til Lyfjaverslunar ís- lands, sem tekur við því til eyðingar. Landlæknir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.