Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 367 um. í mörgum þessara rannsókna, þó ekki öll- um, kom í ljós aukin hætta á lungnakrabba- meini hjá þeim sem fyrir mengun urðu, og útilokað var að skýra þetta með mengun trufl- andi þátta svo sem með sígarettureykingum, arsenikmengun, innöndun á radon eða annarri mengun. Krabbameinsrannsóknir á nagdýrum studdu niðurstöður rannsóknanna á mönnum. í dýratilraununum uxu lungnaæxli í rottum þegar þær voru látnar anda að sér kvarts eða kristóbalít ryki. Vísbendingar voru um að þró- un lungnaæxla í rottunum, sem svörun við kristallaðri kísilsýru, væri afleiðing af miklum og langvarandi bólgum og slímhimnuofvexti. Ekki var hægt að útiloka að áhrifin væru svipuð og hjá yfirborðsoxurum eða jafnvel að áhrifin beindust að erfðaefnunum sjálfum. Það vekur athygli að vísbendingarnar um að ókristölluð eða myndlaus (amorphous) kísil- sýra væri áhættuþáttur krabbameins þóttu ónógar bæði þegar litið var til niðurstaðna í faraldsfræðilegum rannsóknum og dýratilraun- um. Myndlaus kísilsýra var því flokkuð í IARC flokk 3: Það er ekki hægt að ákvarða hvort efnið er krabbameinsvaldur hjá mönnum. Kristölluð kísilsýra kemur víða fyrir á ís- lenskum vinnustöðum. Sumstaðar verður auð- velt að breyta til og nota önnur efni eða aðra tækni og þannig hætta notkun efnisins. Það verður hægt þar sem kvartssandur hefur verið notaður við sandblástur. Erfitt eða ógerlegt verður að hætta notkun þar sem kristölluð kís- ilsýra er notuð sem hráefni í framleiðsluna eða þegar framleiðsluvaran sjálf inniheldur hana. Hér mun reyna á heilbrigðis- og vinnuverndar- yfirvöld að veita meiri fræðslu og leiðbeiningar um hvernig fólk á að verjast mengun þessa krabbameinsvalds. Liður í slíku átaki verður að endurskoða verklag og merkja kvarts og kristóbalít sem krabbameinsvalda í reglum um mengun á vinnustöðum (4) og í reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna og hættulegra efna (5). Yilhjálmur Rafnsson HEIMILDIR 1. Overall Evaluations of Carcinogenicity: an Updating of IARC Monographs. International Agency for Research on Cancer, monographs on the evaluation of carcinogenic risk of chemicals to humans. Lyon: IARC, 1987: vol 1—12. 2. Chromium, Nickel and Velding. International Agency for Research on Cancer, monographs on the evaluation of carcinogenic risk of chemicals to humans. Lyon: IARC, 1987: vol 49. 3. Silica, some Silicates, Coal Dust and para-Aramid Fibrils. International Agency for Research on Cancer, mono- graphs on the evaluation of carcinogenic risk of chemicals to humans. Lyon: IARC, 1997: vol 68 (in press). 4. Reglur um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum, nr 40171989. Reykjavík: Vinnu- eftirlit ríkisins, 1989. 5. Reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni, nr 236/1990. Reykjavík: Hollustuvernd ríkisins, 1990. Leiðrétting vegna forsíðumyndar Á forsíðu aprílheftis Læknablaðsins, 4. tbl. 1997, birtist mynd af málverkinu Lára eftir Jóhönnu K. Yngvadóttur. Þau mistök urðu að myndin var prentuð spegluð. Eru allir hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.