Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 10

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 10
370 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Table I. Mean pH. pH Control Zantac® Famex® Losec® Lómex® Means SD Means SD Means SD Means SD Means SD Total 2.42 0.7 3.05 0.56 3.44 0.67 4.16 1.24 4.34 1.35 Meal 3.52 0.86 3.24 1.04 4 0.77 4.95 1.39 5.28 1.28 Uoriaht 2.45 0.49 2.78 0.6 3.38 0.59 4.59 1.33 4.82 1.44 Supine 2.32 1.47 3.52 1.19 3.55 1.28 3.31 1.58 3.51 1.29 Table II. Médian pH. PH Control Zantac® Famex® Wilcoxon test on medians, p-value Losec® Lómex® C / Z C / F Z / F C/Los C / Lom L/L Total 2.9 3.7 3.7 4.9 4.8 0.02 0.005 0.08 0.006 0.002 1 Meal 3.1 3.8 3.9 5.15 5.3 0.8 0.01 0.17 0.02 0.004 0.1 Upriqht 2.8 3.2 3.5 5.1 5.2 0.04 0.005 0.05 0.005 0.006 0.5 Supine 1.8 3.7 3.3 3.65 2.9 0.03 0.57 0.89 0.2 0.003 0.9 Table III. Percentage (%) of 24 hours with pH over 3, 4 and 5. W-test, p-value Median control Zantac® Famex® Losec® Lómex® Z/F L/L pH>3 25.9 36.8 46.7 73.0 76.4 0.03 0.5 pH >4 16.5 28.3 32.3 65.8 67.2 0.03 1.0 pH >5 10.5 17.7 21.5 53.5 48.8 0.30 0.3 Lómex®. Eftir hvert lyfjatímabil var hlé í sjö daga. Tilraunin var með krossuðu sniði þannig að allir þátttakendur í hverri lotu tóku bæði lyfin í tilviljana röð. í hvora lyfjalotu voru teknir 16 sjálfboðaliðar og 13 tóku þátt í báðum lyfjalotum. Þátttakendur rnættu fastandi milli klukkan 8 og 9 og var slanga sett gegnum nef niður í maga. Sýrumæling var stöðvuð á sama tíma morguninn eftir og slangan tekin. Stað- setning var ákveðin þannig að lengd vélinda var áætluð eftir formúlunni hæð einstaklings í cm x 0,25 + 5 cm. Slanga var síðan sett 10 cm lengra en áætluð lengd vélinda. Beðið var eftir að stöðugt sýrustig á bilinu 2-3 sæist í glugga mælitækis. Staðsetning var síðan könnuð frek- ar með því að draga slönguna til baka þar til sýrustigið varð um og yfir 7 og slanga síðan sett til baka 10 cm frá þeim punkti (11). Þessar tvær aðferðir við staðsetningu slöngu féllu vel sam- an. Fyrsta tilraun hjá hverjum þátttakanda var viðmiðunarmæling án lyfja. Skráð var lengd slöngu frá nefi í fyrstu tilraun og nákvæmlega sama lengd notuð í seinni tilraunum. Þátttak- endur fengu fyrirmæli fyrir hverja tilraun um að borða samskonar mat á sama tíma alla til- raunardagana og einungis hófleg neysla gos- drykkja var leyfð. Þátttakendur sinntu dagleg- um störfum meðan á rannsókn stóð. Sýrumæling: Notuð voru tæki og hugbúnað- ur frá Synectic™, sem eru sérhönnuð til mæl- inga á sýrustigi í maga og vélinda þannig að fólk geti auðveldlega sinnt daglegum störfum. MicrodigitrapperTNI tækið er fyrirferðarlítið (15x7x3 cm) og er borið í belti og skráir sýru- stig á þriggja sekúndna fresti. Mælislangan (2,1 mm í þvermál) var lögð í maga gegnum nef. I upphafi hverrar tilraunar var sýruskynjari stilltur í sýrustigsupplausn 1,0 og 7,0. Tilraun var ekki hafin fyrr en skynjari stóðst prófin en tækið gefur til kynna hvort svo sé. Flestar slöngurnar voru notaðar í tvö til þrjú skipti en hámarksnotkun var fimm skipti. Eftir hverja notkun var slangan þvegin með volgu vatni og spritti og lögð í glútaraldehýð í 10 mínútur. í fimm skipti var skynjari einnig staðlaður eftir tilraun og stóðst prófin í öll skiptin. Ekki var talið nauðsynlegt að staðla skynjara reglu- bundið eftir rannsókn meðan slangan var ekki notuð meira en fimm sinnurn. Mæling var gerð á sjöunda degi lyfjagjafar þannig að seinasta tafla af Zantac® og Famex® var tekin að kvöldi rannsóknardags (kl. 19) en seinasta hylki af Losec® og Lómex® var tekið að morgni rann- sóknardags (kl. 8). Multigram hugbúnaður gaf útskrift á dreifingu sýrustigs á bilinu <1 til <6, reiknað sem hundraðshluti af 24 klukkustund- um eða undirtímabil, sem þátttakendur stimpl- uðu sjálfir inn. Máltíðir mörkuðust við upphaf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.