Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
371
T-test on means, p-value
c/z C/F Z/F C/Los C / Lom L/L
0.012 0.003 0.11 0.008 0.002 0.6
0.4 0.016 0.06 0.009 0.002 0.4
0.16 0.007 0.026 0.001 0.001 0.5
0.026 0.086 0.94 0.2 0.04 0.6
og endi máltíðar, svefntími frá því lagst var til
svefns og risið úr rekkju og vökutími það sem
eftir var.
Staðtöluleg úrvinnsla: Reiknuð voru meðal-
töl, miðgildi og dreifing sýrustigsgilda og einn-
ig sem hundraðshluti af 24 klukkustundunr.
Staðtölulegur munur á miðgildum var metinn
með nákvæmnisprófi Wilcoxon samkvæmt
Sigma Stat forriti (version 1,0, Jandel Corpora-
tion). Marktækur munur var talinn vera
p<0,05. Staðtölulegur munur á meðaltölum
var metinn með pöruðu t-prófi.
Niðurstöður
Ur 16 sjálfboðaliðum sem fóru í hvora til-
raun fengust 13 nothæf pör til úrvinnslu fyrir
Zantac® / Famex® en 14 fyrir Losec® / Lómex®
rannsóknina. Brottfallið var af tæknilegum
ástæðum eins og slæmu jarðsambandi eða laus-
um tengingum við mælitæki. Viðmiðunarmæl-
ing í annarri og þriðju rannsóknarlotu sýndu
nánast sömu gildi (1-2% nrun) og er því sýnt í
töflum sem eitt meðaltal fyrir báðar mælingar.
Staðtölulegir útreikningar voru gerðir á raun-
verulegum tölum. í töflu I eru sýnd meðaltöl
og töflu II miðgildi sýrustigs fyrir sólarhring og
undirtímabil. Tölverður munur er á þessum
gildum og sýna meðaltöl tölvert meiri mun á
Zantac®/Famex® og Losec®/Lómex® heldur
en miðgildin. Þó miðgildin séu talin áreiðan-
legri (12) eru staðtölulegir útreikningar gerðir
á miðgildum og meðaltölum. I mynd 1 er stuðst
við miðgildi. í töflu III eru sýndar niðurstöður
fyrir sýrustig yfir 3,4 og 5 sem hundraðshluti af
24 klukkustundum. Mynd 1 sýnir niðurstöður
fyrir sýrustig yfir 3,4 og 5 umreiknað í klukku-
stundir úr sólarhring.
Fyrri rannsóknarlota, Zantac® / Famex®: Á
mynd 1 sést að viðmiðunarmæling gefur 6,2
klukkustundir á sýrustigi yfir 3,4 klukkustund-
ir á sýrustigi yfir 4 og 2,5 á sýrustigi yfir 5.
Famex® lengir tímann fyrir sýrustig yfir 3 um
fimm klukkustundir en Zantac® um 2,6
(p<0,03). Famex® lengir tímann fyrir sýrustig
yfir 4 um 3,8 klukkustundir en Zantac® um 2,8
(p<0,03). Famex® lengir tímann fyrir sýrustig
yfir 5 um 5,8 klukkustundir en Zantac® um 4,2
(p<0,3). Tafla II og III sýnir marktæka hækk-
un á sýrustigi miðað við viðmiðunargildi fyrir
bæði lyfin og er hækkunin meiri fyrir Famex®
en einungis marktæk á vökutíma.
Seinni rannsóknarlota, Losec® / Lómex®:
Viðmiðunargildi eru sömu og í fyrri rannsókn-
arlotu. Mynd 1 sýnir að Lómex® lengir tímann
fyrir sýrustig yfir 3 um 12,1 klukkustund en
Losec® um 11,3 klukkustundir (p=0,5). Ló-
mex® lengir tímann fyrir sýrustig yfir 4 um 12,1
klukkustund og Losec® um 11,8 klukkustundir
(p=l). Lómex® lengir tímann fyrir sýrustig yfir
5 um 9,2 klukkustundir en Losec® um 10,4
(p=0,3). í töflu II og III sést að bæði lyfin
hækka sýrustigið marktækt miðað við viðmið-
unargildi á öllum tímabilum nema Losec® á
dagtíma. Enginn munur er á Losec® og Ló-
mex® í innbyrðis samanburði.
Umræða
Aðferðafræðileg vandamál við mælingu á
sýrustigi í maga í 24 klukkustundir eru mörg.
Mælingar geta mistekist af tæknilegum
ástæðum, skekkjur komið vegna rangrar stað-
setningar á sýruskynjara í maga og ennfremur
eru tölulegar niðurstöður vandmeðfarnar. í
okkar rannsókn mistókust fimm mælingar af 60
(8%) af tæknilegum ástæðum en talið er eðli-
legt að um 5% mælinga mistakist (13). Áreið-