Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 12

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 12
372 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 anleiki mælinganna er hins vegar mest háður staðsetningu sýruskynjara í maga. Æskilegasta staðsetningin er um miðbik magabols (corp- us), en ef skynjarinn er staðsettur í magabotni (fundus) er hætta á að hann lendi í loftbólu og gefi rangar mælingar. Skynjarinn getur einnig fest í slími þétt við slímhúðina en þar er sýru- stig mun hærra en í holi magans. Engin leið er að komast alfarið hjá þessum skekkjum þar sem slangan er laus í maga. Til að tryggja að mælingar væru sambærilegar var nákvæmlega sama lengd á slöngu þrædd niður í maga hjá hverjum þátttakanda í hverri tilraun. Reynt var að staðsetja sýruskynjara um rniðbik maga- bols með því að setja hann 10 cm neðan við vélinda/magaopið en það var aftur staðsett með því að fylgjast með breytingu á sýrustigi þegar sýruskynjari var dreginn úr maga upp í vélinda (11). Megintilgangur rannsóknarinnar var að bera saman virkni lyfjanna og var ekki talið nauðsynlegt að setja þátttakendur á sér- stakt fæði til að ná því marki. Hver þátttakandi borðaði samskonar mat á sama tíma alla rann- sóknardagana. Rannsóknir af því tagi sem hér er lýst gefa mikið magn af tölum til dæmis koma um 30.000 sýrustigsmælingar úr einni tilraun. Við með- ferð á tölulegum upplýsingum hefur verið stuðst við tilmæli vinnuhópa (12). Mælt er með að nota miðgildi frekar en meðaltöl og stika- laust staðtölupróf (non-parametric) frekar en stikabundið (parametric). í okkar grein eru bæði birt meðal- og miðgildi til að auðvelda samanburð við fyrri greinar, sem flestar nota meðaltöl. Ennfremur hefur verið sýnt að besti mælikvarðinn til að bera saman virkni lyfja er sá tími sem sýrustigið er yfir 3 (14). Saman- burður á virkni Zantac® og Famex® sýnir að Famex® er marktækt virkara (p<0,03) og kem- ur það heim við aðrar rannsóknir (15). Enginn munur er á virkni Lómex® og Losec®. Höfundar fundu aðeins eina grein þar sem gerð var sambærileg 24 klukkustunda síritun á sýrustigi eftir sjö daga meðferð (7). Losec® sýruhemlun er eins (24 klukkustunda miðgildi sýrustigs 4,8 / 4,9) en Zantac® sýruhemlun er minni í okkar rannsókn (sýrustig 2,5 / 3,7). Notkun lyfja sem hækka sýrustig í maga er mikil á íslandi og ábendingar ekki alltaf vel skilgreindar (5). Meðferðarmarkmið hafa hins vegar verið vel skilgreind fyrir helstu tegundir sýrutengdra sjúkdóma (1-4). Besta meðferð við græðslu skeifugarnarsára næst við að halda sýrustigi yfir 3 í 18-20 tíma á sólarhring og eru þá nær 100% sára gróin á þremur til fjórum vikum. Svipað gildir urn magasár en þá þarf um tveggja vikna lengri meðferð. Hægt er að ná græðslu á skemmri tíma en þá er fórnað að óþörfu lífeðlisfræðilegu (physiologic) hlutverki sýrunnar við meltingu og smitvörn (3). A mynd 1 sést að Zantac® nær sýrustigi yfir 3 í 8,8 klukkustundir, Famex® í 11,2, Losec® í 17,5 og Lómex® í 18,3 klukkustundir. Losec® og Ló- mex® 20 mg einu sinni á dag eru því mjög nálægt því að teljast kjörmeðferð við sárum. Zantac® og Famex® eru engu að síður vel not- hæf meðferð til græðslu sára en þurfa lengri tíma, Famex® viku lengur en Zantac® tveggja vikna lengri tíma. Við meðferð mikillar vélindabólgu (gráðu þrjú og fjögur) þarf sýrustig að vera yfir 4 í 22 tíma á sólarhring til að ná fullri græðslu á átta vikum (2). Á mynd 1 sést að Zantac® nær sýru- stigi yfir 4 í 6,8 klukkustundir, Famex® í 7,8, Losec® í 15,8 og Lómex® í 16,1 klukkustund. Það er ljóst að ekkert lyfjanna nær þessu með- ferðarmarkmiði í þeim skömmtum sem próf- aðir voru. H, blokka á ekki að nota í meðferð á vélindabólgu af gráðu þrjú og fjögur og Losec® og Lómex® á ekki að gefa í minni skömmtum en 20 mg tvisvar á dag. Rétt er að benda á að algengasta tegund vélindabólgu er af gráðu eitt og tvö og þar duga H, blokkar. Brjóstsviði án vélindabólgu er vel þekktur og þar duga oft sýrubindandi lyf. Það meðferðarmarkmið sem krefst mestrar hækkunar á sýrustigi er útrýming Helicobacter pylori með fúkkalyfjum en þar þarf sýrustig að vera yfir 5 í 24 tíma (4). Á mynd 1 sést að Lómex® og Losec® ná þessu marki aðeins í um 12 tíma. Til að ná þessari hækkun á sýrustigi þarf tvöfalt eða þrefalt hærri skammta en not- aðir eru í þessari rannsókn. Skaðleg áhrif bólgueyðandi (NSAID) lyfja á skeifugörn eru háð sýrustigi og virðist sú hækk- un á sýrustigi sem næst með H, blokka veita næga vernd og næst ekki frekari árangur með ómeprazól (16). Stór hluti af notkun magalyfja á íslandi er við illa skilgreindum einkennum frá meltingar- færum þar sem árangur hefur ekki verið sann- aður (5). Ekki er ástæða til að nota mjög virk lyf fyrir þennan hóp.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.