Læknablaðið - 15.06.1997, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
379
ingur og púls eðlilegur, eymsli voru þvert yfir
ofanverðan kvið. Þegar var gerð ristilspeglun.
Slímhúð í endaþarmi virtist eðlileg, en í fall- og
þverristli voru dreifðar „blóðþurrðarlíkar"
breytingar (mynd 6). Við smásjárskoðun sást
drep sem var því sem næst einskorðað við yfir-
borðsþekjuna, ennfremur dálítill bjúgur og
aukin blóðsókn ásamt vægri staðbundinni
bráðabólguíferð, annars engin teljandi bólga í
slímhúðinni. Útlit talið samrýmast best blóð-
þurrðarástandi. Sýni frá endaþarmi var án
sjúklegra breytinga.
Sjúklingur fékk vökva í æð, en engin lyf.
Hann var mun betri daginn eftir og var útskrif-
aður. Sex vikum síðar var gerð ristilspeglun
yfir í enda dausgarnar, tekin voru sýni og
fannst ekkert athugavert.
Tilfelli 4: Tæplega 24 ára frumbyrja gengin
20 vikur. Nýbyrjuð að taka inn hormónalyf
þegar hún uppgötvaði að hún væri þunguð.
Daginn fyrir innlögn var sjúklingur með upp-
þembutilfinningu, ógleði og uppköst. Fékk
skömmu fyrir miðnætti verki þvert yfir neðan-
verðan kvið og í kjölfarið tíð niðurgangsskot
sem fljótlega urðu blóðug og loks kom einungis
dálítið blóð og slím.
Við komu þá um morguninn var sjúklingur
fremur laslegur, en hitalaus, blóðþrýstingur og
púls var eðlilegur og ekki reyndist þrýstingsfall
í réttstöðu. Kviður var mjúkur, væg eymsli
þvert yfir neðanverðan kvið. Gerð var ristil-
speglun. Endaþarmur og bugaristill voru eðli-
legir útlits, en roði og sármyndanir í léttblæð-
andi slímhúð í fallristli (mynd 7). Við smásjár-
skoðun á sýnum sást annars vegar eðlileg
ristilslímhúð, hins vegar djúptækt slímhúðar-
drep, þar sem eftirsitjandi kirtilbotnar inni-
héldu slímkennda bólguskán. Eiginleg sýndar-
himna greindist ekki og var útlitið talið sam-
rýmast best blóðþurrðarástandi. Leit að E. coli
Ó157:H7 reyndist neikvæð. Sjúklingur fékk
vökva í æð og þarmahvíld. Niðurgangur hélt
áfram en batamerki sáust á öðrum degi með
minnkandi blóði í hægðum. Speglun var endur-
tekin þremur dögum eftir innlögn og hafði þá
dregið úr bólguteiknum, var það staðfest við
smásjárskoðun. Konan var útskrifuð daginn
eftir og var síðan við góða heilsu og fæddi
eðlilega eftir 40 vikna meðgöngu.
Tilfelli5: Nítján ára stúlka með nokkurra ára
sögu um kviðverki. Bera fór á sviða við þvaglát
og útferð hálfum mánuði fyrir innlögn, var hún
sett á ampicillín og metrónídazól og lauk þeim
kúr degi fyrir innlögn. Þrernur vikum áður var
hún sett á Diane mite (cýpróterónacetat og
etinýlestradíól) sem getnaðarvörn.
Daginn fyrir innlögn fékk sjúklingur skyndi-
lega slæma verki í neðanverðan kvið og síðan
niðurgangsskot samfara ógleði og lystarleysi.
Versnaði um nóttina með vatnsþunnum, blóð-
ugum niðurgangi og var lögð inn um morgun-
inn. Við skoðun var kviður mjúkur en aumur
viðkomu, sérstaklega í hægri mjaðmargróf og á
naflasvæði. Blóðþrýstingur og púls reyndust
eðlilegir, ekki þrýstingsfall í réttstöðu. Sjúk-
lingur var hitalaus. Við ristilspeglun sama dag
litu endaþarmur, bugaristill og fallristill eðli-
lega út. Kaflaskiptar breytingar voru í þver- og
botnristli með roða, auðsæranleika og bjúg og
sams konar en samfelldar breytingar voru í
lifrarbugðu. Við smásjárskoðun sýna frá hægri
ristli sást sumpart eðlileg slímhúð, sumpart
slímhúð nreð bjúg og aukinni blóðsókn, en
staðbundið lá fyrir slímhúðarsæri með vilsu-
votti og á einum stað drep niður í miðja slím-
húðina án teljandi bólguviðbragða. Heildar-
útlit samrýmdist blóðþurrðarástandi. Sýni frá
fallristli, bugaristli og endaþarmi voru án
marktækra breytinga. Sjúklingur fékk vökva í
æð og þarmahvíld. Hann fékk skjótan bata,
hægðir voru orðnar formaðar á öðrum legu-
degi og sjúklingur útskrifaðist daginn eftir við
góða líðan.
Umræða
Blóðþurrð í ristli hefur verið talin sjúkdómur
eldra fólks með sjúkt hjarta- og æðakerfi. Yfir
90% sjúklinganna hafa verið eldri en 60 ára
þegar blóðþurrð er ekki afleiðing aðgerða.
Ekki virðist vera munur á milli kynja þegar á
heildina er litið (6). Æðamyndatökur koma
yfirleitt ekki að gagni, því að lokun á stórum
meltingarfæraslagæðum er yfirleitt ekki til
staðar og eðlileg æðamynd útilokar því ekki
greiningu blóðþurrðar í ristli (7). Greiningin
byggist á klínísku mati, ristilspeglun, röntgen-
myndatöku með baríuminnhellingu og smá-
sjárskoðun vefjasýna. (8,9) Flestum rannsókn-
um ber saman um að vinstri hluti ristilsins verði
oftast fyrir barðinu á blóðþurrð (2,5), en það
er þó ekki án undantekninga (10). Endaþarm-
ur blóðfirrist sjaldan (11).
Samkvæmt rannsókn okkar og erlendum at-
hugunum virðist blóðþurrð í ristli vera vaxandi
vandamál hin síðari ár, sérstaklega hjá yngra
fólki. Skýrist þetta sennilega meðal annars af