Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 26

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 26
386 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Table IV. Source of information. Source of information Number Medical record 15 Medical record without NN * 2 ICP ** progress notes + DS *** + NN 3 ICP progress notes + DS 4 ICP progress notes + NN 1 Total 25 * NN = Nursing notes ** ICP = Intensive Care Physician *** DS = Discharge Summary Table V. Documentation of reasoning for limiting treatment. Documentation of reasoning Yes No Uncertain Total Physician's order sheets 19 1 5 25 RP* progress notes 9 8 8 25 ICP‘* progress notes Reasoning in ICP 24 1 0 25 progress notes 23 2 0 25 Nursing notes 17 5 3 25 Discharge summary 7 17 1 25 * RP = Responsible Physician ** ICP = Intensive Care Physician um takmörkun meðferðar. Tuttugu og einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild. Af þeim fjór- um sjúklingum sem útskrifuðust á legudeild létust tveir á fyrsta sólarhringi eftir útskrift, einn þeirra lést tveimur dögum síðar. Einn sjúklinganna lifði í tæp tvö ár eftir ákvörðun um fulla meðferð að endurlífgun. Ákvörðun um takmörkun meðferðar tóku sérfæðingar þeirrar deildar sem sjúklingur var skráður á, lyflæknar og skurðlæknar í 12 tilvik- um hvor, óvíst var hver tók ákvörðunina í einu tilfelli. Ákvörðun var tekin í samráði við gjör- gæslulækni í 21 skipti, tvívegis var ekki haft samráð við gjörgæslulækni og óvíst hvort svo hafi verið í tvö skipti. Aldrei var haft samráð við sjúklinginn sjálfan en 22 þeirra voru án meðvitundar þegar ákvörðunin var tekin. Fimmtán sjúklingar voru þá í öndunarvél. Samráð var haft við ættingja í 19 skipti, óvíst í fimm tilvikum en einu sinni var ekki haft sam- ráð við ættingja. Ekki er sjáanlegt að haft hafi verið samráð við aðra við ákvarðanatöku. Við öflun upplýsinga fundust ekki öll gögn sumra sjúklinga. Fimmtán sjúkraskrár með öll- um upplýsingum voru tiltækar og auk þess tvær sjúkraskrár sem voru án hjúkrunargagna (tafla IV). í öðrum tilvikum voru upplýsingar fengn- ar úr dagálum gjörgæslulækna, læknabréfum og hjúkrunargögnum. Takmörkun meðferðar var með vissu skráð á fyrirmælablöð lækna hjá 19 sjúklingum (tafla V), í dagnótur sérfræðinga hjá níu sjúklingum, í dagála gjörgæslulækna hjá öllum nema einum sjúklingi og kom atburðarás er leiddi að ákvörðuninni fram í dagálum 24 sjúklinga. Skráð var í hjúkrunargögn hjá 14 sjúklingum en vantar hjá fimm þeirra, óvíst var um skráningu hjá sex sjúklingum. I sjö lækna- bréfum eftir útskrift kemur fram að meðferð hafi verið takmörkuð, þess var ekki getið í 17 læknabréfum og eitt bréf vantaði. Umræða Um það bil 20 ár eru liðin frá því að leiðbein- ingar um takmörkun á meðferð voru teknar upp við Beth Israel sjúkrahúsið í Boston (3) og munu slíkar leiðbeiningar fljótlega hafa orðið algengar á bandarískum sjúkrahúsum, einkum þau atriði sem snéru að endurlífgun. Kannanir á árunum eftir 1980 mátu áhrif slíkra leiðbein- inga, hvernig þær voru framkvæmdar og áhrif þeirra á gæði þeirrar meðferðar sem sjúklingar fengu (11-13). Meðal annars kom í ljós að slík- um ákvörðunum fjölgaði eftir því sem tímar liðu. í könnun sem gerð var á lyflækninga- deildum í Svíþjóð kom í ljós að ákvarðanir um takmörkun á meðferð voru oftast munnlegar og sjaldan var rætt við aðstandendur (14). Þó að flestar tiltækar kannanir um þetta efni hafi verið gerðar á almennum legudeildum spítal- anna eru til nokkrar upplýsingar um það, hvernig staðið hefur verið að takmörkun á meðferð á gjörgæsludeildum (15-18). í könnun þeirri sem hér um ræðir voru tekn- ar ákvarðanir um takmörkun á meðferð hjá 4% sjúklinga á gjörgæsludeild. í viðamikilli könnun í Bandaríkjunum (16) var slíkt hlutfall 4,5% á árunum 1979-1982, en hafði aukist upp í 9% á árunum 1988-1990. Ekki er einhlít skýr- ing á þessum tiltölulega lágu tölum hér. Hugs- anlegt er að þar sem að könnunin var gerð skömmu eftir að leiðbeiningarnar voru settar fram hafi ekki allir haft tækifæri til að kynna sér þær. Þá eru vafalaust ýmsir, sem ekki höfðu kynnt sér stöðu þessara mála erlendis og hugs- anlega þótt óþægilegt að taka ákvörðun um takmörkun á meðferð. í langflestum tilfellum var um að ræða sjúk- linga sem voru eldri en 50 ára og meðalaldur hér var 67,6 ár, sem er svo að segja sá sami og í áðurnefndri bandarískri könnun. Tími frá inn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.