Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 33

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 393 á kennslu í gagnrýnni hugsun, stjórnun, heimspeki og siðfræði. Strax í grunnnámi skal taka upp námskeið með reglubundn- um hætti um stjórnun og um siðfræði. Alnumnatengsl Almannatengsl ber læknum að viðhafa fyrst og fremst með faglegu starfi sínu og með frum- kvæði og þátttöku í almennri umræðu um vel- ferðarmál. Almannatengsl utan þessa sviðs og tengd umfram allt stéttarlegum málum skulu forystumenn læknasamtakanna hafa á sinni hendi á hverjum tíma og gera skal til þeirra þá kröfu að þeir tileinki sér nauðsynlega tækni- lega þekkingu og kunnáttu viðkomandi nútíma almannatengslum. Góð almannatengsl læknasamtakanna eru í beinni snertingu við starf, ímynd og leiðtoga- hlutverk læknisins. Læknar verða að standa vörð um starf sitt með því að rækja það af trúmennsku, ábyrgð og að siðalögmálum lækna. Þeim ber að standa vörð um starf sitt með því að viðhalda og auka þekkingu sína og þjálfun. Þeim ber að varðveita góða ímynd sína og heildarsamtakanna og stuðla að ótvíræðri viðurkenningu á leiðtogahlutverki læknisins. Læknar skulu sem hluti af almannatengslum fjalla um heilbrigðismál og velferðarmál al- mennt á opinberum vettvangi sem oftast og eins og við á. Þeir yrðu þannig þátttakendur í almennri fræðslu jafnt um heilbrigði sem heil- brigðismál og önnur velferðarmál. Læknar ættu einnig að vera í forsvari fyrir eða með í samtökum er stuðla að heilbrigðisháttum með einhverju móti, hvort heldur eru samtök sjúkra eða samtök annarra í baráttu gegn sjúkdómum og fyrir auknu heilbrigði. Með þessu hefur læknirinn forgöngu um það að stuðla að auknu heilbrigði með forvörnum og í læknisstarfi sínu á fyrsta, öðru og þriðja stigi. Með þessu áréttar hann ákvæði siðareglnanna um að hlutverk lækna er verndun heilbrigði og barátta gegn sjúkdómum. Þessi almannatengsl öll eru á þekkingar-, fag- og siðferðilegum grunni og varðveita læknisstarfið, góða ímynd læknisins og árétta leiðtoga- og forystuhlutverk hans. Önnur almannatengsl myndu varða stéttar- leg málefni og verður að fela forystumönnum læknasamtakanna á hverjum tíma að ráða fram úr því viðfangsefni í nútímalegum almanna- tengslum og þar með fjölmiðlun. Hér getur vel þurft á ráðum að halda eða jafnvel aðstoð fag- aðila á sviði fjölmiðlunar. Mikilvægara er þó að leiðtogar læknasamtakanna á hverjum tíma hafi til að bera hæfni til að taka þátt í opinberri umræðu eins og hún birtist í nútíma fjölmiðlun og þannig hluti af almannatengslum, því ekki aðeins myndi þurfa að svara stéttarlegum mál- um heldur tilfallandi dægurmálum utan vel- ferðarmála sem þó snerta lækna og varðar miklu að læknasamtökin kæmu sínum sjónar- miðum á framfæri. * Læknasamtökin geti notið aðstoðar og leið- beininga sérmenntaðs fagfólks á sviði al- nrannatengsla (public relation) eftir því sem við á og þörf er talin vera á. * Læknasamtökin aðstoði eins og þörf er á forystumenn samtakanna og aðra lækna sem þeir óska á hverjum tíma að sæki nám- skeið um almannatengsl (public relation). * Læknasamtökin hvetji alla lækna til þátt- töku í almennri umræðu um heilbrigðis-, velferðar- og önnur þjóðþrifamál og eins að hafa frumkvæði um þessa umræðu. Hún sé jafnan á þekkingar-, fag- og siðferðilegum grunni reist. * Læknasamtökin hvetji lækna og félög lækna til þess að vera þátttakendur eða for- ystuaðilar í samtökum er vinna að heil- brigðisstarfi hvort heldur er í forvörnum eða í baráttu fyrir síðari vörnum gegn sjúk- dómum eða gegn sjúkdómum sem og í sam- tökum um almannaheill. Einnig hér starfi læknirinn á grunni þekkingar-, fag- og sið- ferðilegra ákvæða. Til frekari upplýsinga um starfsháttu lækna er vísað í Siðareglur lækna, Codex Ethicus, sem birtust í Læknablaðinu/Fréttabréfi lækna nr. 11, 1992. Með tilliti til frekari ákvæða um stöður, störf og starfsskyldur lækna er bent á Læknalög 53/1988 og Lög um heilbrigðisþjón- ustu 97/1990.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.