Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 34

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 34
394 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Læknar sem leiðtogar í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðisþjónusta grundvallast á læknis- fræðilegri þekkingu og beitingu hennar, eins og helst kemur fram í samskiptum sjúklings og læknis. Læknisfræðileg þekking og siðareglur leggja læknum þær skyldur á herðar að vera fræðandi og leiðandi í samstarfi, hvetjandi til framfara, stöðugt leitandi leiða til bættrar þjónustu við sjúklinga og skapandi nýja þekkingu. Eru þetta helstu stoðir undir leiðtogahlutverki lækna og leiðarljós þeirra lækna, sem fara með formlegt stjórnunarhlutverk. Læknafélagi íslands ber að styðja lækna í því að framfylgja þessum skyldum sínum. Verður það best gert með því að: a) efla þekkingu þeirra á eðli leiðtogahlut- verks og stjórnunar, b) tryggja læknurn í stjórnunarstöðum og þeim sem um slíkar sækja aðgang að reglubundnum og formlegum stjórnunar- námskeiðum, d) tryggja læknum í stjórnunarstöðum þau kjör, að þeir geti sinnt stjórnun sem skyldi og að kjör þeirra séu síst lakari en kjör þeirra sem hafa á hendi sambærilega ábyrgð, að teknu tilliti til menntunar og eðlis læknisstarfsins, e) að vinna að því að stjórnunarábyrgð lækna fylgi vald og frelsi til þróunar og nýsköpunar. Skal Læknafélag íslands hafa samstarf við alla þá aðila innan og utan heilbrigðiskerfisins, sem geta stutt lækna í þeirri viðleitni að ná þessum markmiðum. Högni Óskarsson gekk frá erindinu. Greinargerð Algengt er að læknar kvarti undan meintu áhrifaleysi sínu við stjórnun og rekstur heil- brigðisstofnana. Bera þeir sig gjarnan saman við aðrar heilbrigðisstéttir sem hafa orðið áberandi innan hins formlega stjórnkerfis. Læknar gleyma gjarnan í þessari umræðu að greina á milli þess að sitja í stjórnunarstöðu og að hafa áhrif. Þegar litið er til baka er ljóst að læknar hafa verið ráðandi í þróun heilbrigðis- rnála. Læknar starfa í mótsagnakenndu andrúms- lofti; það er unnið að því að draga úr áhrifum þeirra, hvort heldur um er að ræða formleg eða óformleg áhrif, og þeim er sjaldnast veitt um- bun fyrir frumkvæði, árangur eða útsjónar- semi. Á sama tíma er þess krafist að læknar leiði framfarabyltinguna, jafnt á tæknisviði læknisfræðinnar sem því er snýr að mannlegum tengslum. Læknar sjálfir grafa undan mögulegum áhrifum sínum með því að krefjast valda á myndlausan (amorph) hátt, það er að völd og áhrif eiga að vera þeirra vegna lækniskunnáttu, en ekki vegna frumkvæðis, hugmyndaauðgi, drifkrafts og þekkingar á stjórnunarfræðum sem einkennir góða stjórnendur á öðrum svið- um. Læknar líta á stjórnun sem aukaálag sem beri að forðast. Þeir hika einnig oft við að framselja vald til kollega og styðja þá á jákvæð- an hátt í stjórnunarstörfum. Viðhorfsbreytinga er þörf Því er mikilvægt að Læknafélag íslands styðji við allt það sem gerir lækna hæfari sem stjórnendur; sem gerir þeim fært, kjaralega og aðstöðulega, að sinna stjórnunarstörfum vel og styðji við allt það, sem gerir völd og ábyrgð lækna í stjórnunarstöðum skýrari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.