Læknablaðið - 15.06.1997, Page 42
402
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Viðar Magnússon, Helgi H. Helgason, Steingerður Anna Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Ari Arason.
Ljósm.: Lbl.
ekki hjá því komist að verksvið þrengri sér-
greina skarist að einhverju leyti. Því veldur
meðal annars hin hraða tækniþróun. Nýjung
eða tækni sem þróuð er innan ákveðinnar sér-
greinar getur nýst annarri sérgrein.
Læknadeild þarf að hafa til hliðsjónar í
stefnumörkun sinni, stefnu yfirvalda og lækna-
samtaka um nýliðaþörf í einstaka greinum. ís-
lenskir læknar sækja framhaldsmenntun sína
víða að og er í því fólgin ein styrkasta stoð
íslenskrar læknisfræði. Læknadeildinni ber að
nýta sér til kennslu og rannsókna alla nýja
þekkingu sem berst til landsins. Til þess verða
ungir sérfræðingar að tengjast læknadeild
sterkari böndum en nú er með ráðningu í
kennslustöður. Slíkt fyrirkomulag væri mjög
mikilvægt fyrir lækna og ótvíræður ávinningur
fyrir læknadeild og stúdenta.
Margir þættir hafa áhrif á ákvörðun læknis-
efna um sérsvið. Stjórnvöld geta haft áhrif á
flesta þessara þátta til dæmis virðingu samfé-
lagsins, atvinnuhorfur, tekjumöguleika og
möguleika á starfsframa svo sem til stjórnunar.
Einnig skiptir gott félagslegt og fjölskylduvænt
starfsumhverfi miklu máli.
Heilbrigðisyfirvöld og læknasamtök víða um
heirn, leggja vaxandi áherslu á að læknar, sem
eru sérfræðingar í heilbrigðismálum, taki meiri
þátt í stjórnun og stefnumótun heilbrigðis-
mála. Þannig eru meiri líkur til að heilbrigðis-
þjónustan verði markvissari og að fjármunir,
sem veittir eru til hennar nýtist betur. Að því
leiðir að lögð er vaxandi áhersla á fjölgun
lækna í stjórnunarstöður sem aftur leiðir af sér
kröfu um stjórnunarmenntun sem hluta af
læknisnámi.
Búa þarf þannig að ungum sérfræðingum, að
þeir geti notað þekkingu sína í þágu sjúkling-
anna og læknisfræðinnar og þannig stuðlað að
síbatnandi heilbrigðisþjónustu. Þetta verður
aðeins gert með því að búa þeim sambærileg
kjör og þekkist erlendis og eins góða starfsað-
stöðu og kostur er á. Þá þarf einnig að stuðla
að því að aldursdreifing innan sérgreina sé
eðlileg þannig að hinir eldri og yngri fái notið
góðs af faglegum og félagslegum samskiptum.
í náinni framtíð er útlit fyrir að skortur verði
á læknum og gæti hann orðið enn meiri ef
launakjör eru óviðunandi og úr takti við það
sem þekkist erlendis. Fátt bendir til, að erlend-
ir læknar leysi á næstunni mönnunarvanda í
einstökum sérgreinum, þrátt fyrir óheftan að-
gang evrópskra lækna að íslenskum vinnu-
markaði.
Starfslok
Fram á síðustu ár hafa reglur urn starfslok
lækna verið mjög sveigjanlegar, enda verið full