Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 46

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 46
404 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Nýliðun og launaþróun Sérálit Nýliðun Nýliðun lækna í hinum ýmsu greinum lækn- isfræðinnar er nauðsynleg til að sérgreinarnar nái að þróast í takt við þekkinguna eins og hún gerist best í heiminum á hverjum tíma. Þörfin fyrir klíníska vinnu hefur ekki minnkað í neinni sérgrein, nýjar bætast við og framfarir verða í öðrum, sem krefjast fleiri lækna. Auk þess útheimta vísindastörf, kennsla og stjórnun sífellt fleiri stöður innan allra greina læknis- fræðinnar. Ungir sérfræðingar bera með sér nýja þekk- ingu og ný vinnubrögð og skapa með því þá deiglu, sem íslensk læknisfræði er. Nauðsyn- legt er að aldursdreifing lækna innan hverrar sérgreinar sé eðlileg, þannig að ungir sérfræð- ingar fái notið í samstarfi reynslu eldri kollega og hinir eldri tileinkað sér nýjungar í grein sinni. Heilbrigðisstjórnin þarf í samráði við lækna- samtök að meta þörf þjóðfélagsins fyrir lækna í hinum ýmsu sérgreinum. Læknadeild þarf að hafa hliðsjón af þessari þörf í námsskipulagi. Mikil eftirspurn er eftir námi í læknisfræði en nýliðun í læknastétt hefst í raun við aðgang að frekara námi eftir fjölda- takmarkanir á fyrsta námsári. Læknadeildin tekur ekki einungis ákvarðanir um fjölda lækna í hverjum árgangi, heldur kann aðferð hennar við val á fyrsta ári að flokka úr stúdenta með tiltekna hæfileika og áhugasvið. Því þarf læknadeildin sífellt að endurskoða skipulag sitt í þessu ljósi og kanna hvort skort eða ofmönn- un í tilteknum sérgreinum megi rekja til vinnu- bragða hennar. Læknadeildin á ekki að hafa önnur áhrif á starfsval en þau, sem felast í því að læknisefnið eignast áhugasvið út frá því, sem góð en hlutlaus fræðsla gefur. Margir þættir hafa áhrif á ákvörðun læknis- efna um sérsvið. Stjórnvöld geta haft bein og Sérálit Sigurbjörns Sveinssonar. óbein áhrif á allflesta þessara þátta. Líklegt er, að virðing samfélagsins, atvinnuhorfur, tekju- möguleikar og það félagslega umhverfi sem störfin eru unnin í, ráði mestu um val á sér- grein. Hagkvæmast er, að læknar vinni störf, þar sem sérþekking þeirra kemur að sem bestum notum og að þeir fái viðhaldið færni sinni. Ekki verður þó hjá því komist á dögum örrar tækni- þróunar, að sérgreinar skarist að einhverju leyti. Hins vegar hlýtur mjög óljós verkaskipt- ing milli sérgreina og samkeppni um sjúklinga að skaða traust á einstökum greinum og brengla þörfina á nýliðun. Stjórnvöld verða því að haga ákvörðunum sínum og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á þann veg, að falli að stefnu þeirra og lækna- samtakanna um þörf fyrir nýliðun í einstökum greinum. Fátt bendir til, að erlendir læknar leysi á næstunni mönnunarvanda í einstökum sér- greinum, þrátt fyrir samninga um óheftan að- gang evrópskra lækna að íslenskum vinnu- markaði. Launaþróun Það er stefna Læknafélags íslands að sérhver læknir sé frjáls og engum háður öðrum en sjúklingi sínum, hvað varðar ákvarðanir í hans þágu. Læknir má því ekki vera við störf sín á forræði annarra en sjálfs sín og yfirboðara í læknastétt að teknu tilliti til ákvæða læknalaga. Liður í að treysta þetta frelsi er að treysta fjárhagslegt sjálfstæði læknisins. Til að falla að þessu markmiði verður þróun launa að renna styrkari stoðum undir lækninn sem atvinnu- rekanda og draga úr hlutverki hans sem launa- manns. Þetta á bæði við um störf á sjúkrahús- um og í heilsugæslunni. Sjúkrahús: Bylta þarf tekjustreymi til lækna á sjúkrahúsum. Gera þarf eins marga lækna að verktökum eins og kostur er. Verktakarnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.