Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 50
408
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
upplýsingamálum. En í stað framkvæmda-
nefndar er rétt að mæla með matsnefnd sem
velur hvaða verkefni eiga að hljóta styrki sam-
kvæmt skýrum reglum um styrkhæfni. Það er
sjálfsagt mál að stofnanir reyni að vinna saman
að verkefnum, til að ná fram hagkvæmni og
staðlar þurfa að vera skýrir, en ekki of þröngir.
En upplýsingamál eiga að vera eðlilegur liður í
rekstrarkostnaði heilbrigðisstofnana og frum-
kvæðið í gerð upplýsingakerfa á að liggja þar,
en ekki hjá miðlægri nefnd.
Stefnumótun Læknafélags íslands um vernd
einkalífsupplýsinga í heilsufarsgögnum
Þagnarheitið
Þagnarheit lækna er ævafornt, hartnær 2500
ára gamalt, kennt við eið Hippókratesar.
Læknar eru einnig bundnir þagnarheiti um allt
er varðar einkamálefni sjúklinga sinna saman-
ber 15. gr læknalaga, ströng ákvæði laga um
varnir gegn kynsjúkdómum og Codex Ethicus.
Sjúklingar njóta eins og aðrir þegnar landsins
stjórnarskrárbundins réttar um friðhelgi einka-
lífs, samanber 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þá
fjalla lög um skráningu og meðferð persónu-
upplýsinga (Tölvulög) um persónuvernd er lýt-
ur að meðferð heilsufarsgagna í öðrum tilgangi
en til læknisfræðilegrar meðferðar þess sem
.stundar sjúkling.
Frávik frá þagnarheiti
Læknum er þó skylt að veita upplýsingar um
sjúklinga sína bjóði lög annað eða rökstudd
ástæða sé til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna
brýnnar nauðsynjar. I 3. mgr. 71. gr. stjórnar-
skrárinnar segir að með sérstakri lagaheimild
megi takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs,
heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til
vegna réttinda annarra. I lögum um ríkisend-
urskoðun segir meðal annars „..Þá er ríkis-
endurskoðun heimill aðgangur að og skoðun á
grunvallargögnum eða skýrslum sem fcerðar
eru samhliða reikningsgerð á hendur ríkinu eða
ríkisstofnunum fyrir vinnu eða þjónustu, sem
greiðsluskyld er að öllu leyti eða að verulegum
hluta úr ríkissjóði á grundvelli laga, verksamn-
Haraldur Briem gekk frá erindinu.
inga eða gjaldskrársamninga við einstaklinga,
félög eða stofnanir, til að sannreyna efni inn-
sendra reikninga og greiðsluskyldu ríkissjóðs. “
Aðgangur ríkisendurskoðunar að sjúkraskrár-
gögnum virðist því falla undir ákvæðið „að
brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra".
í 15. gr. læknalaga er sagt að „Þagnarskylda
fellur ekki niður við lát sjúklings“. I lögum um
Þjóðskjalasafn íslands er hins vegar gert ráð
fyrir því að sjúkraskrár skulu afhentar safninu
eftir að þau hafa náð 30 ára aldri. Með setningu
Upplýsingalaga er aðgangur að skjölum í Þjóð-
skjalasafni lögfestur. í 2. mgr. 8. gr. segir:
„Veita skal aðgang að öðrutn gögnum sem
4.-6. gr. taka til þegar liðin eru þrjátíu árfrá því
að gögn urðu til, að frátöldum upplýsingum er
varða einkamálefni einstaklinga, en aðgang að
þeim skalfyrst veita að áttatíu árum liðnumfrá
því að þau urðu til. Þetta gildir þó ekki um
sjúkraskrár og skýrslur sálfrœðinga eða félags-
ráðgjafa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
erþó heimilt að veita aðgang að slíkum upplýs-
ingum og sjúkraskrám til rannsókna eftir að
þœr hafa verið afhentar skjalasafni. Nefndin
bindur slíkt leyfi skilyrðum sem hún metur
nauðsynlegt hverju sinni. “
Þróun í meðferð heilsufarsgagna og
hnignun einkalífsverndar
Um þessar mundir á sér stað ör þróun í
rafrænni meðferð heilsufarsgagna. Þróunin
ber með sér augljósa kosti sem fólgnir eru í
öruggri varðveislu gagna, auðveldum aðgangi