Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 61

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 417 d. Ferliverkagreiðslur: Ferliverk eru vax- andi hluti starfsemi sjúkrahúsa hérlendis og erlendis eftir því sem starfsemi legudeilda dregst saman. Ferliverkagreiðslur til lækna eru mjög umdeildar af ýmsum ástæðum enda hefur ríkt fullkomið ósamræmi í því hverjir hafa not- ið þeirra og hverjir ekki, og þær hafa ekki orðið hluti af umsömdu launakerfi sjúkrastofnana. Að áliti margra lækna felst óþolandi mismunun í ferliverkagreiðslum í því formi sem þær eru nú stundaðar og telur starfshópurinn að til þess að sameina lækna sé áríðandi að þessi nauð- synlegu störf verði annað hvort öll unnin innan fasts launakerfis lækna eða að allir læknar njóti viðvikagreiðslna fyrir unnin göngudeildarverk. Starfshópurinn telur brýnt að Læknafélag ís- lands móti stefnu varðandi greiðslur fyrir þessi verk. e. Fjármögnun reglulegs heilbrigðiseftirlits: A Islandi í dag má segja að hið opinbera greiði meira fyrir heilsuvernd heldur en fyrir sjúkra- þjónustu. Mæðra- og ungbarnaeftirlit er sam- kvæmt lögum aðilum að kostnaðarlausu. Al- menn heilsuvernd er stunduð af heilsugæslu- og heimilislæknum og læknum í ýmsum sér- greinum og er ódýrari sjúklingum þegar hún fer fram hjá hinum fyrrnefndu. Um þessa fjár- hagslegu stýringu hefur í raun ekki verið nein deila milli lækna, þótt færa megi rök fyrir því að í þessu kerfi greiði sumir alvarlega veikir sjúklingar meira en heilbrigt starfandi fólk fyrir hverja komu. A Islandi er hins vegar engin hefð fyrir skipulögðum, reglulegum heildstæð- um heilbrigðisskoðunum fullorðinna. Lækna- samtökin hafa aldrei gert tillögur um í hverju slíkt eftirlit ætti að vera fólgið en starfshópur- inn telur að Læknafélag Islands ætti að skipa stöðuga starfsnefnd, sem fengi það hlutverk að ráðleggja í hverju heilbrigðisskoðanir ættu að felast á mismunandi aldursskeiðum. Ljóst er að þannig yrði til „læknissköpuð eftirspurn". Því væri nauðsynlegt að semja fyrirfram við opin- bera aðila og tryggingafélög eða við vinnuveit- endur um greiðslu fyrir þessa þjónustu, en hugsanlegt væri einnig að sjúklingar vildu greiða fyrir slíka þjónustu úr eigin vasa að hluta eða öllu leyti. Vilhelmína Haraldsdóttir, Hafsteinn Skúlason og Finnbogi Jakobsson. Ljósm.: Lbl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.