Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 65

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 419 í ljósi þess er kemur fram hér á undan teljum við nauðsynlegt að endurskipuleggja sjúkra- húsþjónustu í landinu öllu og taka tillit til fag- legra sjónarmiða fyrst og fremst en einnig fjár- hagslegra þátta. Vissulega ber að taka tillit til þess öryggis og hagræðingar sem framboð sérhæfðrar læknis- þjónustu í heimabyggð veitir. Hins vegar er nauðsynlegt að skoða náið allar hliðar, einkum gæði þeirrar þjónustu sem verið er að veita og fjárhagslega hagkvæmni og nýtingu tækja, að- stöðu og mannafla. Mikilvægt er að bjóða upp á góða sérfræðiþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni, það er heima í héraði. Ekki er hægt að bjóða landsmönnum upp á að sækja alla slíka þjónustu til Reykjavíkur. Er þá fyrst og fremst átt við grundvallarþjónustu í helstu greinum læknisfræðinnar. Þróun og skipulag sjúkrahúsþjónustu Tillögur 7. Almenn sjúkrahús: Læknisþjónusta er fyrst og fremst veitt af heilsugæslulæknum. Læknar úr öðrum sérgreinum (eftir aðstæðum á hverjum stað) gætu einnig sinnt þessum sjúkrahúsum. Hlutverk: 1) Fyrsta meðferð bráðveikra og slasaðra. 2) Greining og meðferð einfaldari sjúk- dómstilfella. 3) Þjónusta við langlegusjúklinga 4) Ferliverkaþjónusta sérfræðinga. 5) Ákveðin sjúkrahús geta sinnt sérhæfðum verkefnum. Ekki er boðið upp á samfellda almenna skurðlæknisþjónustu eins og verið hefur, held- ur fremur í formi ferliverkaþjónustu samanber lið 4. 11. Sérgreinasjúkrahús (svœðissjúkrahús?): Læknisþjónusta í ýmsum greinum læknisfræði, með að minnsta kosti þjónustu í almennum lyflækningum, almennum skurðlækningum, svæfingum og kven- og fæðingarlækningum. Hlutverk: 1) Veita þjónustu í helstu sérgreinum og sinna flestum vandamálum einstaklinga í viðkomandi byggðarlagi. 2) Veita sérfræðiþjónustu fyrir almenn sjúkrahús í nærliggjandi byggðarlögum. 3) Kennsla og rannsóknir (eftir aðstæðum). Fá og öflugri sérgreinasjúkrahús á lands- byggðinni. Skilgreina þarf staðal og starfssvið og tryggja fjárframlög í samræmi við starfsemi og hlutverk. III. Landspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur („Tertiary referral“ sjúkrahús). Hlutverk: 1) Sinna sérhæfðustu og flóknustu vanda- málum sjúklinga af landinu öllu, til dæm- is hjarta- og heilaskurðlækningum. 2) Veita almenna og sérfræðilega þjónustu fyrir íbúa Reykjavíkur og nágranna- byggðarlaga. 3) Kennsla og rannsóknir. Háskólasjúkra- hús. Tvö sjúkrahús eru starfandi og má færa rök fyrir því að rétt sé að halda því rekstrarformi óbreyttu hvað varðar grundvallarþjónustu svo sem almennar lyflækningar og almennar skurðlækningar. Mikilvægt er að hafa tvö stór sjúkrahús í Reykjavík til að viðhalda valmögu- leikum sjúklinga auk þess aðhalds sem fagleg samkeppni veitir. Samkeppni milli stofnana er af hinu góða og veitir aðhald í faglegum og rekstrarlegum þáttum. Hins vegar er eðlilegt að samhæfa sérhæfða starfsemi sem gæti þá haft aðsetur á öðru hvoru sjúkrahúsinu en veitti þjónustu jafnt á báðum stofnunum. Eng- ar upplýsingar liggja fyrir sem sýna fram á rekstrarlega hagkvæmni samfara sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Jafnvel þótt einhver sparnaður kynni að nást með slíkri sameiningu teljum við rök þau er mæla á móti vega þyngra. Mikilvægt er að tryggja að sjúklingar geti valið á hvaða sjúkrahús þeir leita og því nauð- synlegt að fella niður bráðavaktþjónustu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Einn af hornstein- um góðrar læknisþjónustu er samfella í með- ferð. Því er mjög mikilvægt að sjúklingar geti ávallt fengið þjónustu á því sjúkrahúsi þar sem læknar þeirra starfa. Niðurfelling bráðavakta mundi einnig minnka hinar miklu sveiflur sem eru í rekstri þeirra. Þýðingarmikið er að efla verulega kennslu- og rannsóknarhlutverk sjúkrahúsanna. Nauð- synlegt er að koma á fót raunverulegu háskóla- sjúkrahúsi á íslandi. Mögulega geta stóru sjúkrahúsin í Reykjavík bæði gegnt því hlut- verki eða annað hvort þeirra í samvinnu við læknadeild Háskóla íslands. Nauðsynlegt er að breyta stjórnskipulagi sjúkrahúsa á þann veg að læknir beri meiri rekstrarlega ábyrgð enda er fagleg ábyrgð á höndum lækna. Skoða þarf möguleika á því að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.