Læknablaðið - 15.06.1997, Page 84
436
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Umræða og fréttir
Formannaráðstefna Læknafélags íslands
Helgi H. Helgason, Jón Snædal og Sigurður Ólafsson, allir í stjórn
Formannaráðstefna LÍ var
haldin 23. maí síðastliðinn í hús-
næði félagsins að Hlíðasmára 8.
Sverrir Bergmann formaður
LÍ setti ráðstefnuna og reifaði
helstu atriði er fram koma í
skýrslu um starf stjórnar og ein-
stakra starfsnefnda frá síðustu
formannaráðstefnu sem haldin
var 10. maí 1996.
Formaður rakti hvernig unn-
ið hefur verið að framgangi
samþykkta síðasta aðalfundar
félagsins og hvaða málaflokkar
hafa komið til kasta stjórnar.
Töluverð vinna hefur farið fram
á vegum læknasamtakanna
vegna lagafrumvarps um rétt-
indi sjúklinga. Frumdrög voru
alls ófullnægjandi að mati LI,
einkum vegna ómarkvissra skil-
greininga. Skyldur læknisins
voru til dæmis ekki skilgreindar
eins og þær eru samkvæmt lög-
um, ennfremur skorti ákvæði er
taka til vísindarannsókna og
lífsiðfræði. Stjórn LÍ naut góðs
af starfi Siðfræðiráðs LÍ við um-
fjöllun um frumvarpsdrögin og
tekið var tillit til athugasemda
frá félaginu og siðfræðiráði við
endanlega samþykkt laganna.
I skýrslu formanns kemur
fram að Vísindasiðanefnd LÍ
hefur verið starfandi í rúman
áratug, við stærstu heilbrigðis-
stofnanir landsins eru starfandi
vísindasiðanefndir auk Siðaráðs
landlæknisembættisins. Það er
samdóma álit stjórnar LÍ, Vís-
LÍ. Ljósm.: Lbl.
indasiðanefndar LÍ og stjórnar
Siðfræðiráðs LÍ að jafnhliða
lagasetningu um réttindi sjúk-
linga verði að ganga frá lögum
um vísindasiðanefnd fyrir allt
landið og þar verði að taka tillit
til ákvæða sem Island hefur
þegar gerst aðili að og varða vís-
indasiðfræði á sviði læknis- og
líffræðilegra vísindarannsókna.
Að lokinni framsögu for-
manns hófust almennar umræð-
ur. Vilhjálmur Rafnsson og Örn
Bjarnason skýrðu frá fjölþjóð-
legri ráðstefnu er þeir sátu í
Osló fyrir hönd LI, ráðstefnan