Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 86

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 86
438 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Ferliverk Jóhannes M. Gunnarsson Tel að læknar þurfi ekki sérstakan launahvata til að vinna verk sín Ferliverk og greiöslufyrirkomulag fyrir læknisverk hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu, til dæm- is á málþingi LÍ laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Læknahlaðið leitaði álits nokkurra lækna á þessum málum og birtast tvö hin fyrstu hér á eftir. Ein aðalástæða þess að ferli- verk hafa aukist á sjúkrahúsun- uni síðustu árin er krafan um sparnað og í þessu ástandi hefur það meöal annars verið vörn okkar að geta beint ákveðnum læknisverkum meira í þennan farveg því vitanlega sparar spítalinn fjármuni ef hann þarf ckki að hafa sjúklinga liggjandi á deild þegar mögulegt er að komast hjá því, segir Jóhannes M. Gunnarsson lækningafor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur í samtali við Læknablaðið. - Legudögum hefur fækkað snarlega og legurými fyrir bráð- veikt fólk hefur minnkað um 40-50% á skurð- og lyflæknis- deildum Sjúkrahúss Reykjavík- ur síðustu sjö árin. Með því að stytta legutímann og fækka þar með legudögum næst fram tals- verður sparnaður. Þessa fjölgun ferliverka, læknismeðferð sem vinna má án innlagnar á spítalann, segir Jó- hannes mögulega meðal annars vegna framfara á mörgum svið- um læknisfræðinnar síðustu ár- in; - Þar má meðal annars nefna ýmsar minni háttar skurðað- gerðir sem nú fara fram án þess að um stóra holskurði sé að ræða sem krefjast nákvæms eft- irlits og mikils búnaðar á spít- ala. Þannig er til dæmis sums staðar farið að gera gallblöðru- aðgerðir án innlagnar en fyrir aðeins fimm árum þurftu menn að liggja inni í fimm eða sex daga. Mörg þessara verka verða þó vart unnin utan spítala vegna tækja eða annarrar aðstöðu sem menn fjárfesta ekki í á lækna- stofum og svo auðvitað vegna annars starfsfólks sem þarf að koma við sögu og sjúkrahúsin hafa yfir að ráða. Það þarf ekki miklar reikningskúnstir til að sjá að ferliverk eru örugglega þjóðhagslega hagkvæm, séu þau á annað borð möguleg af læknisfræðilegum ástæðum, því þá dettur upp fyrir það sem við getum kallað hótelkostnað spítalans, fæði og annar kostn- aður sem fylgir því að vistast innan veggja spítalans í nokkra daga. Jóhannes segir að umræðan um ferliverk hafi hins vegar lit- ast mjög af neikvæðum viðhorf- um að undanförnu og stafi það fyrst og fremst af misjöfnu áliti manna, einkum lækna, á greiðslufyrirkomulagi vegna ferliverkanna. Sagði hann þetta óæskilegt, upp kæmu andstæð sjónarmið innan spítalans, bæði milli lækna sem sinna mikið ferliverkum og njóta þess í laun- um og hinna sem ekki byggju við það, svo og milli lækna og annarra starfsstétta sem telja einnig eðlilegt að þær séu á sams konar greiðslukerfi vegna ferli- verka. - Læknar hafa alltaf haft mismunandi aðstæður til að sinna svona verkum og munu alltaf hafa þar sem sérgreinarn- ar eru svo ólíkar, þetta er hægt í sumum greinum en öðrum alls ekki. Þetta hefur komið mis- jafnlega út, drýgt verulega tekj- ur sumra læknahópa en ekki annarra. Þessi andstæðu sjónar- mið eða metingur og jafnvel deilur hafa spillt að mínu viti fyrir þróun. Við komumst hins vegar ekki hjá því að vinna ferli- verk því heilbrigðisþjónustan annar ekki þeirri aukningu sem dynur nú á henni vegna þess að menn lifa lengur og vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.