Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 93

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 93
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 445 Læknir í stjórn ÁTVR, er það eðlilegt? Opið bréf til Þórarins Sveinssonar yfirlæknis Get ekki þagað lengur Það var í september síðast- liðnum sem ég frétti að einhver læknir sæti í stjórn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Fyrst neitaði ég að trúa, því svona bara gerðu læknar ekki. Þessu mátti ég þó kyngja og hugsaði þá sitt af hverju. Ekki þjónar tilgangi að þrykkja þær hugsanir á letur enda voru þær barn síns tíma, augnabliksins. Síðar þegar ég fékk að vita hvaða læknir átti í hlut fór ég að hugsa jákvætt. Gat það verið forvörn- um í hag að hafa lækni í stjórn ÁTVR? Hvernig getur fyrirtæki sem selur eitur haft hag af því að í stjórn þess sitji maður sem vinnur gegn því að fólk kaupi og noti eitrið? Þá kom annað áfall, ég fékk í hendur tillögur að regl- um fyrir ÁTVR um innkaup á tóbaki og báru þær hreint engin merki þess að stjórn fyrirtækis- ins hygðist vinna að tóbaks- vörnum. Svo langt gekk ég í já- kvæðninni að spyrja hvort mögulegt væri að læknirinn stundaði njósnir fyrir tóbaks- varnir á þessum vettvangi? Það var á þessu stigi þankagangsins sem ég hringdi í þig. Tókstu því vel og gat ég ekki betur skilið en að með því að taka sæti í stjórn ÁTVR hefðir þú viljað koma þar að læknisfræðilegum sjónar- miðum. Hljómar vel en er kannski óþörf umhyggja, því í tóbaksvarnalögum segir bein- línis „Fjármálaráðuneytið skal hafa samráð við tóbaksvarna- nefnd um stefnumörkun varð- andi innflutning og verðlagn- ingu tóbaks“ og ennfremur „Leita skal álits nefndarinnar um allar reglugerðir sem snerta tóbaksvarnir og tóbakssölu“. í tóbaksvarnanefnd hefur jafnan verið læknir og auk þess hafa þeir læknar sem það vilja greið- an aðgang að nefndinni til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Aftur að símtalinu. Beiðni minni um frekari skýringar svaraðir þú með löngu máli. Innihald þess fannst mér lítið eiga skylt við læknisfræði og stakk upp á að þú kynntir sjón- armið þín í Læknablaðinu, þar sem margir læknar undruðust það hlutskipti sem þú hefur val- ið þér. Ég hefði trúlega ekki hreyft þessu máli opinberlega ef ekki hefði birst grein eftir þig í víðlesnasta dagblaði landsins nokkru eftir símtal okkar. Inni- hald hennar krefst viðbragða ekki síst þar sem ekkert heyrðist frá þér í Læknablaðinu. Ég vel Læknablaðið sem vettvang, þar sem ég tel málið varða túlkun á siðareglum lækna, hvað lækni sæmi og hvað ekki. Moggagreinin í Morgunblaðsgrein 25.11. 1996 berð þú á borð fyrir lesend- ur svipað og fyrir mig í síman- um. Undir greininni ertu titlað- ur sem yfirlæknir og því líklegt að hinn almenni lesandi telji að í skrifum þínum byggir þú á læknisfræðilegumrökum. Gríp- um þá niður í Morgunblaðs- greinina, en þar segir meðal annars um stjórn ÁTVR; „Eftir að stjórnin hóf störf hafa verið settar reglur um hvernig staðið skuli að innkaupum á tóbaki". Hver verður helsta niðurstaða þessara reglna? Jú að fjöldi tó- bakstegunda á íslandi vex. Ekki ráða þar ferðinni lækn- isfræðileg sjónarmið, samanber næstu tilvitnun. „Meðan tó- bakssala er leyfð og óbreytt skipulag er á þeirri verslun, ber ríkisvaldinu og þar með stjórn fyrirtækisins að gæta þess að farið sé að lögum og jafnræðis- reglu gætt hvað innkaup varðar, um leið og framfylgt er tak- markandi reglum er hafa áhrif á fjölda tóbakstegunda á markað- inum hér.“ Á að skilja fyrri hluta þessarar fullyrðingar þannig að lækninum í stjórn ÁTVR beri fremur að leitast við að tryggja að jafnræðisregla gagnvart tóbaksframleiðendum sé haldin en að læknisfræðilegar staðreyndir ráði ferðinni? Ella yrði, í ljósi læknisfræðilegra staðreynda, ekkert það lagt til sem ylli fjölgun á tóbakstegund- um, heldur hið gagnstæða með það sem langtímamarkmið að hætta alveg sölu tóbaks. Vissu- lega á það eftir að sýna sig hvað nákvæmlega er átt við með „takmarkandi reglum“ sem þú nefnir, en ennþá er það fjölgun tóbakstegunda og ekki fækkun sem hlýst af nýju reglunum. Síð- ar í greininni segir: „Eins og þekkingu okkar er nú háttað er mikil þverstæða fólgin í því að ríkisvaldið skuli annast allan innflutning og dreifingu tóbaks til verslana hérlendis um leið og því er ætlað að vinna að setn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.