Læknablaðið - 15.06.1997, Page 98
450
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Sigurður Thorlacius tryggingayfírlæknir
Opið bréf
Enn einu sinni situr undirrit-
aöur og er að fylla út beiðni
vegna ferðakostnaðar sjúklinga
innanlands. Pað vakti athygli
lækna 1994 þegar farið var að
fylgja reglugerð um ferðakostn-
að sjúklinga ákveðnar eftir að
mun fleiri synjanir komu en
áður. Hafa mörg þessara mála
verið kærð til Tryggingaráðs en
langflestir úrskurðirnir hafa
staðið.
I fyrirspurn til heilbrigðisráð-
herra á Alþingi 16. apríl 1997
kom meðal annars fram í svari
Ingibjargar Pálmadóttir eftir-
farandi, samanber þingskjal
768: „Þar sem upptalningin er
hins vegar ekki og getur ekki
verið tæmandi er sérstaklega
tekið fram í reglum að hið sama
gildi um aðra sambærilega sjúk-
dóma eða alvarleg vandamál á
meðgöngu. Sjúkdómarnir sem
taldir eru upp eru því fyrst og
fremst dæmi um sjúkdóma sem
teljast annaðhvort illkynja eða á
annan hátt alvarlegir fyrir heilsu
sjúklings. Það gefur að skilja að
listi yfir slíka sjúkdóma getur
aldrei verið tæmandi. Það er
síðan háð faglegu mati lækna-
deildar Tryggingastofnunar
hvaða sjúkdómar koma til
greina sem falla undir þessa
skilgreiningu. Samkvæmt skil-
greiningunni snýst málið ekki
um sjúkdóma sem eru ekki
nefndir sem dæmi í reglunum og
þess vegna sleppt í upptalningu,
heldur um þá grundvallarhugs-
un sem lýtur að alvarlegum til-
vikum.“
Það er hvorki skilningur und-
irritaðs né annarra lækna sem
ég hef rætt við, að reglugerðin
hafi verið túlkuð á þann hátt
sem skilja má af orðum ráð-
herra. Farið hefur verið stíft eft-
ir þeim sjúkdómum sem upp eru
taldir en öðrum einfaldlega
hafnað. Ég spyr því hvort þetta
sé rangtúlkun að okkar hálfu,
en það er rnjög mikilvægt að við
vitum hvaða reglur eru í gangi.
Egilsstöðum 18/5 1997
Virðingarfyllst;
Gísli Baldursson yfirlæknir
Heilsugæslustöðinni á
Egilsstöðum
Svar við grein Péturs
framhald
gjalds verði tengsl milli gjald-
töku og tjöruinnihalds, þannig
að gjaldið hækki eftir því sem
tjörumagn er meira.
4. Að ekki verði leyfður inn-
flutningur á tóbaki sem er yfir
ákveðnu hámarki tjöru/nikó-
tíns. Reglur verði settar um stig-
lækkandi leyfilegt magn eftir
fyrirfram settum reglum. Þann-
ig gætu Islendingar tekið for-
ystu hvað tóbaksvarnir varðar.
5. Að tryggt verði áfram fjár-
magn til fræðslu og forvarna-
starfs á sviði tóbaksvarna.
Með þessum orðum lýk ég
svargrein minni og óska þess að
við Pétur getum losað okkur
undan klafa hefðbundinna
þrætubókarskrifa, en í staðinn
unnið saman með öðru góðu
fólki að eðlilegu forvarnastarfi
sem hafi bætta heilsu íslendinga
að markmiði, þótt við verðum
ekki ávallt sammála um leiðir
að markinu sem hlýtur að vera
stöðugt minnkandi tóbaks-
neysla landsmanna.
Þórarinn Sveinsson