Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 105
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
457
Tennismót íslenskra lækna
Annað tennismót íslenskra
lækna var haldið á vegum Aust-
urbakka í Tennishöllinni í
Kópavogi 5.-6. apríl síðastlið-
inn.
Austurbakki gaf vegleg verð-
laun.
Til úrslita kepptu Börkur Að-
alsteinsson, Ólafur M. Björns-
son, Stefán Björnsson og Þórar-
inn Hrafn Harðarson.
Stefán varð í fyrsta sæti,
Börkur í öðru sæti og Ólafur og
Þórarinn í þriðja til fjórða sæti.
Lækna-golf 1997
1. Delta-mótið
Hvaleyrarvöllur mánudaginn
9. júní kl. 15:00. Höggleikur, 18
holur með og án forgjafar. Veitt
verður full forgjöf (36). Leikið
verður af gulum teigum, nema
öldungar eldri en 70 ára leika af
rauðum teigum. Konur leika af
rauðum teigum.
2. Stetho-mótið
Golfvöllur Leynis Akranesi
mánudaginn 7. júlí kl. 15:00.
Höggleikur, 18 holur með og án
forgjafar. Leikið verður af gul-
um teigum nema öldungar eldri
en 70 ára leika af rauðum. Veitt
verður full forgjöf eins og í opn-
um mótum (24). Rútuferð í
Golfmót sumarsins
boði Thorarensen Lyf ehf verð-
ur frá Umferðarmiðstöðinni kl.
13:30.
3. Lögmannaslagur
Strandarvöllur Hellu sunnu-
daginn 13. júlí kl. 12:00 Leikinn
verður betri bolti með forgjöf
(3/4). Að minnsta kosti 10,
tveggja manna lið verða frá
hvorum hópi. Reynt verður að
ræsa öll holl út samtímis. Styrkt-
araðili mótsins er lyfjafyrirtæk-
ið Glaxo Wellcome ehf.
4. Austurbakkamótið
Leiruvöllur Keflavík föstu-
daginn 8. ágúst kl. 15:00. Högg-
leikur, 18 holur með og án for-
gjafar. Leikið verður af gulum
teigum nema öldungar eldri en
70 ára leika af rauðum. Veitt
verður full forgjöf eins og í opn-
um mótum (24).
5. Glaxo-mótið
Nesvöllur föstudaginn 29.
ágúst kl. 14:00. Punktakeppni
með fullri forgjöf (hámark 24),
18 holur. Leikið verður af gul-
um teigum, nema öldungar
eldri en 70 ára leika af rauðum.
Framkvæmdastjórnin