Læknablaðið - 15.06.1997, Page 106
458
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Um hlífðarhjálma við hjólreiðar
Landlæknir ásamt Umferðar-
ráði hafa lengi haldið uppi
áróðri fyrir lögbindingu hlífðar-
hjálma við hjólreiðar barna og
unglinga.
Fyrstu tillögur komu fram á
landsfundi um slysavarnir á veg-
um landlæknis 1983. Árið 1993
samþykkti Alþingi heimild fyrir
dómsmálaráðherra að setja
reglur um notkun hlífðarhjálma
við hjólreiðar. Ráðherra óskaði
eftir frekari fyrirmælum Al-
þingis. Nú hefur allsherjarnefnd
Alþingis undir forsæti Sólveigar
Pétursdóttur hvatt til þess að
ráðherra setji, til reynslu í tvö
ár, reglur um notkun hlífðar-
hjálma við hjólreiðar. Að
reynslutíma loknum verði mál-
inu vísað til Alþingis til frekari
ákvörðunar.
Þetta er mikilvæg ákvörðun
og ber að þakka Alþingi afdrátt-
arlausa afstöðu í þessu veiga-
rnikla heilbrigðismáli sem mun
draga úr alvarlegum meiðslum
og stuðla að sparnaði í heil-
brigðisþjónustu.
Lög um hlífðarhjálma eru nú í
gildi í nokkrum fylkjum í Ástr-
alíu og Bandaríkjunum svo að
Alþingi íslendinga er fyrst þjóð-
þinga í Evrópu til að skipa mál-
um á þennan veg.
Svipaður tími leið frá fyrstu
tillögum um löggildingu bílbelta
þar til þau voru samþykkt á Al-
þingi. Meðgöngutími góðra til-
lagna virðist vera rúmlega 10 ár.
Ólafur Ólafsson landlæknir
Deildarlæknar
SJÚKRAHÚS
REYKJAVI' KU R
Lausar eru til umsóknar tvær stöður deildarlækna við öldrunarsvið Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
Vaktir eru á öldrunarsviði og þátttaka í vöktum lyflækningadeilda Sjúkrahúss
Reykjavíkur í Fossvogi. í starfinu er fengist við fjölþætt viðfangsefni aldraðra
með teymisvinnu. Góð staða fyrir þá sem hyggja á nám í heimilislækningum,
lyflækningum, geðlækningum og öldrunarlækningum. Einnig góð til endur-
menntunar, til dæmis fyrir heimilislækna, svo og getur staðan hentað þeim sem
eru að koma til landsins eftir langa fjarveru. Ráðning getur verið til sex, 12 eða
18 mánaða. Einnig kemur til álita að ráða í hálfa stöðu.
Þátttaka í rannsóknarvinnu er æskileg.
Upplýsingar veitir Pálmi V. Jónsson, forstöðulæknir í síma 525 1530.
Umsóknarfrestur er til 15. júní.