Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 9
Formáli
Á fundi þann 9. september 1977 skipaði stjórn lceknaráðs Borgarspítalans nefnd til
að kanna möguleika á að gefa út rit í tilefni af lOára afmæli spítalans, en 28. desember
1977 var áratugur liðinn frá því fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á spítalann í Foss-
vogi.
Nefndinni þótti við hæfi, að í ritinu yrði ein grein um byggingarsögu spítalans, en að
öðru leyti greinar læknisfræðilegs eðlis, er byggðu á reynslu og efnivið, sem safnast
hefði á umræddu tíu ára tímabili. Var hugmyndinni vel tekið, og auk greinarinnar um
byggingarsögu, sem skrifuð er af fyrrverandi borgarlækni, dr. med. Jóni Sigurðssyni,
eru í ritinu 18 greinar um læknisfræðileg efni.
Fjórar greinar, sem fjalla um hálshnykk, byggja á rannsóknum, sem styrktar voru af
Vísindasjóði Borgarspítalans. Margir binda þær vonir við þennan sjóð, að hann megi í
framtíðinni styrkja öfluga vísindastarfsemi, og kemur hugur lækna til sjóðsins m.a.
fram í því, að flestir sérfræðingar sjúkrahússins hafa á þessu ári samþykkt, að 1/2% af
launum þeirra renni í hann.
Afmælisritið er gefið út sem fylgirit við Læknablaðið, og þakkar ritnefndin stjórn
Læknablaðsins og ritstjórnarfulltrúa þess ágætt samstarf. Einnig þökkum við Kristínu
Pétursdóttur yfirbókaverði fyrir að samræma heimildalista og lesa prófarkir af þeim.
Öðru starfsfólki, einkum læknariturum hinna ýmsu deilda, færum við þakkir fyrir
veitta aðstoð; ennfremur þeim mönnum, sem styrkt hafa ritið með auglýsingum. Við
þökkum höfundum öllum fyrir ánægjuleg samskipti.
Síðast en ekki síst viljum við þakka spítalastjórn ogframkvæmdastjórum fyrirstuðn-
ing við hugmyndina að þessu riti ogfyrirfjárhagslegan styrk til þess.
Ritnefnd læknaráðs
GunnarH. Gunnlaugsson
Ásmundur Brekkan
Þórarinn Guðnason