Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 12
þær rúmuöu 100-130 sjuklinga hvor, og komið þar upp að auki 40-60 rúma barnadeild.
Ennfremur skyldi setja á stofn 1) handlæknisdeild eða sjúkrahús vegna útvortis
berkla, beinbrota og bæklunarsjúkdóma, 2) hæli utanbæjar vegna langvinnra sjúkdóma
og 3) farsótta- og sóttvarnarhús, þar sem einnig mætti vista nokkra berklasjúklinga.
Hver þessara þriggja stofnana þyrfti að hafa 70-80 rúm, hin fyrstnefnda jafnvel
100 rúm. Þá var og talið nauðsynlegt að fjölga sjúkrarúmum fyrir geðveika í 400
fyrirjallt^landið og fyrir fávita í 100 rúm. Nefnd bæjarstjórnar taldi hagkvænt,
að sjúkrahúsvandi Reykjavíkur yrði leystur með samvinnu ríkis og bæjarfélags.
1 J'drögum til 10 ára áætlunar um byggingarframkvændir Landspítalans", heilbrigðis-
málaráðherra til leiðbeiningar, sem gerð voru veturinn 1945-46 og birt í Heilbrigðis-
skýrslum frá árinu 1945 (20), eru taldar upp í 9 liðum þær byggingarframkvændir,
sem landlæknir o.fl. leggja til að lokið verði á næsta áratug. í 6. lið þeirrar
upptalningar er lagt til að aðalbygging spítalans verði lengd til beggja enda,
og rúmafjöldi allur aukinn, mjög í samræni við tillögur nefndar L.í. og bæjar-
stjórnar, sem hlr hefur verið lýst.
í ítarlegri grein í Heilbrigðu lífi árið 1946 um sjúkrahúsmál Reykjavíkur (16),
vekur Páll Sigurðsson læknir, eldri, máls á siðferðislegri skyldu bæjarfélagsins
í þessu efni. Sagði Páll, að af 300 rúmum í almennu sjúkrahúsunum, sem voru í
Reykjavík þá,^nýttu utantejarsjúklingar 40%. Bæjarbúar (45 þús.) hefðu því aðeins
180 almenn sjúkrarúm til afnota, eða 4 á hvert þús. íbúa, sem væri helmingur
þess, sem þörf væri fyrir. Páll lét þá liggja á milli hluta, hvort reistur yrði
sérstakur bæjarspítali, eða ríki og bær sameinuðust um að stækka Landspítalann.
í sama hefti tímaritsins vekur dr. Gunnl. Claessen í ritstjórnargrein (4) athygli
á grein P.S. og átelur harðlega, að Reykjavíkurbær hafi haldið að slr höndum um
stofnun almenns sjúkrahúss. 1 ritstjórnargreinum sama tíinarits árið 1947 (5)
og 1948 (6) endurtekur G.Cl. kröfuna um almennan bæjarspítala. 1 síðamefnda
heftinu (sem vegna fráfalls dr. G.Cl. kom ekki út fyrr en í febr. 1949) er
einnig að finna skelegga hvatningargrein um sama efni eftir Pál Sigurðsson,
eldra (15).
Að tilhlutan Læknafélagsins Eirar vann 3ja manna nefndx að því vorið 1948 að
athuga hugsanlegar úrlausnir á sjúkrarúmaskortinum (9). Álitsgerð nefndarinnar
var send L.R., sem á félagsfundi 7. júlí 1948 samþykkti að senda hana með
kröftugum meðiœelum áfram til borgarstjóra (13). 1 álitsgerðinni var mjög ein-
dregið lagt til, að bæjarspítali Reykjavíkur yrði reistur hið fyrsta, það væri
siðferðisleg skylda bæjarfllagsins að sjá til þess, "samkrull ríkis og bæjar"
á þessu sviði^hefði reynst óheppilegt. (Kynsjúkdómadeildin, Fæðingadeildin).
Nauðsyn væri á að reisa sjúkrahús með 220 rúmum.
Þegar hér var komið sögu^leggur Sigurður Sigurðsson, berklayfirlæknir og bæjar-
fulltrúi, til á bæjarstjórnarfundi 7. okt. 1948 (1), að Reykjavíkurbær leiti
fyrir sér um^kaup á Landakotsspítala, en sé hann ekki fáanlegur, þá verði byggt
bæjarsjúkrahús með rúmum fyrir 120 sjúklinga. Enn fremur verði athugað hjá
Tryggingarstofnun ríkisins á hvem hátt koma megi upp hjúkrunarheimili í eða í
grennd við bæinn. Eigendur Landakotsspítala léðu ekki máls á því að láta
spítalann af hendi, og var það þó fast sótt af fulltrúum ríkis og bæjar.
Forráðamenn Landspítalans sýndu um þessar mundir engan hug á að staakka spítalann,
enda hafði formaður stjórnarnefndar hans, Vilmundur landlæknir, lengi talið,
að Reykjavíkurbær hefði látið sinn hlut eftir liggja í sjúkrahúsmálum bæjarins,
og síðustu árin hafði hann vissulega fengið stuðning áhrifamikilla aðila um þá
skoðun. Ekki er heldur að sjá, að tilraun hafi verið gerð til að ná samvinnu
ríkis og bæjar um stækkun Landspítalans, sem um tíma var talin helsta úrlausn
sjúkrarúmavandans, svo sem áður greinir.
Nefnd Eirar: Árni Pétursson, Jón Sigurðsson og Valtýr Albertsson.
10