Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 13
Framkvæmdir Þannig stóðu málin um það leyti, er tæjarstjórn Reykjavíkur 28. des. 1948 skipaði undirbúningsnefnd þá til byggingar Borgarspítalans, sem getið var í upphafi þessarar byggingarsögu.x Undirbúningsnefndin tók þegar til óspilltra málanna og skilaði xtarlegu áliti 29. júní 1949 (3). HÚn komst m.a. að raun um, að á árunum 1946 og 1947 notuðu utanbæjarsjúklingar um 34% af legudögum sjúkrahúsanna fimm í Reykjavík:Landakots, Landspítalans, Fæðingardeildar hans, sjúkrahúss Hvítabandsins og Sólheimaspítala. Þetta jafngilti. því, að 4,2 almenn sjúkrarúm væru fyrir hvert þúsund bæjarbúa. Meðallegutími á nefndum sjúkrahúsum voru þá 25 1/2 dagur. Miðað við allar aðstæður £ Reykjavík taldi nefndin, að ekki vrði komist af með minna en allt að átta almenn sjúkrarúm fyrir hverja 1000 íbúa, og yrðu þá nokkuð af þessum sjúkrarúmum á sérstökum hjúkrunardeildum. Undirbúningsnefndin lagði til að reist yrði í Fossvogi, sunnan Bústaðavegar beggja megin Klifvegar, bæjarsjúkrahús, er rúmaði 325 sjúklinga. Skipting í deildir og rúmafjöldi hverrar þeirra yrði sem hér segir: Bamadeild (30), deild vegna háls-, nef-, eyma og augnsjúkdóma og vegna nudd- og rafmagns- aðgerða (36), handlækningadeild (72), lyflækningadeild (72), hjúkrunardeild (90) og tauga- og geðsjúkdómadeild (25). Hjúkrunareiningar yrðu alls 9. Auk nauðsyn- legra röntgen- og rannsóknadeilda (bacteriologi, serologi og efnarannsókna) yrði í spítalanum aðstaða til tannlæknisaðgerða, og einnig líkskurðarstofa. í sjúkrahúsinu skyldi enn fremur vera slysavarðstofa og í nánum tengslum við hana í sérstakri þverálmu, lækningastöð (poliklinik), sem léti í té almenna og hvers konar sérfræðilega læknishjálp, sem hægt er að veita utan sjúkrahúsa. Þá var og lagt til að 40 rúm farsóttadeild yrði komið upp í sérstakri, vel aðskilinni og einangraðri álrnu út frá aðalbyggingu. Enn fremur íbúðarherbergjum fyrir 10-12 lækna, og loks var gert ráð fyrir kennslu hjúkrunamema og heimavist fyrir þá, e.t.v. fullkomnum hjúkrunarkvennaskóla, en tillögur um það höfðu nokkrum sinnum áður komið fram. (3,11,15,19). Bæjarstjórn fól undirbúningsnefndinni að láta gera teikningar af sjúkrahúsinu á grundvelli tillagna nefndarinnar, og í nóv. 1949 var húsameistara bæjarins, Einari Sveinssyni, og Gunnari ólafssyni, arkitekt, falið að gera teikrdngar af því. Kynntu þeir sér ítarlega uppdrætti og starfstilhögun fjölda nýrra sjúkra- húsa, austan hafs og vestan, unnu í nánu samstarfi við undirbúningsnefndina og vönduðu mikið til hönnunar spítalans. Gunnar ðlafsson andaðist í apríl 1959, og stóð Einar Sveinsson eftir það einn fyrir hönnun sjúkrahússins og var húsa- meistari þess á meðan honum entist aldur. Einar Sveinsson lést í mars 1973. í desember 1949 gagnrýndi 3ja manna nefnd á vegum Læknafélags Reykjavíkur^ tillögur undirbúningsnefndarinnar að því er varðar deildaskiptingu og stærð hjúkrunareininga, en þó einkum hugmyndina um lækningastöð (11). Einnig taldi nefndin nauðsyn á bráðabirgðalausn á meðan á byggingu spítalans statói. Á þessum árum safnaði kvenfélagið Hringurinn talsverðu fé í því skyni að koma upp barnaspítala. Félagið átti nokkrar viðræður við undirbúningsnefndina, árin 1950-51, um hugsanlega aðild barnaspítalans að bæjarsjúkrahúsinu sem sérstök deild í honum. Undirbúningsnefndin gat ekki gefið fyrirheit varóandi byggingar- tíma spítalans, sem kvenfélagið gat sætt sig við, og varð því ekki úr samvinnu þessara aðila. x Undirbúningsnefnd Borgarspítalans: Sigurður Sigurðsson, form., Jón Sigurðsson, ritari, Katrín Thoroddsen, Sigríður Bachmann og Gísli Sigurbjörnsson. Síðar komu í nefndina Halldór Hansen, eldri og Friðrik Einarsson. ^ Nefnd L.R.: Alfreð Gíslason, Valtýr Albertsson og Snorri Hallgrímsson. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.