Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 16
hinna breyttu viðhorfa. Aukið var við bvgginguna og gerðar á henni ýmsar breytinga
sérstaklega á lögnum, og sjúkrarúmum fjö'lgað um 54. Slysadeild var stækkuð, en hún
hefur með árunum hlotið stærra og mikilvægara hlutskipti en henni var upphaflega
ætlað og sem nú knýr alvarlega á um aukið rými og bætta aðstöðu. Vegna slvsa-
deildarinnar og þjónustu á sviði vissra undirsérgreina, sem spítalinn veitir,
hefur Borgarspítalinn smám saman orðið aðal-móttökuspítali landsins fyrir slys
og bráða sjúkdóma. M.a. vegna þessa hefur orðið að auka starfsemi og rými
röntgendeildar, tæknideild og vararafstöð var stækkuð og færa var>5 til í bygging-
unni rannsóknardeild, sóttvarnardeild og apotek vegna stækkunar þessara deilda.
Komið var á fót háls-, nef- og eyrnadeild, ásamt göngudeild, og enn fremur
hjartagæsludeild, gjörgæsludeild og tölvudeild, en starfsemi þeirra var þá nýjung
í sjúkrahúsmálum. Fyrir einstaka útsjónarsemi húsameistarans og skilning forstöðu-
manna hlutaðeigandi deilda kostuðu þessar miklu breytingar þó furðu lítið rask
á byggingunni.
Röntgendeildin varð fyrst deilda til að hefja starfsemi í Borgarspítalanum. Það
gerðist 6. maí 1966. Röntgendeildir, sem fyrir voru í borginni, höfðu þá í mörg
ár verið svo önnum hlaðnar, að fjöldi sjúklinga í spítölunum varð að lengja
sjúkrahúsvist sína um nokkra daga í bið eftir röntgen-rannsókn. Þetta jók á
sjúkrahússkortinn og hafði í för með sér aukin útgjöld fyrir hið opinbera og
vinnutap fyrir einstaklinginn. Svipuðu máli gegndi um utanspítalasjúklinga, sem
þörfnuðust röntgenrannsóknar.
Hinn 28. des. 1967 var fyrsti legu-sjúklingurinn fluttur í Borgarspítalann,
lyflækningadeild, og telst sá dagur stofndagur spítalans. Þennan dag og þá næstu
flutti Borgarspítalinn, sem starfræktur hafði verið (sem lvflækninga- og farsótta-
deild) í Heilsuvemdarstöðina frá því á árinu 1955, helming sjúklinga sinna ásamt
verulegum hluta af starfsliðinu í sín nýju húsakynni í Borgarspítalanum í Fossvogi.
Samtímis flutti þangað einnig rannsóknardeild sjúkrahússins úr Heilsuvemdar-
stöðinni.
Á næsta ári, 14 árum eftir að botnplata byggingarinnar var steypt, sumarið 1954,
voru sjúkrarúm spítalans fullsetin. Á því ári (1968) tóku þessar deildir til
starfa: sótthreinsunardeild (febr.), slysavarðstofa (maí), geðdeild (júní) og
skurðlækningadeild (sept.). Legudeild slysavarðstofu var stofnsett í júnx 1969
og háls-, nef- og eyrnadeild x des. sama ár. Gjörgæsludeild hóf störf í okt. 1970.
Fyrstu yfirlæknar spítalans voru með í ráðum um endanlega tilhögun deilda, og
svipað er að segja um framkvcandastjóra og forstöðukonu, að því er varðar starfs-
aðstöðu spítalans í heild.x
1 árslok 1977, eins og 1970, er rúmafjöldi í Borgarspítalanum í Fossvogi 214:
Lyflækningadeild ásamt hjartagæsludeild 71, skurðlækningadeild 74, geðdeild 31,
slysadeild 12, háls-, nef- og eyrnadeild 14 og gjörgæsludeild 12 rúm. Göngudeildir
starfa í þrem deildum, en starfsemi þeirra takmarkast mjög af skorti á húsrými.
Til Borgarspítalans heyra enn fremur þessar sjúkrastofnanir: 1) Hjúkrunar- og
endurhæfingardeild í Heilsuverndarstöðinni, með 30 rúm, en vegna frestunar á
byggingu B-álmu Borgarspítalans og stöðugs sjúkrarúmaskorts varð að halda áfram
að nokkru sjúkráhúsrekstri þar, uns B-álman tekur til starfa, 2) Hvítabandið
við Skólavörðustíg, en þar hefur frá febr. 1970 verið rekin geðdeild fyrir 30
sjúklinga, og 3) síðan 1972 Arnarholt á Kjalarnesi, langvistunardeild fyrir 60
geðsjúklinga, 4) Hjúkrunar- og endurhæfingardeild á Grensási (60 rúm), sem
x Fyrstu yfirlæknar: Ásgeir B. Ellertsson, Ásmundur Brekkan, Eggert ó.
JÓhannsson, Friðrik Einarsson, Haukur Kristjánsson, Karl Strand, óskar
Þórðarson, Stefán Skaftason, Þorbjörg Magnúsdóttir.
Lyfjafræðingur: Guðmundur Steinsson. Framkvamdastjóri: Haukur Benediktsson.
Forstöðukona: Sigurlín Gunnarsdóttir.
14