Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 16
hinna breyttu viðhorfa. Aukið var við bvgginguna og gerðar á henni ýmsar breytinga sérstaklega á lögnum, og sjúkrarúmum fjö'lgað um 54. Slysadeild var stækkuð, en hún hefur með árunum hlotið stærra og mikilvægara hlutskipti en henni var upphaflega ætlað og sem nú knýr alvarlega á um aukið rými og bætta aðstöðu. Vegna slvsa- deildarinnar og þjónustu á sviði vissra undirsérgreina, sem spítalinn veitir, hefur Borgarspítalinn smám saman orðið aðal-móttökuspítali landsins fyrir slys og bráða sjúkdóma. M.a. vegna þessa hefur orðið að auka starfsemi og rými röntgendeildar, tæknideild og vararafstöð var stækkuð og færa var>5 til í bygging- unni rannsóknardeild, sóttvarnardeild og apotek vegna stækkunar þessara deilda. Komið var á fót háls-, nef- og eyrnadeild, ásamt göngudeild, og enn fremur hjartagæsludeild, gjörgæsludeild og tölvudeild, en starfsemi þeirra var þá nýjung í sjúkrahúsmálum. Fyrir einstaka útsjónarsemi húsameistarans og skilning forstöðu- manna hlutaðeigandi deilda kostuðu þessar miklu breytingar þó furðu lítið rask á byggingunni. Röntgendeildin varð fyrst deilda til að hefja starfsemi í Borgarspítalanum. Það gerðist 6. maí 1966. Röntgendeildir, sem fyrir voru í borginni, höfðu þá í mörg ár verið svo önnum hlaðnar, að fjöldi sjúklinga í spítölunum varð að lengja sjúkrahúsvist sína um nokkra daga í bið eftir röntgen-rannsókn. Þetta jók á sjúkrahússkortinn og hafði í för með sér aukin útgjöld fyrir hið opinbera og vinnutap fyrir einstaklinginn. Svipuðu máli gegndi um utanspítalasjúklinga, sem þörfnuðust röntgenrannsóknar. Hinn 28. des. 1967 var fyrsti legu-sjúklingurinn fluttur í Borgarspítalann, lyflækningadeild, og telst sá dagur stofndagur spítalans. Þennan dag og þá næstu flutti Borgarspítalinn, sem starfræktur hafði verið (sem lvflækninga- og farsótta- deild) í Heilsuvemdarstöðina frá því á árinu 1955, helming sjúklinga sinna ásamt verulegum hluta af starfsliðinu í sín nýju húsakynni í Borgarspítalanum í Fossvogi. Samtímis flutti þangað einnig rannsóknardeild sjúkrahússins úr Heilsuvemdar- stöðinni. Á næsta ári, 14 árum eftir að botnplata byggingarinnar var steypt, sumarið 1954, voru sjúkrarúm spítalans fullsetin. Á því ári (1968) tóku þessar deildir til starfa: sótthreinsunardeild (febr.), slysavarðstofa (maí), geðdeild (júní) og skurðlækningadeild (sept.). Legudeild slysavarðstofu var stofnsett í júnx 1969 og háls-, nef- og eyrnadeild x des. sama ár. Gjörgæsludeild hóf störf í okt. 1970. Fyrstu yfirlæknar spítalans voru með í ráðum um endanlega tilhögun deilda, og svipað er að segja um framkvcandastjóra og forstöðukonu, að því er varðar starfs- aðstöðu spítalans í heild.x 1 árslok 1977, eins og 1970, er rúmafjöldi í Borgarspítalanum í Fossvogi 214: Lyflækningadeild ásamt hjartagæsludeild 71, skurðlækningadeild 74, geðdeild 31, slysadeild 12, háls-, nef- og eyrnadeild 14 og gjörgæsludeild 12 rúm. Göngudeildir starfa í þrem deildum, en starfsemi þeirra takmarkast mjög af skorti á húsrými. Til Borgarspítalans heyra enn fremur þessar sjúkrastofnanir: 1) Hjúkrunar- og endurhæfingardeild í Heilsuverndarstöðinni, með 30 rúm, en vegna frestunar á byggingu B-álmu Borgarspítalans og stöðugs sjúkrarúmaskorts varð að halda áfram að nokkru sjúkráhúsrekstri þar, uns B-álman tekur til starfa, 2) Hvítabandið við Skólavörðustíg, en þar hefur frá febr. 1970 verið rekin geðdeild fyrir 30 sjúklinga, og 3) síðan 1972 Arnarholt á Kjalarnesi, langvistunardeild fyrir 60 geðsjúklinga, 4) Hjúkrunar- og endurhæfingardeild á Grensási (60 rúm), sem x Fyrstu yfirlæknar: Ásgeir B. Ellertsson, Ásmundur Brekkan, Eggert ó. JÓhannsson, Friðrik Einarsson, Haukur Kristjánsson, Karl Strand, óskar Þórðarson, Stefán Skaftason, Þorbjörg Magnúsdóttir. Lyfjafræðingur: Guðmundur Steinsson. Framkvamdastjóri: Haukur Benediktsson. Forstöðukona: Sigurlín Gunnarsdóttir. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.