Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 29
og skipta einkennum í hálseinkenni, heilaeinkenni og nœnueinkenni (13). Slík til-
felli voru ekki tekin með x okkar efnivið (18). Kvartanir svipaðar þeim og
sjúklingar okkar höfðu, hafa aftur á móti verið skráðar löngu eftir slys (15,10,
3,8), en tíðni verið hærri. Er það í samrami við þá skoðun, að einkenni geti
komið fram mörgum dögum eftir að áverkinn varð (4,1,15).
Hjá aðeins 3% sjúklinganna var að finna eitthvað óeðlilegt við taugaskoðun. Voru
það greinileg rótareinkenni frá hálstaugum. Verkirnir í hnakka og hálsi voru ekki
af taugarótargerð og orsök þeirra sennilegast staðbundin tognun á vöðvum og lið-
böndum. Vöðvar voru spenntir og aumir viðkomu í 75% tilfella. Leitað var
sérstaklega svæðis með skyntruflun á hnakka eða öxlum, þar sem því hefur verið
lýst sem eina hlutlæga einkenninu (1), en ekkert slxkt fannst. Væg einkenni
svipuð heilahristingseinkennum var að finna hjá 16% hinna slösuðu. Aðeins var
vitað til, að einn þeirra hefði rekið höfuðið í. Aðrir höfundar hafa talað um
heilahristingseinkenni í 22 upp í 62% tilfella (5,4).
Mænuvökvi hefur ekki áður verið athugaður hjá hálshnykkssjúklingum, en tæplega
1/3 sjúklinga okkar reyndist hafa óeðlilegan vökva. Var aðllega um að ræða væga
hækkun á eggjahvítu og nærveru rauðra blóðkorna. Sennilegasta skýringin á þessu er,
að smá blæðingar hafa orðið í einhverjum vefja þeirra, sem liggja að "subarachnoidal"
rúminu. Kröftug ofrétting á hálsi getur orsakað verulega skemmd á mænu (12).
Tilraunir á öpum, sem hafa verið látnir fá hálshnykk, hafa leitt í ljós blæðingar,
bæði í hálshluta mænu, í heilastofni og í heila (14). Ekki var ástand þeirra
sjúklinga, sem höfðu mænuvökvabreytingar neitt verra en hinna.
Samantekt
Hingað til hafa flestar rannsóknir á kliniskum einkennum sjúklinga með hálshnykk
verið gerðar eftir á (retrospectivt) eða verið athugun á varanlegum einkennum.
I rannsókn okkar, sem náði yfir 100 manns á Reykjavíkursvæðinu var gerð kerfis-
bundin skráning einkenna og skoðun innan sólarhrings frá slysi. Athugunin var
gerð á árunum 1975 og 76.
árekstrarnir áttu sér stað á öllum txmum árs í aðal umferðaþunga dagsins. Al-
gengustu bifreiðategundirnar voru Volkswagen, Ford og Fiat, sem jafnframt voru
algengustu Difreiðategundir í landinu.
Oftast var það fólk á aldrinum 20-30 ára, sem lenti £ slysinu. x hópnum voru 62
konur og 38 karlar. Þessi munur á tíðni háishnykks hjá kynjunum g^xti verið vegna
núsmunandi skapgerðar og lxkamsbyggir.gar.
Helztu einkenni voru hnakkaverkur hjá 79, hálsverkur hjá 67, höfuðverkur hjá 59,
Verkur í öxlum og herðum hjá 39 og bakverkur hjá 30. Við þreifingu fundust aumir,
spenntir hnakkavöðvar hjá 75 og hálsvöðvar hjá 51. Höfuðhreyfingar voru vægt
hindraðar hjá 27. Hjá aðeins 3 sjúklinganna var óeðlileg taugaskoðun með rótar-
einkennum frá hálstaugum.
Mænuvökvi var athugaður hjá 91 sjúklingi og fannst vægt hækkuð eggjahvíta og rauð
hlóðkom hjá 27. Þetta gæti bent til smá skemmda á þeim vefjum, sem liggja að
"subarachnoidal"-rúminu. Almennt ástand þessara sjúklinga var ekki verra en hinna.
Summarv
Previous studies of whiplash injuries are mostly either retrospective or dealing
with persisting symptoms.
In the present study, the clinical pattem of 100 consecutive cases admitted to
Borgarspítalinn, 62 women and 38 men, was studied within the first 24 hours of
the accident. The most common symptoms consisted of neck pain in 79, headache in
27