Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 35
RÖNTGENRANNSÓKNIR VEGNA HALSHNYKKS
Kristján Sigurjónsson
Ásgeir B. Ellertsson
Tryggvi Þorsteinsson
Frá röntgendeild, endurhæfingardeild og slysadeild
Inngangur
Á síöustu árum hefur ekki birtst mikið af greinum um svonefnt "whiplash injury"
(hár eftir nefnt hálshnykkur) í röntgenritum. Víðast hvar fer röntgenrannsókn
þessara sjúklinga nokkum veginn eftir þeim línum sem Zatzkin og fleiri hafa lagt
(10,11). Zatzkin hefur dregið fram nokkur röntgeneinkenni, sem hann telur mjög
einkenna sjúklinga eftir hálshnykk, en aðrir hafa gert lítið úr þessum einkennum
(2). ^Ekki hefur, svo séð verði, verið gerð "prospectiv" rannsókn á hópi sjúklinga
með hálshnykk. Þau atriði, sem leitað er svara við með þessari rannsókn eru
eftirfarandi.
1. Er greining hálshnykks röntgengreining?
2. Er af röntgengreiningu unnt að ráða stærð áverkans í hverju tilviki?
3. Er af röntgenrannsókn, stuttu eftir áverkann, unnt að ráða í framvindu sjúk-
leikans (prognosis) og jafnvel velja þá úr, sem þmftu sérstaklega virka
meðferð?
4. Er við eftirrannsókn unnt að sýna fram á beinbreytingar, sem með sterkum líkum
má rekja til áverkans?
Efniviður - úrvinnsla
I.
Á tímabilinu mars 1975 - maí 1976, að frátöldum mánuðunum júlí - ágúst 1975, voru
allir þeir, sem leituðu til slysadeildar vegna hálshnykks eftir aftanákeyrslu
röntgenskoðaðir (1,9).
Teknar voru átta myndir í flestum tilvikum:
1. Framanfrá af C1-C2 (dens) í gegnum opinn munn.
2. Framanfrá C3-C7.
3-4. Skámyndir frá báðum hliðum.
5. Hliðarmynd í réttstöðu.
6. Hliðarmynd, háls réttur afturu
7-8. Hliðarmyndir (efri og neðri hluti) háls bevgður fram.
Rannsóknin var nær alltaf gerð á röntgentæki af gerðinni Pantoscop 2 með 150 cm
fjarlægð (FFD) og stillt inn á hverja mynd í skyggningu. Til rannsóknar komu
100 einstaklingar, en tvær konur gengu með bam og voru ekki röntgenskoðaðar og
ekki flkkst fullkomin röntgenskoðun hjá einum einstaklingi. Alls koma því hér
til umræðu 97 sjúklingar, 38 karlar, eða 39%, og 59 konur, eða 61%. Aldurs-
dreifing hópsins sést á mynd 1. Meðalaldur reyndist 35,8 ár. Röntgenrannsókn-
irnar voru metnar scrstaklega eftir greiningalykli, sem Baldur Sigfússon læknir
setti upp á röntgendeild Borgarspítalans árið 1970.
33