Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Síða 41
HALSHNYKKUR: meðferð og kliniskt eftirlit
Asg eir B. Ellertsson
Tryggvi Þorsteinsson
Kristján Sigurjónsson
Frá endurhæfingadeild, slysadeild og röntgendeild
í fyrri greinum hefur verið lýst eðli áverkans (27), klinik og mænuvökvarannsókn
hjá hinum slösuðu á fyrsta sólarhringi slyssins (2) og röntgenrannsóknum (13).
í þessari grein verður skýrt frá mismunandi meðferðartilraunum, en margbreytileg
meðferð hefur verið reynd við hálshnykk (15,17,12,5,18,29), án þess að einhugur
hafi náðst um bestu meðfeið. Ennfremur verður greint frá klinisku eftirliti,
en sjúklingar voru athugaðir með jöfnn millibiii í allt að eitt og hálft ár
til að sjá hvemig einkenni höguðu sér og hvemig sjúklingar næðu sér,^en 20-75%
hálshnykkssjúklinga hafa haft langvarandi einkenni nánuðum og jafnvel árum
saman (4,9,16,23,10).
Efniviður og aðferðir
100 manns með hálshnykk var skipt í fjóra meðferðarhópa á slysadegi. Fyrsti
sjúklingur lenti í hópi 1, annar x hópi 2 og svo koll af kolli.
Hópur 1: 27 sjúklingar vom meðhöndlaðir á spítala. Fengu verkjastillandi lyf
(Dolviran 1 töflu x 3 á dag) og róandi lyf (Diazepam 6-15 mg daglega) ásamt
sjúkraþjálfun, sem fólgin var í "isometriskum" hálsæfingum, sveifliæfingum til
afslökunar og ísbökstrum á auma vöðva. Hinum 73 sjúklingunum var fylgt eftir
sem göngudeildarsjúklingum og þeim skipt niður í eftirfarandi hópa:
Hópur 2: Alls 25. Fengu mjúkan hálskraga í 10 daga og mismunandi analgetica og
ataractica eftir þörfum.
Hópur 3: 25 sjúklingar. Höfðu einnig mjúkan hálskraga í 10 daga og sams konar
lyf og hópur 1. Eftir 10 daga fengu þeir, ef þörf var talin á, sjúkraþjálfun á
göngudeild eftir frjálsu vali sjúkraþjálfara.
Hópur 4: Alls 23 sjúklingar og fengu þeir placebo, tabl. Calc.lact. 0,5 g x 3 á
dag £ 10 daga.
A 10. degi, 30. degi, 1/2 ári, 1 ári og 1 1/2 ári eftir^slysið^voru sjúklingamir
athugaðir með tilliti til bata. Athugunin stóð yfir frá mars 75 til áramóta
'77 - '78.
Niðurstöður
Við eftirlit á 10. degi var u.þ.b. helmingur sjúklinganna orðinn einkennalaus.
Flestir voru þeir í hópi 1 (tafla 1). Þrír sjúklingar komu ekki^til eftirlits,
og er því sennilegt, að þeir hafi verið lausir við einkenni. Hjá þeim 48 er
einkenni höfðu á 10. degi var ekki greindur neinn munur, er varðaði meðferðarhópa
(tafla 2).
Við 1 mánaðar, 6 mánaða, 1 árs og 1 1/2 árs eftirlit var ekki heldur munur á
meðferðarhópum (tafla 3 og 4). Meira var um kvartanir á 30. degi en á 10. degi
(samanber töflu 2 og 3).
Hópur 1 fékk meðferð á spítala. Styttsti dvalartími var^4 dagar, lengsti 5 vikur.
Flestir dvöldu viku til 10 daga (tafla 5). Hjá einum sjúklingi varð að breyta um
fyrirfram ákveðna meðferð. Var það kona, sem fyrir slysið hafði haft ýmis geðræn
39