Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 42
einkenni (psychoneurosu). Varð að fá fvrir hana meðferð hjá geðlækni og breyta um
sjúkraþjálfun. Þessi kona átti lengstan dvalartíma á spítalanum. Við útskrift
af spítalanum voru 23 einkennalausir og 4 með einkenni, þar af 3 með vægan höfuð-
verk öðru hvoru og einn með svima eða óöryggiskennd.
Við lokaeftirlit 1 1/2 ári eftir slysið voru, af 100 sjúklingum, 22, sem höfðu
ýmsar kvartanir, sem þeir sjálfir settu í samband við áverkann. Við nánari könnun
á fyrri sögu þessara sjúklinga mátti strax minnka þennan hóp niður í 12, þar sem
10 voru í svipuðu eða betra ástandi en fyrir slysið.
Þessir 12 sjúklingar með einkenni eftir 1 1/2 ár voru í öllum meðferðarhópum, 6
karlar og 6 konur, flestir á aldrinum 20-30 ára (tafla 6a og b). Aðal kvörtun
var mismikill verkur í hnakka, sem allir sjúklingar nema einn höfðu. Lýstu þeir
óþægindunum sem þyngsla- þreytuverk eða sem stífleika og sting. Sérstaklega kom
verkurinn þegar viðkomandi var þreyttur eða við snöggar hreyfingar.
Þeir 4, sem voru í hópi 1, höfðu allir verið orðnir einkennalausir við útskrift
af spítalanum á sínum tíma. Einn (nr. 4) hafði sögu um vöðvasDenningsverk í
herðum fyrir áverkann, þannig að óþægindin við síðasta eftirlit gátu vel verið
á svipuðum grunni. Annar (nr. 2) hafði fyrir slys haft "psychosomatisk" einkenni.
Hugsanlega voru einkennin við 11/2 árs eftirlit svipaðs eðlis. I hópi 1 verða
því eftir 2 (nr. 1 og 3), þar sem ekki er að finna sjúkdómsástand fyrir slys,
sem skýrt gæti álíka ástand eftir slys. í hinum meðferðarhópunum voru allir
með einhver einkenni á 10. degi. Allir þessir sjúklingar, nema 2, höfðu fyrri
sögu um vöðvaverki, aðallega yfir herðum og öxlum og 4 þeirra fengið meðferð
vegna slíkra einkenna. Tveir (nr. 8 og 9) höfðu verið lausir við þess háttar
óþægindi fyrir slys, og varð annar þeirra (nr. 9) fyrir því að fá annan hálshnykk
6 mánuðum eftir þann fyrri. Enginn þessara 12 sjúklinga hafði neitt óeðlilegt við
taugaskoðun. Hjá 6 voru hnakkavöðvar svolítið spenntir og aumir viðkomu.
Tryggingabætur voru mjög misháar. Ein kona hafði fengið 2,1 milljón. Einn hafði
ekki fengið neitt og 2 áttu í málaþrasi við tryggingarfélög. Annar þeirra var í
málaferlum og hinn með málið hjá lögfræðingi, en bjóst við samkomulagi án mála-
ferla. Athyglisvert var, að þessir síðast nefndu 3 sjúklingar voru meðal þeirra
fjögurra, sem ekki höfðu haft neina sjúklega starfræna truflun (premorbid dys-
function) fyrir hálshnykkinn (nr. 1,3,8 og 9), er gæti skýrt kvartanir þeirra.
Umræður
(teplega helmingur sjúklinganna hafði einkenni á 10. degi. Einkennin voru svipuð
í öllum hópunum og sams konar og á 1. sólarhringi slyssins, nema hvað verk á
framanverðum hálsi hafði nú aðeins 1, en 10 dögum áður var þessi kvörtun til staðar
hjá 67% tilfellanna (2).
Áberandi var, að hópur þeirra, sem kvartanir höfðu,var stærri á 30. degi en á
10. degi. FÓlk, sem orðið var óþægindalaust tók að kvarta aftur, og sjúklingar úr
hópi 1, er útskrifast höfðu einkennalausir, komu á ný með kvartanir. Nýjar
kvartanir komu aftur á móti ekki, þannig að rannsókn okkar styður ekki þá skoðun,
að hálshnykkseinkenni komi fram mörgum dögum eftir slys (7,1,22). Einkennin komu
á 1. sólarhring, en fóru oft versnandi á 2. og 3. degi. Eftir það fóru þau batnandi,
hurfu, en gátu komið aftur og orðið langvarandi.
Við 1 1/2 árs eftirlit höfðu enn 22 sjúklinganna ýmsar kvartanir, eins og SDennu,
kvíða, hræðslu, höfuðverk, hnakka- og herðaverki. Hjá 18 þeirra var saga um áþekk
einkenni fyrir slysið. Með vissu voru því aðeins 4, af 100 sjúklingum, sem fengið
höfðu hálshnykk, með varanleg einkenni 1 1/2 ári eftir slysið. Þessir 4 sjúklingar
voru 3 karlmenn og 1 kona. Ekki höfðu þau slasast neitt verr en flestir aðrir.
Öll höfðu þau haft kvartanir á 10. degi. Tveir höfðu dvalið á spítala og voru
þeir báðir einkennalausir við útskrift. Annar hafði útskrifast einkennalaus eftir
4 daga, en síðan fengið á ný einkenni. Hinn útskrifaðist eftir 3 vikur laus við
óþægindi, fór í skóla og hóf svo vinnu u.þ.b. 3 mánuðum eftir slysið. Eftir það
40