Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 42
einkenni (psychoneurosu). Varð að fá fvrir hana meðferð hjá geðlækni og breyta um sjúkraþjálfun. Þessi kona átti lengstan dvalartíma á spítalanum. Við útskrift af spítalanum voru 23 einkennalausir og 4 með einkenni, þar af 3 með vægan höfuð- verk öðru hvoru og einn með svima eða óöryggiskennd. Við lokaeftirlit 1 1/2 ári eftir slysið voru, af 100 sjúklingum, 22, sem höfðu ýmsar kvartanir, sem þeir sjálfir settu í samband við áverkann. Við nánari könnun á fyrri sögu þessara sjúklinga mátti strax minnka þennan hóp niður í 12, þar sem 10 voru í svipuðu eða betra ástandi en fyrir slysið. Þessir 12 sjúklingar með einkenni eftir 1 1/2 ár voru í öllum meðferðarhópum, 6 karlar og 6 konur, flestir á aldrinum 20-30 ára (tafla 6a og b). Aðal kvörtun var mismikill verkur í hnakka, sem allir sjúklingar nema einn höfðu. Lýstu þeir óþægindunum sem þyngsla- þreytuverk eða sem stífleika og sting. Sérstaklega kom verkurinn þegar viðkomandi var þreyttur eða við snöggar hreyfingar. Þeir 4, sem voru í hópi 1, höfðu allir verið orðnir einkennalausir við útskrift af spítalanum á sínum tíma. Einn (nr. 4) hafði sögu um vöðvasDenningsverk í herðum fyrir áverkann, þannig að óþægindin við síðasta eftirlit gátu vel verið á svipuðum grunni. Annar (nr. 2) hafði fyrir slys haft "psychosomatisk" einkenni. Hugsanlega voru einkennin við 11/2 árs eftirlit svipaðs eðlis. I hópi 1 verða því eftir 2 (nr. 1 og 3), þar sem ekki er að finna sjúkdómsástand fyrir slys, sem skýrt gæti álíka ástand eftir slys. í hinum meðferðarhópunum voru allir með einhver einkenni á 10. degi. Allir þessir sjúklingar, nema 2, höfðu fyrri sögu um vöðvaverki, aðallega yfir herðum og öxlum og 4 þeirra fengið meðferð vegna slíkra einkenna. Tveir (nr. 8 og 9) höfðu verið lausir við þess háttar óþægindi fyrir slys, og varð annar þeirra (nr. 9) fyrir því að fá annan hálshnykk 6 mánuðum eftir þann fyrri. Enginn þessara 12 sjúklinga hafði neitt óeðlilegt við taugaskoðun. Hjá 6 voru hnakkavöðvar svolítið spenntir og aumir viðkomu. Tryggingabætur voru mjög misháar. Ein kona hafði fengið 2,1 milljón. Einn hafði ekki fengið neitt og 2 áttu í málaþrasi við tryggingarfélög. Annar þeirra var í málaferlum og hinn með málið hjá lögfræðingi, en bjóst við samkomulagi án mála- ferla. Athyglisvert var, að þessir síðast nefndu 3 sjúklingar voru meðal þeirra fjögurra, sem ekki höfðu haft neina sjúklega starfræna truflun (premorbid dys- function) fyrir hálshnykkinn (nr. 1,3,8 og 9), er gæti skýrt kvartanir þeirra. Umræður (teplega helmingur sjúklinganna hafði einkenni á 10. degi. Einkennin voru svipuð í öllum hópunum og sams konar og á 1. sólarhringi slyssins, nema hvað verk á framanverðum hálsi hafði nú aðeins 1, en 10 dögum áður var þessi kvörtun til staðar hjá 67% tilfellanna (2). Áberandi var, að hópur þeirra, sem kvartanir höfðu,var stærri á 30. degi en á 10. degi. FÓlk, sem orðið var óþægindalaust tók að kvarta aftur, og sjúklingar úr hópi 1, er útskrifast höfðu einkennalausir, komu á ný með kvartanir. Nýjar kvartanir komu aftur á móti ekki, þannig að rannsókn okkar styður ekki þá skoðun, að hálshnykkseinkenni komi fram mörgum dögum eftir slys (7,1,22). Einkennin komu á 1. sólarhring, en fóru oft versnandi á 2. og 3. degi. Eftir það fóru þau batnandi, hurfu, en gátu komið aftur og orðið langvarandi. Við 1 1/2 árs eftirlit höfðu enn 22 sjúklinganna ýmsar kvartanir, eins og SDennu, kvíða, hræðslu, höfuðverk, hnakka- og herðaverki. Hjá 18 þeirra var saga um áþekk einkenni fyrir slysið. Með vissu voru því aðeins 4, af 100 sjúklingum, sem fengið höfðu hálshnykk, með varanleg einkenni 1 1/2 ári eftir slysið. Þessir 4 sjúklingar voru 3 karlmenn og 1 kona. Ekki höfðu þau slasast neitt verr en flestir aðrir. Öll höfðu þau haft kvartanir á 10. degi. Tveir höfðu dvalið á spítala og voru þeir báðir einkennalausir við útskrift. Annar hafði útskrifast einkennalaus eftir 4 daga, en síðan fengið á ný einkenni. Hinn útskrifaðist eftir 3 vikur laus við óþægindi, fór í skóla og hóf svo vinnu u.þ.b. 3 mánuðum eftir slysið. Eftir það 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.